fbpx
Menu

Fréttir

01. ágúst 2018

Sýningar nemendaverka sýna fjölbreytnina í náminu

Sýningar nemendaverka sýna fjölbreytnina í náminu

Gríðarlega fjölbreytt og fagleg verkefni.

Sýningar sem nemendur skólans standa fyrir í lok hverrar annar sýna þá fjölbreytni, fagmennsku og kunnáttu sem skólinn er stoltur af.

Öllum er frjálst að mæta og aðgangur ókeypis. Þetta er sniðug leið til að koma og skoða og kynna sér námið um leið.

Sýningarnar vorið 2018:

Hársnyrtibraut Handverksskólans – 16 maí kl. 20:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Samsýning hönnunar- og nýsköpunarbrautar, tækniteiknunar og húsgagna- og húsasmíða – 16. – 18. maí í húsi skólans á Skólavörðuholti.

Vefskólinn – 17. maí frá kl. 18:00 í Bío Paradís.  Vefsíða þar sem hægt er að skoða lokaverkefnin sem kynnt verða. Viðburðurinn á Facebook.

Margmiðlunarskólinn – Sýningar á lokaverkefnum nemenda í Bío Paradís 17. maí kl. 17

Klæðskurðarnemar Handverksskólans – 19. maí kl. 14:00 -17:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Kvikmyndatækni Raftækniskólans – 23. maí kl. 18:00 í Bío Paradís. – Viðburðurinn á Facebook