Menu

Innsýn í námið

Skapandi hönnun og tækni

Nem­endur læra að hanna og setja fram efni fyrir prent-, net- og skjámiðla. Kennt er á öll helstu mynd­vinnslu-, umbrots-, vef- og tækni­forrit.

Graf­ískur miðlari setur upp efni fyrir birt­ingu hvort sem það er á vef eða á prenti. Hann sér um umbrot, útlit, hug­mynda­vinnu, textagerð, mynd­vinnslu, tækni­legan frá­gang og sta­f­ræna prentun.

Grafísk miðlun er fjöl­breytt og hag­nýtt nám og einnig skemmtileg leið til stúd­ents­prófs.

Braut­ar­lýsing

GFM23 Grafísk miðlun

Meg­in­markmið námsins er að nem­endur öðlist þá þekk­ingu og færni sem prentsmiður/​graf­ískur miðlari er nauðsynleg í störfum sínum, m.a. við mót­töku á fjölmiðlaefni, texta og mynd­efni og frá­gang á því til prent­unar eða birt­ingar. Stór hluti námsins felst í hönnun og umbroti þar sem unnið er með myndir og texta. Prentsmiður/​graf­ískur miðlari þarf að kunna góð skil á textameðferð, þekkja vel let­urgerðir og stíl­brigði og hafa gott vald á mynd­bygg­ingu og táknfræði síðuhönn­unar. Hann á að geta tekið á móti gögnum og gengið frá efni til prent­unar í sam­ræmi við gæðakröfur í prentsmiðjum. Prentsmiður/​graf­ískur miðlari þarf einnig að kunna skil á vefsmíðum og viðmóts­hönnun sem og útlits­hönnun fyrir sjón­varp og netmiðla. Í náminu er fjallað um graf­íska hönnun og fram­setn­ingu efnis fyrir prent-, net- og skjámiðla. Áhersla er m.a. á prentsmíð, týpógrafíu og graf­íska hönnun, umbrot, margmiðlun og textameðferð, sta­f­ræna upp­bygg­ingu mynda og lit­stýr­ingu. Nem­endur vinna með öll helstu texta-, teikni-, mynd­vinnslu- og umbrots­forrit, auk veffor­rita. Náminu lýkur með sveins­prófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inn­göngu í nám til iðnmeist­ara­prófs. Prentsmíð er lög­gilt iðngrein.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Fyrst þarf að klára grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Þegar því námi er lokið þá geta nem­endur sótt um nám í graf­ískri miðlun, sem er sérsvið.

 

Námsframvinda

Námið er sam­tals fimm annir í skóla með grunn­náminu og vinnustaðanám sam­kvæmt hæfni­kröfum fer­il­bókar að hámarki 32 vikur. Almennt er miðað við að nem­endur hafi lokið starfsþjálfun í síðasta lagi áður en nám hefst í loka­áföngum fag­brautar eða samhliða.

Náms­fram­vinda vinnustaðarnáms miðast við að nem­andinn sé búinn að upp­fylla að lág­marki 80% af hæfniviðmiðum í fer­ilbók fag­greinar til að inn­ritast í loka­áfanga brautar.

Að loknu námi

Grafísk miðlun er lög­gilt iðngrein.

Próf­skír­teini af fag­braut ásamt því að starfsþjálfun sé lokið, veitir rétt til að sækja um sveins­próf í viðkom­andi grein. Sveins­próf veitir rétt til að hefja nám í Meist­ara­skóla.

Einnig er hægt að ljúka viðbót­ar­námi til und­ir­bún­ings námi á háskóla­stigi en slíku námi lýkur með stúd­ents­prófi.

Starfs­vett­vangur prentsmiða/​graf­ískra miðlara er til dæmis hjá prent­fyr­ir­tækjum, aug­lýs­inga­stofum, blaðaút­gáfum, innan markaðsdeilda fyr­ir­tækja og sem sjálfstæður atvinnu­rek­andi.

Verk­efni nem­enda

T-ið í TÆKNÓ

Glænýtt skólablað

Grafísk miðlun

Útskriftarsýning og Askur

Útskriftarvefur nemenda í grafískri miðlun

Útskriftarvefur nemenda í grafískri miðlun

Tímarit nemenda
í grafískri miðlun

Askur

Nánari upp­lýs­ingar

Í grunn­náminu þurfa nem­endur að nota Adobe for­rit­un­ar­pakkann og er hægt að kaupa nem­enda­leyfi á bóka­safni skólans.

Það er hægt að klára stúd­ents­próf eftir að námi í skól­anum lýkur eða búa sig undir nám á háskóla­stigi með öðrum hætti.

Umsagnir

Shape
Shape

Björgvin Pétur Sigurjónsson stundaði margmiðlunarhönnun í Kolding og 3D hreyfimyndahönnun í Los Angeles.

„Námið veitti mér öryggi í graf­ískum for­rit­unum og ég hef séð að ég hef haft sterkari þekk­ingu á þessum for­ritum fram yfir aðra sam­nem­endur mína í því fram­halds­námi sem ég fór í. Ég lærði margt sem er oftast ekki kennt í öðrum skólum tengt hönnun, eins og umbrot, und­ir­bún­ingur fyrir prent og almennt tækni­legar útfærslur á hinum ýmsu hlutum. Þetta gagnast mér mjög mikið í dag.“

Hugrún Rúnarsdóttir fór í Vefskólann og stofnaði fyrirtæki með vinkonu sinni sem sérhæfir sig í vefhönnun og forritun

„Námið í graf­ískri miðlun var frá­bært og því að þakka að ég kynntist for­ritun og vefsíðugerð. Hönnun, letur, mynd­vinnsla, texta­vinna, grunnur í HTML og CSS og margt fleira er allt sem ég nota dag­lega og kemur frá graf­ískri miðlun. Þessi tvö nám tvinna rosa­lega vel saman og ég hefði aldrei viljað sleppa því að fara í graf­íska miðlun þrátt fyrir að ég ein­beiti mér núna meira af vefnum en ekki prenti.“

Embla Rún Gunnarsdóttir kláraði námið árið 2017

„Ég lærði ótrú­lega margt gagn­legt í graf­ískri miðlun en það besta sem námið gaf mér var tæki­færi til að þroskast sem hönnuður. Ásamt því að vera í námi vinn ég sem skjá­hönnuður hjá sprota­fyr­ir­tækinu Taktikal. Við sér­hæfum okkur í að hjálpa fyr­ir­tækjum að komast inn í sta­f­ræna framtíð.“

FAQ

Spurt og svarað

Er öruggt að ég komist í starfsþjálfun / á samning til að klára námið?

Það er erfitt að fullyrða um að nem­endur komist í starfsþjálfun eftir að námi í skól­anum lýkur. Það fer allt eftir eft­ir­spurn hverju sinni.

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efn­is­gjöld eru innifalin í skóla­gjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upp­lýs­ingar í skóladagatali hér á vefnum.

Hvar fer kennslan fram?

Kennsla í graf­ískri miðlun fer fram í Sjó­manna­skóla­húsinu Háteigs­vegi. En einnig fara nem­endur á sérsviðinu út í fyr­ir­tæki.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skóla­sókn er að finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Upp­lýs­ingar um félagslíf og nem­enda­félag eru á síðu um félagslíf.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!