Í valviku staðfesta nemendur í dagskóla umsókn sína um áframhaldandi skólavist á næstu önn. Það er gert með því að yfirfara og staðfesta val næstu annar í Innu og greiða álagt staðfestingargjald, kr. 5000. Þá þurfa þeir ekki að sækja aftur formlega um skólavist.
Hér má sjá nánari leiðbeiningar um áfangaval og brautaskipi. Nemendum er einnig boðin aðstoð við valið í valviku.
Áfangar í opnu vali standa nemendum til boða í valviku og verða auglýstir sérstaklega fyrir valvikuna.
Umsókn um brautaskipti fer fram í Innu. Nemendur sem hyggja á að skipta um braut og eða þeir sem eru að ljúka grunnbrautum og þurfa að velja sér framhaldsbraut. Þeir nemendur sem sækja um brautaskipti þurfa ekki að velja áfanga. Síðasti dagur til að óska eftir brautarskiptum er í lok valvikunnar. Skólastjóri afgreiðir brautaskipti og samhliða velur og staðfestir áfanga fyrir næstu önn. Athugið að ástundun, námsframvinda og skólasókn hefur áhrif á samþykki um brautaskipti, sjá leiðbeiningar. Síðasti dagur til að óska eftir brautarskiptum er í lok föstudags í valviku.
Mikilvægt er að nemendur í dagnámi velji rétta áfanga miðað við námsskipan viðkomandi brauta. Nemendur geta undirbúið valið með því að yfirfara námsferil sinn í Innu samkvæmt námsskipulagi brautar. Einnig er mikilvægt er að athuga að valið leiði til hnökralausrar námsframvindu nemandans og að fjöldi valinna eininga í aðalvali sé réttur.
• að áfangavalið standist undanfarareglur
• að nemandinn sé að velja þá áfanga sem þarf til að námsframvinda hans verði hnökralaus
• að fjöldi valinna eininga í aðalvali sé réttur og í samræmi við skipulag brautar
• undantekningar má gera á útskriftarönn og þar sem skipulag brautar krefst þess
• ekki færri en 15 einingar eða 12 kennslustundir
Mikilvægt að greiða staðfestingargjald skólagjalda í heimabanka sem er kr. 5000 en þá þurfa nemendur ekki að sækja aftur formlega um skólavist. Eftir eindaga er krafan felld niður, hafi hún ekki verið greidd er litið svo á að nemandi ætli ekki að þiggja skólavist. Staðfestingargjaldið birtist í heimabanka hjá þeim aðstandanda sem er skráður númer eitt í Innu ef nemandi er yngri en 18 ára, annars í heimabanka nemenda. Staðfestingargjaldið er ekki endurgreitt.
Hlutverk námsvers Tækniskólans er að þjónusta þá nemendur sem eiga við námserfiðleika af einhverju tagi. Nemendur geta pantað tíma í námsveri og fengið aðstoð frá kennurum námsvers, einnig yfir Teams. Hægt að leita til námsvera við verkefna- og ritgerðarsmíð.
Nemendur sem hafa leserfiðleika eða aðra námserfiðleika geta sótt um sérúrræði í Innu, sjá leiðbeiningar.
Við hvetjum nemendur sem þurfa aðstoð að ræða við náms- og starfsráðgjafa en þeir eru til viðtals fyrir nemendur um allt sem lýtur að námi þeirra. Nemendur geta rætt persónuleg vandamál sín við námsráðgjafa í þeirri fullvissu að þeir eru bundnir þagnarskyldu. Innan skólans eru námsráðgjafar málsvarar nemendanna. Upplýsingar um viðtalstíma og staðsetningu námsráðgjafa er að finna á vef skólans.
Tækniskólinn býður nemendum gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu sem er opin öllum. Markmið með sálfræðiþjónustu skólans er að veita nemendum ráðgjöf og fræðslu um námstækni, kvíða, þunglyndi, ADHD, bætta mætingu o.fl. Hægt að panta viðtal hjá Benedikt Braga sálfræðing í gegnum Innu.
Ef nemandi er ófær vegna vottaðra veikinda að leysa lykilmatsþátt þegar hann skal unninn þá gefst nemendum kostur á að endurtaka matsþáttinn í samráði við kennara. Ekki er þörf á að hringja í skólann ef nemandi getur ekki mætt í kennslustund eða námsmat vegna veikinda. Sjá nánar um veikindaskráningu nemenda í Innu.
Lokaeinkunnir verða birtar í Innu, sjá skóladagatal. Nemendur eru hvattir til að skoða námsmat og fara yfir einkunnir. Einnig er þetta tækifæri til að endurskoða val næstu annar með umsjónarkennara.
Brautskráning skólans er auglýst í skóladagatali. Nemendur eru minntir á að huga að útskriftarhúfum í tíma, sjá nánar á vefsíðu skólans.
Mikilvægar dagsetningar eru í skóladagatali, í Innu og í viðburðardagatali á vef skólans.
Athugið að valvikan og staðfestingargjaldið á ekki við um nemendur sem eru á brautum í flugvirkjun, hljóðtækni, meistaraskóla, stafrænni hönnun, vefþróun eða í almennu dreifnámi.
Uppfært 15. maí 2024
Áfangastjórn