Starfastræti Tækniskólans hefur þann tilgang að tengja saman nemendur og fyrirtæki þegar kemur að atvinnuleit og starfsnámi. Hér að neðan eru auglýsingar frá þeim fyrirtækjum sem eru að leita að einstaklingum í sumarstörf eða önnur störf tengd faggreinum skólans.
Hér má einnig finna gagnlegar upplýsingar fyrir nemendur sem eru að taka sín fyrstu skref í atvinnuleit. Hvernig á að setja upp ferilskrá, skrifa kynningarbréf og hvernig er best að undirbúa atvinnuviðtal.
Fyrirtæki geta einnig haft samband við fulltrúa skólans ef áhugi er á sérstakri kynningu í Tækniskólanum. Sem dæmi geta fyrirtæki komið í Tækniskólann og haldið starfskynningar fyrir tiltekna námshópa í skólanum. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar, í gegnum netfangið osj@tskoli.is
Allar helstu upplýsingar um námssamninga og starfsnám veitir Sigurjóna Jónsdóttir, verkefnastjóri vinnustaðanáms.
Raflost ehf. leitar að nýjum starfskrafti, rafvirkja eða nema.
Hringrás leitar eftir sumarstarfsmanni sem tekur á móti brotajárni, málmum, raftækjum og dekkjum. Starfið er úti vinna og getur verið líkamlega erfið á köflum.
Hjúkrunarheimili Markar óskar eftir hressu og duglegu starfsfólki til að starfa í sumar við umönnun aldraðra. Mörk er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður þar sem starfa rúmlega 200 manns. Áhersla er lögð á góðan starfsanda, sterka liðsheild og hvetjandi starfsumhverfi.
Í boði er skemmtilegt og gefandi starf sem felur í sér að aðstoða heimilismenn við almenna umönnun, gleðjast og njóta samveru með þeim. Ýmsir möguleikar á starfshlutfalli eru í boði þar sem unnar eru blandaðar vaktir í góðum hóp starfsmanna.
Steypustöðin leitar að sterkum og nákvæmum einstaklingi í skemmtilegt sumarstarf. Ef þú hefur áhuga á rannsóknarvinnu og getur ekki ákveðið þig um hvort þú viljir vinna inni eða úti, gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi. Viðkomandi mun vinna á rannsóknarstofu fyrirtækisins ásamt því að fara á verkstaði til að taka steypusýni. Steypustöðinni vantar metnaðarfullan einstakling með brennandi áhuga á byggingarfræði eða jarðfræði.
Búsetukjarninn Langahlíð auglýsir skemmtilegt sumarstarf í búsetukjarna og leitar eftir öflugu og framsækni starfsfólki til liðs við sig. Starfsfólk vinnur eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar og hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Langahlíð starfar skv. lögum um fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og skv stefnu Mosfellsbæjar í málaflokknum.
Gengið er út frá því að starfsmenn vinni á fjölbreyttum vöktum (dag-, kvöld-, helgar- og næturvöktum).
Mosfellsbær auglýsir fjölbreytt sumarstörf fyrir ungt fólk í Mosfellsbæ.
Á Sólvangi er sérhæfð dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun og almenn dagdvöl. Sólvangur leitar að almennu starfsfólki sem hefur áhuga á samskiptum við fólk og er tilbúið að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni. Starfshlutfall og vinnutími samkomulagsatriði.
Skilyrði er að viðkomandi hafi góða íslenskukunnáttu (C1/C2), sé orðinn 18 ára og með hreint sakavottorð.
Heilsa leitar að sjálfstæðum, duglegum og hressum sumarstarfsmanni á lager til að sinna almennum lagerstörfum. Um að ræða skemmtilegt starf í góðu vinnuumhverfi með skemmtilegu fólki.
Menntunar- og hæfniskröfur: Stundvísi, þjónustulund, dugnaður og jákvæðni, reynsla af lagerstörfum er kostur, lyftarapróf er kostur, almenn tölvukunnátta og hreint sakavottorð
Zara leitar að starfsfólki í verslun og inn á lager. Helstu daglegu verkefni: Tryggja að deildin sé snyrtileg og hrein öllum stundum. Almenn afgreiðsla og önnur tilfallandi verkefni.
Ískraftur leitar við að duglegum og drífandi einstaklingum sem búa yfir mikilli þjónustulund og hafa jákvætt hugarfar til að starfa í vöruhúsi Ískrafts á Höfðabakka í sumar.
Múrbúðin leitar að hressum og kraftmikilum einstakling í sumar. Um er að ræða sumarstarf, með möguleika á hlutastarfi næsta vetur. Starfið hentar námsmönnum vel.
Dagar leita eftir sumarstarfsfólki á hótel bæði í Reykjavík og Keflavík með möguleika á áframhaldandi vinnu eftir sumarið. Starfið felst í þrifum á herbergjum og almennum rýmum hótels. Vinnutími er frá 8-17.
Norðanfiskur sem er leiðandi aðili á íslenskum markaði með sölu sjávarafurða er að leita eftir sumarstarfsmanni í áfyllingar á vörum félagsins í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða starf frá miðjum/seinni hluta maí til seinni hluta ágúst.
Eimskip auglýsir fjölbreytt sumarstörf um land allt.
Reykjavíkurborg auglýsir fjölbreytt sumarstörf.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir átján ára og eldri hjá Kópavogsbæ.
Garðabær auglýsir fjölbreytt störf sumarið 2025.
Reykjanes Investment leitar að smið, verkamanni eða nema til starfa. Helstu verkefni eru klæðningar, uppsetning hurða, gifsveggir og ísetningar glugga.
BYKO leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytt sumarstörf.
Hafnarfjarðarbær auglýsir ýmis laus störf.
Isal / Rio Tinto auglýsir eftir starfsfólki í sumarstörf.
Störfin eru fjölbreytt, krefjast nákvæmni og mikillar öryggisvitundar.
Með hjálp Nordjobb getur þú sótt um árstíðabundið starf hvar sem er á Norðurlöndunum.
Ertu nýútskrifaður iðnnemi eða í námi og leitandi að spennandi tækifærum?
Vegna aukinna umsvifa leitar Expert og Frystikerfi, hluti af Fastus, að metnaðarfullum einstaklingum í fjölbreytt tæknistörf. Við viljum heyra frá þér, hvort sem þú ert nýútskrifaður iðnnemi, í námi eða með reynslu á sviðinu.
Við bjóðum upp á spennandi störf í ört vaxandi fyrirtæki með áralanga reynslu í faginu. Hjá okkur starfar fjölbreyttur og samhentur hópur sérfræðinga sem deilir þekkingu og reynslu í því skyni að skapa framúrskarandi lausnir og þjónustu fyrir viðskiptavini okkar.
Ef þú ert lausnamiðaður, með áhuga á að þróast í öflugu starfsumhverfi, þá er þetta tækifæri fyrir þig!
Sendu okkur umsókn á starf@fastus.is með kynningarbréfi og ferilskrá.
Eimskip auglýsir eftir fólki í fjölbreytt störf. Allir sem hafa áhuga á að vera hluti af sterkri liðsheild Eimskips eru hvattir til þess að sækja um.
Vegna góðarar verkefnastöðu leitar Snikk að vönum smiðum, sveinum og meisturum. Fyrirtækið hefur einnig áhuga að taka smíðanema á samning.
GÓ pípulagnir óskar eftir að ráða til sín pípulagningamann í fullt starf sem fyrst.
Húsasmiðjan er ávallt í leit að hæfileikaríku fólki með fjölbreytta reynslu, þekkingu og menntun sem vill taka þátt í því að skapa drífandi og metnaðarfullt vinnuumhverfi.
Fyrirtækið Stálssuða leitar að öflugum starfskrafti í ryðfría og álsmíði. Fjölbreytt verkerni og verkefnastaða góð.
Hraðfrystihúsið Gunnvör óskar eftir að ráða 2 vélstjóra á frystitogarann Júlíus Geirmundsson ÍS 270.
Rafakur ehf. er áreiðanlegt rafverktakafyrirtæki með margra ára reynslu sem sinnir fjölbreyttum verkefnum á sviði rafvirkjunar.
Valsmíði ehf. óskar að ráða vanan smið eða vanan iðnarmann til framtíðarstarfa í hóp öflugra starfsmanna fyrirtækisins. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri.
Hér má sjá störf í boði hjá Orkuveitunni og dótturfélögunum Orku náttúrunnar, Veitum, Ljósleiðaranum og Carbfix.
Hér eru nokkrur heilræði varðandi atvinnuleit og umsóknir:
Nemendur Tækniskólans geta bókað tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum skólans ef þeim vantar aðstoð við starfsumsóknir.
Í Hinu Húsinu eru starfandi atvinnuráðgjafar og þú getur pantað tíma í ókeypis ráðgjöf.
Í gagnabanka Tækniskólans má finna tengla á ýmislegt varðandi atvinnuleit og vinnustaðanám.
Alfreð er stærsti atvinnuleitarmiðill á Íslandi. Með Alfreð appinu er hægt að vakta, skoða og sækja um störf, hvar og hvenær sem er.
Á Starfatorginu er að finna upplýsingar um laus störf hjá ríkinu.
Á Störf.is má finna öll störf og atvinnutækifæri sem auglýst eru á Íslandi á einum stað.
Á atvinnuvef Vísis finnur þú laus störf á einfaldan máta.
Á atvinnuvef Mbl.is finnur þú laus störf á einfaldan máta.
Intellecta er ráðgjafarfyrirtæki sem auglýsir reglulega laus störf.
HH ráðgjöf auglýsir ýmis laus störf.
Nám á vinnustað er hluti alls náms í greinum sem lýkur með sveinsprófi til lögverndaðra starfsréttinda. Hér má lesa nánar um vinnustaðanámið en einnig er hægt að hafa samband við Sigurjónu Jónsdóttur sem er verkefnastjóri vinnustaðanáms í Tækniskólanum.
Hér má sjá nánari upplýsingar um rafræna ferilbók en hún inniheldur lýsingu á verkþáttum og hæfni sem nemandi þarf að búa yfir við lok starfsnáms.
Hér má sjá gagnleg svör varðandi vinnustaðanámið. Á vefsíðu Menntamálastofnunar má einnig finna svör við ýmsum spurningum um vinnustaðanám og rafrænar ferilbækur.
Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins býður fyrirtækjum – sem tengjast faggreinum skólans – til þess að halda starfskynningar í húsnæði skólans. Þannig má efla tengsl nemenda og atvinnulífs og um leið kynna þróun á vinnumarkaði fyrir framtíðar fagfólki.
Hefur þitt fyrirtæki áhuga á að halda kynningu í Tækniskólanum?
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar.