Menu

Starfa­stræti Tækni­skólans hefur þann til­gang að tengja saman nem­endur og fyr­ir­tæki þegar kemur að atvinnu­leit og starfs­námi. Hér að neðan eru aug­lýs­ingar frá þeim fyr­ir­tækjum sem eru að leita að ein­stak­lingum í sum­arstörf eða önnur störf tengd fag­greinum skólans.

Hér má einnig finna gagn­legar upp­lýs­ingar fyrir nem­endur sem eru að taka sín fyrstu skref í atvinnu­leit. Hvernig á að setja upp fer­il­skrá, skrifa kynn­ing­ar­bréf og hvernig er best að und­irbúa atvinnuviðtal.

Fyr­ir­tæki geta einnig haft sam­band við full­trúa skólans ef áhugi er á sér­stakri kynn­ingu í Tækni­skól­anum. Sem dæmi geta fyr­ir­tæki komið í Tækni­skólann og haldið starf­s­kynn­ingar fyrir til­tekna náms­hópa í skól­anum. Nánari upp­lýs­ingar veitir Ólafur Sveinn Jóhann­esson, deild­ar­stjóri markaðs- og kynn­ing­ar­deildar, í gegnum net­fangið osj@tskoli.is

Allar helstu upp­lýs­ingar um náms­samn­inga og starfsnám veitir Sigurjóna Jónsdóttir, verk­efna­stjóri vinnustaðanáms.

Background text

Sum­arstörf

Raflost ehf.

Raflost starfastrætiRaflost ehf. leitar að nýjum starfs­krafti, raf­virkja eða nema.

Hringrás Endurvinnsla

HringrásHringrás leitar eftir sum­ar­starfs­manni sem tekur á móti brota­járni, málmum, raf­tækjum og dekkjum. Starfið er úti vinna og getur verið lík­am­lega erfið á köflum.

Mörk hjúkrunarheimili

Hjúkrunarheimili Markar óskar eftir hressu og dug­legu starfs­fólki til að starfa í sumar við umönnun aldraðra. Mörk er fjöl­breyttur og lif­andi vinnustaður þar sem starfa rúm­lega 200 manns. Áhersla er lögð á góðan starfs­anda, sterka liðsheild og hvetj­andi starfs­um­hverfi.

Í boði er skemmti­legt og gef­andi starf sem felur í sér að aðstoða heim­il­is­menn við almenna umönnun, gleðjast og njóta sam­veru með þeim. Ýmsir mögu­leikar á starfs­hlut­falli eru í boði þar sem unnar eru blandaðar vaktir í góðum hóp starfs­manna.

Mörk hjúkrunarheimili

 

Steypustöðin

Steypustöðin leitar að sterkum og nákvæmum ein­stak­lingi í skemmti­legt sum­arstarf. Ef þú hefur áhuga á rann­sókn­ar­vinnu og getur ekki ákveðið þig um hvort þú viljir vinna inni eða úti, gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.

 

Starfið er fjöl­breytt og krefj­andi. Viðkom­andi mun vinna á rann­sókn­ar­stofu fyr­ir­tæk­isins ásamt því að fara á verkstaði til að taka steypu­sýni. Steypustöðinni vantar metnaðarfullan ein­stak­ling með brenn­andi áhuga á bygg­ing­arfræði eða jarðfræði.

Steypustöðin

Búsetukjarninn Langahlíð

Búsetukjarninn Langahlíð aug­lýsir skemmti­legt sum­arstarf í búsetukjarna og leitar eftir öflugu og fram­sækni starfs­fólki til liðs við sig. Starfs­fólk vinnur eftir hug­myndafræði þjón­andi leiðsagnar og hug­myndafræði um sjálf­stætt líf.  Langahlíð starfar skv. lögum um fatlað fólk með langvar­andi stuðningsþarfir nr. 38/​2018 og skv stefnu Mos­fells­bæjar í mála­flokknum.

Gengið er út frá því að starfs­menn vinni á fjöl­breyttum vöktum (dag-, kvöld-, helgar- og næt­ur­vöktum).

Búsetukjarninn Langahlíð

Mosfellsbær

Mos­fells­bær aug­lýs­ir fjöl­breytt sum­arstörf fyr­ir ungt fólk í Mos­fells­bæ. Búsetukjarninn Langahlíð

Sólvangur hjúkrunarheimili

Á Sólvangi er sérhæfð dagþjálfun fyrir ein­stak­linga með heila­bilun og almenn dagdvöl. Sólvangur leitar að almennu starfs­fólki sem hefur áhuga á sam­skiptum við fólk og er tilbúið að takast á við fjöl­breytt, krefj­andi og skemmtileg verk­efni. Starfs­hlut­fall og vinnu­tími sam­komu­lags­atriði.

Skilyrði er að viðkom­andi hafi góða íslenskukunn­áttu (C1/​C2), sé orðinn 18 ára og með hreint saka­vottorð.

Helstu verkefni og ábyrgð: Meðal verkefna eru ýmis konar hreyfing, bæði inni og úti, aðstoð við athafnir daglegs lífs og þátttaka í fjölbreyttu hópastarfi.

Sólvangur hjúkrunarheimili

Heilsa

Heilsa leitar að sjálfstæðum, dug­legum og hressum sum­ar­starfs­manni á lager til að sinna almennum lag­er­störfum. Um að ræða skemmti­legt starf í góðu vinnu­um­hverfi með skemmti­legu fólki.

Helstu verkefni og ábyrgð: Móttaka og frágangur á vörum, tiltekt og afgreiðsla pantana, vörutalningar og önnur tilfallandi störf.

Mennt­unar- og hæfnis­kröfur: Stund­vísi, þjón­ustu­lund, dugnaður og jákvæðni, reynsla af lag­er­störfum er kostur, lyft­ara­próf er kostur, almenn tölvu­kunn­átta og hreint saka­vottorð

Noron - Zara Smáralind

Noron ehf. Zara Zara leitar að starfs­fólki í verslun og inn á lager. Helstu dag­legu verk­efni: Tryggja að deildin sé snyrtileg og hrein öllum stundum. Almenn afgreiðsla og önnur til­fallandi verk­efni.

Ískraftur

ÍskrafturÍskraftur leitar við að dug­legum og dríf­andi ein­stak­lingum sem búa yfir mik­illi þjón­ustu­lund og hafa jákvætt hug­arfar til að starfa í vöru­húsi Ískrafts á Höfðabakka í sumar.

 

Múrbúðin

Múrbúðin leitar að hressum og kraft­mik­ilum ein­stak­ling í sumar. Um er að ræða sum­arstarf, með mögu­leika á hluta­starfi næsta vetur. Starfið hentar náms­mönnum vel.

Múrbúðin ehf.

Dagar

Dagar leita eftir sum­ar­starfs­fólki á hótel bæði í Reykjavík og Keflavík með mögu­leika á áfram­hald­andi vinnu eftir sumarið. Starfið felst í þrifum á her­bergjum og almennum rýmum hótels. Vinnu­tími er frá 8-17.

Dagar hf.

Norðanfiskur

Norðanfiskur sem er leiðandi aðili á íslenskum markaði með sölu sjáv­ar­afurða er að leita eftir sum­ar­starfs­manni í áfyll­ingar á vörum félagsins í versl­anir á höfuðborg­arsvæðinu. Um er að ræða starf frá miðjum/​seinni hluta maí til seinni hluta ágúst.

Norðanfiskur

Eimskip

Eimskip aug­lýsir fjöl­breytt sum­arstörf um land allt. Eimskip lógó

Reykjavíkurborg

ReykjavíkReykjavíkurborg aug­lýsir fjöl­breytt sum­arstörf.

Kópavogsbær

KópavogurOpnað hefur verið fyrir umsóknir um sum­arstörf fyrir átján ára og eldri hjá Kópavogsbæ.

Garðabær

GarðabærGarðabær aug­lýsir fjöl­breytt störf sumarið 2025.

Reykjanes Investment

Reykjanes InvestmentReykjanes Investment leitar að smið, verka­manni eða nema til starfa. Helstu verk­efni eru klæðningar, upp­setning hurða, gifs­veggir og ísetn­ingar glugga.

BYKO

BykoBYKO leitar að öfl­ugum ein­stak­lingum í fjöl­breytt sum­arstörf.

Hafnarfjarðarbær

HafnarfjörðurHafnarfjarðarbær aug­lýsir ýmis laus störf.

Isal / Rio Tinto

Rio TintoIsal / Rio Tinto aug­lýsir eftir starfs­fólki í sum­arstörf.

Störfin eru fjöl­breytt, krefjast nákvæmni og mik­illar öryggis­vit­undar.

Nordjobb

NordjobbMeð hjálp Nordjobb getur þú sótt um árstíðabundið starf hvar sem er á Norðurlönd­unum.

Background text

Laus störf

Fastus

Ertu nýútskrifaður iðnnemi eða í námi og leitandi að spennandi tækifærum?

 

FastusVegna auk­inna umsvifa leitar Expert og Frysti­kerfi, hluti af Fastus, að metnaðarfullum ein­stak­lingum í fjöl­breytt tæknistörf. Við viljum heyra frá þér, hvort sem þú ert nýút­skrifaður iðnnemi, í námi eða með reynslu á sviðinu.

 

Við bjóðum upp á spenn­andi störf í ört vax­andi fyr­ir­tæki með ára­langa reynslu í faginu. Hjá okkur starfar fjöl­breyttur og sam­hentur hópur sérfræðinga sem deilir þekk­ingu og reynslu í því skyni að skapa framúrsk­ar­andi lausnir og þjón­ustu fyrir viðskipta­vini okkar.

 

Ef þú ert lausnamiðaður, með áhuga á að þróast í öflugu starfs­um­hverfi, þá er þetta tæki­færi fyrir þig!

 

Sendu okkur umsókn á starf@fastus.is með kynn­ing­ar­bréfi og fer­il­skrá.

Eimskip

Eimskip lógóEimskip aug­lýsir eftir fólki í fjöl­breytt störf. Allir sem hafa áhuga á að vera hluti af sterkri liðsheild Eim­skips eru hvattir til þess að sækja um.

Snikk

Vegna góðarar verk­efnastöðu leitar Snikk að vönum smiðum, sveinum og meist­urum. Fyr­ir­tækið hefur einnig áhuga að taka smíðanema á samning.

G.Ó. pípulagnir

GÓ pípulagnirGÓ pípulagnir óskar eftir að ráða til sín pípu­lagn­inga­mann í fullt starf sem fyrst.

Húsasmiðjan

HúsasmiðjanHúsasmiðjan er ávallt í leit að hæfi­leika­ríku fólki með fjöl­breytta reynslu, þekk­ingu og menntun sem vill taka þátt í því að skapa dríf­andi og metnaðarfullt vinnu­um­hverfi.

BAUHAUS

BauhausBAUHAUS hvetur einstaklinga með rétt viðhorf, þekkingu og viljan til þess að gera vel til að sækja um.

Stálsuða

StálssuðaFyr­ir­tækið Stálssuða leitar að öfl­ugum starfs­krafti í ryðfría og álsmíði. Fjöl­breytt verkerni og verk­efn­astaða góð.

Hraðfrystihúsið Gunnvör

Hraðfrystihúsið GunnvörHraðfrystihúsið Gunnvör óskar eftir að ráða 2 vél­stjóra á frysti­tog­arann Júlíus Geir­mundsson ÍS 270.

Rafakur ehf.

RafakurRafakur ehf. er áreiðanlegt raf­verk­taka­fyr­ir­tæki með margra ára reynslu sem sinnir fjöl­breyttum verk­efnum á sviði raf­virkj­unar.

Valsmíði

ValsmíðiValsmíði ehf. óskar að ráða vanan smið eða vanan iðnar­mann til framtíðarstarfa í hóp öfl­ugra starfs­manna fyr­ir­tæk­isins. Fyr­ir­tækið er staðsett á Akur­eyri.

Orkuveita Reykjavíkur

OrkuveitanHér má sjá störf í boði hjá Orkuveitunni og dótt­ur­fé­lög­unum Orku nátt­úr­unnar, Veitum, Ljósleiðaranum og Car­bfix.

Background text

Að sækja um starf

Atvinnuleit og undirbúningur

Hér eru nokkrur heilræði varðandi atvinnu­leit og umsóknir:

Dæmi um ferilskrár

Ferilskrá fylgir með starfsumsókn og þar eiga að koma fram allar helstu upplýsingar um umsækjanda. 

 

Hér má nálgast nokkur ein­föld sniðmát fyrir fer­il­skrár:

Náms- og starfsráðgjöf

Nem­endur Tækni­skólans geta bókað tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum skólans ef þeim vantar aðstoð við starfs­um­sóknir.

Atvinnuráðgjafar hjá Hinu húsinu

Í Hinu Húsinu eru starf­andi atvinnuráðgjafar og þú getur pantað tíma í ókeypis ráðgjöf.

Gagnabanki Tækniskólans

Í gagnabanka Tækniskólans má finna tengla á ýmis­legt varðandi atvinnu­leit og vinnustaðanám.

Background text

Vinnumiðlun

Alfreð

Alfreð er stærsti atvinnu­leit­armiðill á Íslandi. Með Alfreð appinu er hægt að vakta, skoða og sækja um störf, hvar og hvenær sem er.

Starfatorg

Á Starfatorginu er að finna upp­lýs­ingar um laus störf hjá ríkinu.

Störf.is

Á Störf.is má finna öll störf og atvinnu­tæki­færi sem aug­lýst eru á Íslandi á einum stað.

Vísir

Á atvinnuvef Vísis finnur þú laus störf á ein­faldan máta.

Mbl.is

Á atvinnuvef Mbl.is finnur þú laus störf á ein­faldan máta.

Intellecta

Intellecta er ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki sem aug­lýsir reglu­lega laus störf.

HH ráðgjöf

HH ráðgjöf aug­lýsir ýmis laus störf.

Background text

Vinnustaðanám

Vinnustaðanám

Nám á vinnustað er hluti alls náms í greinum sem lýkur með sveins­prófi til lög­verndaðra starfs­rétt­inda. Hér má lesa nánar um vinnustaðanámið en einnig er hægt að hafa sam­band við Sigurjónu Jónsdóttur sem er verk­efna­stjóri vinnustaðanáms í Tækni­skól­anum.

Ferilbók

Hér má sjá nánari upp­lýs­ingar um rafræna ferilbók en hún inni­heldur lýs­ingu á verkþáttum og hæfni sem nem­andi þarf að búa yfir við lok starfs­náms.

Spurt og svarað

Hér má sjá gagnleg svör varðandi vinnustaðanámið. Á vefsíðu Mennta­mála­stofn­unar má einnig finna svör við ýmsum spurn­ingum um vinnustaðanám og raf­rænar fer­il­bækur.

Fyr­ir­tækja­kynn­ingar

Tækni­skólinn, skóli atvinnu­lífsins býður fyr­ir­tækjum – sem tengjast fag­greinum skólans – til þess að halda starf­s­kynn­ingar í húsnæði skólans. Þannig má efla tengsl nem­enda og atvinnu­lífs og um leið kynna þróun á vinnu­markaði fyrir framtíðar fag­fólki.

Hefur þitt fyrirtæki áhuga á að halda kynningu í Tækniskólanum?

Nánari upp­lýs­ingar veitir Ólafur Sveinn Jóhannesson, deild­ar­stjóri markaðs- og kynn­ing­ar­deildar.