Menu

Kafli 8 – Skólanámskrá


Námsval

Skólinn starfar eftir áfanga­kerfi. Námi í bók­legum og verk­legum greinum er skipt niður í áfanga. Áfangar gefa ein­ingar eftir því hve viðamiklir þeir eru. Námslok við skólann miðast við að nem­endur hafi lokið til­skildum áföngum og ein­inga­fjölda eins og til­greint er í braut­ar­lýs­ingum skóla­nám­skrár. Nem­andi ber ábyrgð á eigin náms­fram­vindu sam­kvæmt braut­ar­lýs­ingu.

Námsval nemenda takmarkast af eftirfarandi atriðum:

  1.  Undanfarareglum
  2.  Skyldugreinum námsbrauta
  3.  Áföngum í boði
  4.  Einkunn í undanfaraáfanga
  5.  Samþykki viðkomandi deilda
  6.  Fjölda eininga, sbr. kaflann námskröfur

Nem­andi sem fallið hefur í áfanga/​áföngum eða sagt sig úr áfanga/​áföngum getur ekki vænst þess að fá að velja einum meira en hann stóðst á fyrri önn. Val fyrir næstu önn fer fram í val­viku. Velja nem­endur sér þá náms­áfanga fyrir næstu önn. Valið er bind­andi. Aðalval nefnast þeir áfangar sem nem­andi kýs helst að stunda nám í á næstu önn. Stundum verður þó að breyta vali nem­anda til þess að unnt reynist að setja saman stunda­skrár og eru þá áfangar úr vara­vali hans settir inn. Nem­andi hefur ekki rétt á að fá áfanga í stunda­töflu sem er ekki í aðalvali.

 

Fjöldi kennslustunda og eininga

Fullt nám getur verið mis­mun­andi eftir náms­skipu­lagi brautar. Ein­ingar geta verið frá 22 til 32 ein­ingar. Nem­endur geta sótt um að taka þann fjölda ein­inga sem Menntasjóður námsmanna gerir kröfur um hverju sinni.

 

Töflubreytingar

Í upp­hafi hverrar annar eftir að opnað hefur verið fyrir stunda­töflur, geta nem­endur óskað eftir breyt­ingum á stunda­töflu í Innu, sjá aug­lýstan frest á vef skólans. Töflu­breyt­ingar eru ekki gerðar á öðrum tíma. Töflu­breyt­ingar eru ein­göngu fyrir þá sem ekki fengu áfanga sem þeir höfðu valið í töflu, eða ef veru­legir ann­markar eru á töflum sam­kvæmt vali. Töflu­breyt­ingar eru gerðar raf­rænt í Innu.

 

Spannarkerfi

Spann­ar­kerfi þýðir að hefðbund­inni önn er skipt upp í tvær spannir, spönn 1 og spönn 2. Þetta þýðir að nem­endur eru í færri áföngum á hverri spönn eða 2–3 áföngum. Áfangar eru kenndir oftar í viku heldur en áður.

  1.  Áfangi getur verið í boði bæði á spönn 1 og á spönn 2
  2.  Áfangi einungis kenndur á spönn 1
  3.  Áfangi einungis kenndur á spönn 2
  4.  Áfangi er kenndur yfir báðar spannirnar eins og áður

 

Heimild til árekstra

Við stunda­töflugerð og töflu­breyt­ingar er heimilt að ganga þannig frá stunda­töflu nem­enda að árekstur sé á milli áfanga. Nem­andinn getur þá sagt sig úr öðrum hvorum áfang­anum eða sótt þá báða. Nem­andi ákveður í samráði við kennara í hvorn áfangann hann mætir þegar árekstur er. Nem­anda er skylt að gera kenn­urum í áföngum grein fyrir árekstr­inum.

 

Reglur um úrsögn úr áföngum

Ef nem­andi hyggst segja sig úr áfanga þarf hann að fylla út sér­stakt eyðublað á skrif­stofu eða bóka­safninu. Úrsögn úr áfanga getur verið háð samþykki viðkom­andi skóla­stjóra. Gott getur verið að ræða við náms- og starfsráðgjafa áður en tekin er ákvörðun um úrsögn. Lokafrestur úrsagnar er aug­lýstur á vef skólans.

  1. Nemendur geta sagt sig úr áfanga fyrstu vikuna af önninni.
  2. Nemendur undir 18 ára aldri geta aðeins sagt sig úr áfanga með samþykki forráðamanns.

 

Valvika

Í val­viku staðfesta nem­endur í dag­skóla umsókn sína um áfram­hald­andi skóla­vist á næstu önn. Það er gert með því að staðfesta val í Innu og greiða álagt staðfest­ing­ar­gjald, kr. 5000. Þá þurfa þeir ekki að sækja aftur form­lega um skóla­vist. Mik­il­vægt er að nem­endur velji rétta áfanga miðað við nám­skipan viðkom­andi brauta. Nem­endur geta lag­fært valið í Innu og eru hvattir til að yfir­fara val sitt.

 

Að yfirfara val þýðir:

•   að áfanga­valið standist und­an­far­a­reglur
•   að nem­andinn sé að velja þá áfanga sem þarf til að náms­fram­vinda hans verði hnökra­laus
•   að fjöldi val­inna ein­inga í aðalvali sé réttur og í sam­ræmi við skipulag brautar
•   að fjöldi val­inna ein­inga í aðalvali sé réttur og í sam­ræmi við skipulag brautar
•   und­an­tekn­ingar má gera á útskriftarönn og þar sem skipulag brautar krefst þess
•   ekki færri en 15 ein­ingar eða 12 kennslu­stundir

 

Brautaskipti

Umsókn um brauta­skipti fer fram í Innu. Brauta­skipti eru fyrir nem­endur sem hyggja á að skipta um braut og þá sem er að ljúka grunn­brautum og þurfa að velja sér fram­halds­braut. Þeir nem­endur sem sækja um brauta­skipti þurfa ekki að velja áfanga. Síðasti dagur til að óska eftir braut­ar­skiptum er í lok val­vik­unnar. Skóla­stjóri afgreiðir brauta­skipti og samhliða velur og staðfestir áfanga fyrir næstu önn. Athugið að ástundun, náms­fram­vinda og skóla­sókn hefur áhrif á samþykki um brauta­skipti sjá leiðbeiningar.

 

Opið val

Áfangar í opnu vali standa nem­endum til boða í val­viku, full­nægi nem­andi skilyrðum um und­an­fara. Tækni­skólinn kann að bjóða upp á áfanga sem ekki eru í skóla­nám­skrá og verða þeir aug­lýstir sér­stak­lega.

 

P-áfangar

P-heimild er ekki veitt nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum:

  1. Ef útskriftarnemi þarf að ljúka áfanga sem ekki er í boði í dagskóla eða dreifnámi þá getur hann sótt um P-áfanga.
  2. Umsóknir um P-áfanga þurfa að berast skólastjóra í fyrstu kennsluviku. Viku síðar liggur svar fyrir og þá birtist áfanginn ásamt nafni kennara í Innu, með hópanúmerið P. Áfanginn er ekki í stundatöflu. Nemendur þurfa að hafa samband við kennara strax ef umsókn þeirra hefur verið samþykkt og standa skil á verkefnum eins og aðrir nemendur. Skólastjórar tilkynna nemendum ef umsókn er hafnað.

 

 

 

Uppfært 6. desember 2024
Áfangastjórn