Menu

Starfastræti Tækniskólans hefur þann tilgang að tengja saman nemendur og fyrirtæki þegar kemur að atvinnuleit og starfsnámi. Hér að neðan eru auglýsingar frá þeim fyrirtækjum sem eru að leita að einstaklingum í sumarstörf eða önnur störf tengd faggreinum skólans.

Hér má einnig finna gagnlegar upplýsingar fyrir nemendur sem eru að taka sín fyrstu skref í atvinnuleit. Hvernig á að setja upp ferilskrá, skrifa kynningarbréf og hvernig er best að undirbúa atvinnuviðtal.

Fyrirtæki geta einnig haft samband við fulltrúa skólans ef áhugi er á sérstakri kynningu í Tækniskólanum. Sem dæmi geta fyrirtæki komið í Tækniskólann og haldið starfskynningar fyrir tiltekna námshópa í skólanum. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar, í gegnum netfangið [email protected]

Allar helstu upplýsingar um námssamninga og starfsnám veitir Sigurjóna Jónsdóttir, verkefnastjóri vinnustaðanáms.

Background text

Að sækja um starf

Atvinnuleit og undirbúningur

Hér eru nokkrur heilræði varðandi atvinnuleit og umsóknir:

Dæmi um ferilskrár

Ferilskrá fylgir með starfsumsókn og þar eiga að koma fram allar helstu upplýsingar um umsækjanda. 

 

Hér má nálgast nokkur einföld sniðmát fyrir ferilskrár:

Náms- og starfsráðgjöf

Nem­endur Tækniskólans geta bókað tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum skólans ef þeim vantar aðstoð við starfsumsóknir.

Atvinnuráðgjafar hjá Hinu húsinu

Í Hinu Húsinu eru starfandi atvinnuráðgjafar og þú getur pantað tíma í ókeypis ráðgjöf.

Gagnabanki Tækniskólans

Í gagnabanka Tækniskólans má finna tengla á ýmislegt varðandi atvinnuleit og vinnustaðanám.

Background text

Vinnumiðlun

Alfreð

Alfreð er stærsti atvinnuleitarmiðill á Íslandi. Með Alfreð appinu er hægt að vakta, skoða og sækja um störf, hvar og hvenær sem er. Hæfnileit Alfreðs er einnig sniðug leið til að finna rétta starfið. Þar fá atinnuleitendur boð um störf sem smellpassa við þína hæfni, menntun, reynslu og þær kröfur sem þú vilt að starfið uppfylli.

Starfatorg

Starfatorg geymir upplýsingar um laus störf hjá ríkinu.

Störf.is

Á vefnum Störf.is má finna öll störf og atvinnutækifæri sem auglýst eru á Íslandi á einum stað.

Vísir

Á atvinnuvef Vísis finnur þú laus störf á einfaldan máta.

Mbl.is

Á atvinnuvef Mbl.is finnur þú laus störf á einfaldan máta.

Intellecta

Intellecta er ráðgjafarfyrirtæki sem auglýsir reglulega laus störf.

HH ráðgjöf

HH ráðgjöf auglýsir ýmis laus störf.

Tvinna

Tvinna.is er vefur fyrir skapandi fólk í atvinnuleit á Íslandi. Á tvinna.is má finna laus störf fyrir grafíska hönnuði, vefhönnuði, viðmótsforritara, bakendaforritara, arkitekta, vöruhönnuði, ljósmyndara, fatahönnuði, listamenn, myndskreytara, rithöfunda, ráðgjafa, kennara, kvikmyndamenn, leikara, tónlistarmenn o.s.frv.

Background text

Vinnustaðanám

Vinnustaðanám

Nám á vinnustað er hluti alls náms í greinum sem lýkur með sveins­prófi til lög­verndaðra starfs­rétt­inda. Hér má lesa nánar um vinnustaðanámið en einnig er hægt að hafa samband við Sigurjónu Jónsdóttur sem er verkefnastjóri vinnustaðanáms í Tækniskólanum.

Ferilbók

Hér má sjá nánari upplýsingar um rafræna ferilbók en hún inniheldur lýsingu á verkþáttum og hæfni sem nemandi þarf að búa yfir við lok starfsnáms.

Spurt og svarað

Hér má sjá gagnleg svör varðandi vinnustaðanámið. Á vefsíðu Mennta­mála­stofn­unar má einnig finna svör við ýmsum spurn­ingum um vinnustaðanám og raf­rænar fer­il­bækur.

Background text

Laus störf

Alcoa Fjarðarál

Álver Alcoa Fjarðaáls er stór og lifandi vinnustaður. Skoða laus störf.

BAUHAUS

BauhausBAUHAUS hvetur einstaklinga með rétt viðhorf, þekkingu og viljan til þess að gera vel til að sækja um.

BYKO

BykoHér finnur þú auglýst laus störf hjá BYKO. Einnig getur þú sent inn almenna umsókn ef þig langar að slást í hóp frábærs starfsfólks á skemmtilegum vinnustað.

Eimskip

Eimskip lógóEimskip auglýsir eftir fólki í fjölbreytt störf. Allir sem hafa áhuga á að vera hluti af sterkri liðsheild Eimskips eru hvattir til þess að sækja um.

Elkem Ísland

Elkem auglýsir eftir öflugu og hæfileikaríku ólki í sumarstörf sem eru ýmist vaktavinnu störf eða dagvinnu störf. Störfin henta öllum kynjum en skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi náð 18 ára aldri og hafi gild ökuréttindi.

Skoða nánar.

Fastus

Ertu nýútskrifaður iðnnemi eða í námi og leitandi að spennandi tækifærum?

 

FastusVegna aukinna umsvifa leitar Expert og Frystikerfi, hluti af Fastus, að metnaðarfullum einstaklingum í fjölbreytt tæknistörf. Við viljum heyra frá þér, hvort sem þú ert nýútskrifaður iðnnemi, í námi eða með reynslu á sviðinu.

 

Við bjóðum upp á spennandi störf í ört vaxandi fyrirtæki með áralanga reynslu í faginu. Hjá okkur starfar fjölbreyttur og samhentur hópur sérfræðinga sem deilir þekkingu og reynslu í því skyni að skapa framúrskarandi lausnir og þjónustu fyrir viðskiptavini okkar.

 

Ef þú ert lausnamiðaður, með áhuga á að þróast í öflugu starfsumhverfi, þá er þetta tækifæri fyrir þig!

 

Sendu okkur umsókn á [email protected] með kynningarbréfi og ferilskrá.

Hafnarfjarðarbær

HafnarfjörðurÁ ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar getur þú skoðað laus störf í sveitarfélaginu.

Húsasmiðjan

HúsasmiðjanHúsasmiðjan er ávallt í leit að hæfileikaríku fólki með fjölbreytta reynslu, þekkingu og menntun sem vill taka þátt í því að skapa drífandi og metnaðarfullt vinnuumhverfi.

Landsnet

Landsnet er framsækið þekkingarfyrirtæki sem býður kraftmiklu starfsfólki spennandi verkefni. Skoða laus störfi.

Landsvirkjun

Spennandi sumarstörf hjá Landsvirkjun. Skoða nánar.

Nordjobb

NordjobbMeð hjálp Nordjobb getur þú sótt um árstíðabundið starf hvar sem er á Norðurlöndunum.

Orkuveita Reykjavíkur

OrkuveitanHér má sjá störf í boði hjá Orkuveitunni og dótturfélögunum Orku náttúrunnar, Veitum, Ljósleiðaranum og Carbfix.

Rio Tinto

logoRio Tinto auglýsir reglulega laus störf.

Stálorka

Stálorka óskar eftir vélvirkjum / vélstóra eða mönnum vönum vélaviðgerðum. Skoða nánar.

 

Stál og Suða ehf

Laus störf hjá Stál og suða ehf.

Fyrirtækjakynningar

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins býður fyrirtækjum – sem tengjast faggreinum skólans – til þess að halda starfskynningar í húsnæði skólans. Þannig má efla tengsl nemenda og atvinnulífs og um leið kynna þróun á vinnumarkaði fyrir framtíðar fagfólki.

Hefur þitt fyrirtæki áhuga á að halda kynningu í Tækniskólanum?

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar.