Upphaf haustannar 2025
Fyrsti kennsludagur og stundatöflur
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu mánudaginn 18. ágúst. Fimmtudaginn 14. ágúst verður opnað fyrir stundatöflur haustannar í Innu.
Töflubreytingar fara fram rafrænt í Innu og eru eingöngu fyrir nemendur sem ekki fengu þá áfanga sem þeir völdu, eða ef verulegir annmarkar eru á stundatöflu miðað við val.
Opið verður fyrir töflubreytingar dagana 14. og 15. ágúst. Sjá nánari upplýsingar um töflubreytingar á vef skólans.
Nýnemamóttaka
Nýnemum Tækniskólans er boðið til sérstakrar nýnemamóttöku við upphaf haustannar:
Skólavörðuholt
Fimmtudaginn 14. ágúst kl. 11:00
Háteigsvegur (Sjómannaskólahús)
Fimmtudaginn 14. ágúst kl. 14:00
Hafnarfjörður, Flatahrauni 12
Föstudaginn 15. ágúst kl. 10:00
Hægt er að smella á myndirnar hér að neðan til að sjá hvaða námsbrautir eru kenndar á hverjum stað.
Hagnýtar upplýsingar
Við bendum á upplýsingasíðu um upphaf annar og hvetjum nemendur til að kynna sér efni síðunnar. Þar má finna ýmsar upplýsingar um skólann og skólastarfið.
Nemendur finna einnig upplýsingar um bækur og námsgögn í Innu þegar stundatöflur birtast.