Kafli 8 – Skólanámskrá
Skólinn starfar eftir áfangakerfi. Námi í bóklegum og verklegum greinum er skipt niður í áfanga. Áfangar gefa einingar eftir því hve viðamiklir þeir eru. Námslok við skólann miðast við að nemendur hafi lokið tilskildum áföngum og einingafjölda eins og tilgreint er í brautarlýsingum skólanámskrár. Nemandi ber ábyrgð á eigin námsframvindu samkvæmt brautarlýsingu.
Námsval nemenda takmarkast af eftirfarandi atriðum:
Nemandi sem fallið hefur í áfanga/áföngum eða sagt sig úr áfanga/áföngum getur ekki vænst þess að fá að velja einum meira en hann stóðst á fyrri önn. Val fyrir næstu önn fer fram í valviku. Velja nemendur sér þá námsáfanga fyrir næstu önn. Valið er bindandi. Aðalval nefnast þeir áfangar sem nemandi kýs helst að stunda nám í á næstu önn. Stundum verður þó að breyta vali nemanda til þess að unnt reynist að setja saman stundaskrár og eru þá áfangar úr varavali hans settir inn. Nemandi hefur ekki rétt á að fá áfanga í stundatöflu sem er ekki í aðalvali.
Fullt nám getur verið mismunandi eftir námsskipulagi brautar. Einingar geta verið frá 22 til 32 einingar. Nemendur geta sótt um að taka þann fjölda eininga sem Menntasjóður námsmanna gerir kröfur um hverju sinni.
Í upphafi hverrar annar eftir að opnað hefur verið fyrir stundatöflur, geta nemendur óskað eftir breytingum á stundatöflu í Innu, sjá auglýstan frest á vef skólans. Töflubreytingar eru ekki gerðar á öðrum tíma. Töflubreytingar eru eingöngu fyrir þá sem ekki fengu áfanga sem þeir höfðu valið í töflu, eða ef verulegir annmarkar eru á töflum samkvæmt vali. Töflubreytingar eru gerðar rafrænt í Innu.
Spannarkerfi þýðir að hefðbundinni önn er skipt upp í tvær spannir, spönn 1 og spönn 2. Þetta þýðir að nemendur eru í færri áföngum á hverri spönn eða 2–3 áföngum. Áfangar eru kenndir oftar í viku heldur en áður.
Við stundatöflugerð og töflubreytingar er heimilt að ganga þannig frá stundatöflu nemenda að árekstur sé á milli áfanga. Nemandinn getur þá sagt sig úr öðrum hvorum áfanganum eða sótt þá báða. Nemandi ákveður í samráði við kennara í hvorn áfangann hann mætir þegar árekstur er. Nemanda er skylt að gera kennurum í áföngum grein fyrir árekstrinum.
Ef nemandi hyggst segja sig úr áfanga þarf hann að fylla út sérstakt eyðublað á skrifstofu eða bókasafninu. Úrsögn úr áfanga getur verið háð samþykki viðkomandi skólastjóra. Gott getur verið að ræða við náms- og starfsráðgjafa áður en tekin er ákvörðun um úrsögn. Lokafrestur úrsagnar er auglýstur á vef skólans.
Í valviku staðfesta nemendur í dagskóla umsókn sína um áframhaldandi skólavist á næstu önn. Það er gert með því að staðfesta val í Innu og greiða álagt staðfestingargjald, kr. 5000. Þá þurfa þeir ekki að sækja aftur formlega um skólavist. Mikilvægt er að nemendur velji rétta áfanga miðað við námskipan viðkomandi brauta. Nemendur geta lagfært valið í Innu og eru hvattir til að yfirfara val sitt.
Að yfirfara val þýðir:
• að áfangavalið standist undanfarareglur
• að nemandinn sé að velja þá áfanga sem þarf til að námsframvinda hans verði hnökralaus
• að fjöldi valinna eininga í aðalvali sé réttur og í samræmi við skipulag brautar
• að fjöldi valinna eininga í aðalvali sé réttur og í samræmi við skipulag brautar
• undantekningar má gera á útskriftarönn og þar sem skipulag brautar krefst þess
• ekki færri en 15 einingar eða 12 kennslustundir
Umsókn um brautaskipti fer fram í Innu. Þeir nemendur sem sækja um brautaskipti þurfa ekki að velja áfanga. Síðasti dagur til að óska eftir brautarskiptum er í lok valvikunnar. Skólastjóri afgreiðir brautaskipti og samhliða velur og staðfestir áfanga fyrir næstu önn. Athugið að ástundun, námsframvinda og skólasókn hefur áhrif á samþykki um brautaskipti, sjá leiðbeiningar.
Áfangar í opnu vali standa nemendum til boða í valviku, fullnægi nemandi skilyrðum um undanfara. Tækniskólinn kann að bjóða upp á áfanga sem ekki eru í skólanámskrá og verða þeir auglýstir sérstaklega.
P-heimild er ekki veitt nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum:
Uppfært 6. desember 2023
Áfangastjórn