fbpx
en
Menu
en

Valvikan 

Staðfesting á skólavist á næstu önn


Í valviku staðfesta nemendur í dagskóla umsókn sína um áframhaldandi skólavist á næstu önn. Það er gert með því að yfirfara og staðfesta val næstu annar í Innu og greiða álagt staðfestingargjald, kr. 5000. Þá þurfa þeir ekki að sækja aftur formlega um skólavist.


Hér má sjá nánari leiðbeiningar um áfangaval og brauta­skipi. Nem­endum er einnig boðin aðstoð við valið í val­viku.

 

Opið val

Áfangar í opnu vali standa nem­endum til boða í val­viku og verða aug­lýstir sér­stak­lega fyrir val­vikuna.

 

Brautaskipti

Umsókn um brauta­skipti fer fram í Innu. Nem­endur sem hyggja á að skipta um braut og eða þeir sem eru að ljúka grunn­brautum og þurfa að velja sér fram­halds­braut. Þeir nem­endur sem sækja um brauta­skipti þurfa ekki að velja áfanga. Síðasti dagur til að óska eftir braut­ar­skiptum er í lok val­vik­unnar. Skóla­stjóri afgreiðir brauta­skipti og samhliða velur og staðfestir áfanga fyrir næstu önn. Athugið að ástundun, náms­fram­vinda og skóla­sókn hefur áhrif á samþykki um brauta­skipti, sjá leiðbeiningar. Síðasti dagur til að óska eftir braut­ar­skiptum er í lok föstu­dags í val­viku.

 

Hvernig á að undirbúa valið?

Mik­il­vægt er að nem­endur í dagnámi velji rétta áfanga miðað við náms­skipan viðkom­andi brauta. Nem­endur geta und­irbúið valið með því að yfir­fara náms­feril sinn í Innu sam­kvæmt náms­skipu­lagi brautar. Einnig er mik­il­vægt er að athuga að valið leiði til hnökra­lausrar náms­fram­vindu nem­andans og að fjöldi val­inna ein­inga í aðalvali sé réttur.

 

Að yfirfara val þýðir:

•   að áfanga­valið standist und­an­far­a­reglur
•   að nem­andinn sé að velja þá áfanga sem þarf til að náms­fram­vinda hans verði hnökra­laus
•   að fjöldi val­inna ein­inga í aðalvali sé réttur og í sam­ræmi við skipulag brautar
•   und­an­tekn­ingar má gera á útskriftarönn og þar sem skipulag brautar krefst þess
•   ekki færri en 15 ein­ingar eða 12 kennslu­stundir

 

Staðfestingargjald

Mik­il­vægt að greiða staðfest­ing­ar­gjald skóla­gjalda í heima­banka sem er kr. 5000 en þá þurfa nem­endur ekki að sækja aftur form­lega um skóla­vist. Eftir eindaga er krafan felld niður, hafi hún ekki verið greidd er litið svo á að nem­andi ætli ekki að þiggja skóla­vist. Staðfest­ing­ar­gjaldið birtist í heima­banka hjá þeim aðstand­anda sem er skráður númer eitt í Innu ef nem­andi er yngri en 18 ára, annars í heima­banka nem­enda. Staðfest­ing­ar­gjaldið er ekki end­ur­greitt.

 

Gagnlegir tenglar

Námsskipulag allra brauta
Valvika – opið val
Myndræn útskýring á áfangaheitum
Leiðbeiningar vegna vals – nemendur
Leiðbeiningar vegna brautaskipta – nemendur
Leiðbeiningar vegna valviku – fyrir starfsmenn

 

Aðstoð í námi


Námsver

Hlut­verk námsvers Tækni­skólans er að þjón­usta þá nem­endur sem eiga við námserfiðleika af ein­hverju tagi. Nem­endur geta pantað tíma í nám­sveri og fengið aðstoð frá kenn­urum nám­svers, einnig yfir Teams. Hægt að leita til nám­svera við verk­efna- og ritgerðarsmíð.

 

Sérúrræði – lengri tími

Nem­endur sem hafa les­erfiðleika eða aðra námserfiðleika geta sótt um sér­úrræði í Innu, sjá leiðbeiningar.

 

Náms- og starfsráðgjafar

Við hvetjum nem­endur sem þurfa aðstoð að ræða við náms- og starfsráðgjafa en þeir eru til viðtals fyrir nem­endur um allt sem lýtur að námi þeirra.  Nem­endur geta rætt per­sónuleg vandamál sín við námsráðgjafa í þeirri full­vissu að þeir eru bundnir þagn­ar­skyldu. Innan skólans eru námsráðgjafar mál­svarar nem­end­anna. Upp­lýs­ingar um viðtals­tíma og staðsetn­ingu námsráðgjafa er að finna á vef skólans.

 

Sálfræðingur

Tækni­skólinn býður nem­endum gjald­frjálsa sálfræðiþjónustu sem er opin öllum. Markmið með sálfræðiþjón­ustu skólans er að veita nem­endum ráðgjöf og fræðslu um náms­tækni, kvíða, þung­lyndi, ADHD, bætta mæt­ingu o.fl. Hægt að panta viðtal hjá Bene­dikt Braga sálfræðing í gegnum Innu.

 

Veikindi á námsmatstíma

Ef nem­andi er ófær vegna vottaðra veik­inda að leysa lyk­ilmatsþátt þegar hann skal unninn þá gefst nem­endum kostur á að end­ur­taka matsþáttinn í samráði við kennara. Ekki er þörf á að hringja í skólann ef nem­andi getur ekki mætt í kennslu­stund eða námsmat vegna veik­inda. Sjá nánar um veikindaskráningu nemenda í Innu.

 

 

Við annarlok


Lokaeinkunnir, námsmat og endurgjöf

Loka­ein­kunnir verða birtar í Innu, sjá skóladagatal. Nem­endur eru hvattir til að skoða námsmat og fara yfir ein­kunnir. Einnig er þetta tæki­færi til að end­urskoða val næstu annar með umsjón­ar­kennara.

 

Brautskráning Tækniskólans

Braut­skráning skólans er aug­lýst í skóla­da­ga­tali. Nem­endur eru minntir á að huga að útskrift­ar­húfum í tíma, sjá nánar á vefsíðu skólans.

 

Skóladagatal – viðburðir

Mik­il­vægar dag­setn­ingar eru í skóladagatali, í Innu og í viðburðardagatali á vef skólans.

 

Athugið að valvikan og staðfestingargjaldið á ekki við um nemendur sem eru á brautum í flugvirkjun, hljóðtækni, meistaraskóla, stafrænni hönnun, vefþróun eða í almennu dreifnámi.

 

 

 

Uppfært 15. maí 2024
Áfangastjórn