fbpx
en
Menu
en

Innsýn í námið

Krefjandi og spennandi

Nám í rafiðngreinum býður upp á fjölda mögu­leika fyrir þig ef þú hefur áhuga á tækni og nýj­ungum. Nám er í boði til dæmis í raf­virkjun, raf­einda­virkjun, raf­véla­virkjun og raf­veitu­virkjun. Hægt er að ljúka stúd­ents­prófi af öllum brautum skólans samhliða náminu. Raf­tækninám gefur þér mögu­leika á vel launuðum störfum í rafiðnaði hér á landi og erlendis og jafn­framt er námið góður und­ir­bún­ingur fyrir verk- eða tæknifræðinám á háskóla­stigi.

Verkefnastýrt nám
Skólinn leggur áherslu á verk­efn­a­stýrt nám og frjálsan aðgang að kennslu­stofum skólans fyrir hvort heldur sem er bók­lega eða verk­lega vinnu.

 

Frekari upplýsingar um nám og störf í rafiðnaði

Náms­brautir

Umsagnir

Shape
Shape

Sigurður Ragnar Jónsson, útskrifaður úr rafvirkjun

Algjör­lega frá­bært nám sem ég mæli svo sann­ar­lega með. Ég hef fullt af atvinnu­tæki­færum og finnst frá­bært að geta unnið sjálf­stætt.

Jose kom til Íslands árið 2011 og lærði íslensku og rafvirkjun í Tækniskólanum

Hæ Jose heiti ég og ólst upp á Spáni. Ég kom til Íslands árið 2011 og þá ákvað ég að fara á íslensku­braut. Að læra íslensku hjálpaði mér mikið að komast inn í sam­fé­lagið. Síðan ákvað ég að læra raf­virkjun, sem er frekar fjöl­breytt og skemmti­legt nám fyrir gott framtíðarstarf. Takk fyrir mig!

Náms­samn­ingur

Ný reglugerð um vinnustaðanám tók gildi 1. ágúst 2021. Vinnustaðanám er hluti af náms­skipu­lagi þeirra nem­enda sem hófu nám á haustönn 2021. Frá þeim tíma sjá fram­halds­skólar um gerð og staðfest­ingu vinnustaðanáms­samn­inga og hafa eft­irlit með þeim. Nem­endur sem hefja vinnustaðanám eftir gildis­töku reglugerðarinnar vinna sam­kvæmt fer­ilbók sem gefin er út af Mennta­mál­stofnun.

Nem­endur Tækni­skólans sem hófu nám fyrir gildistöku reglugerðarinnar 1. ágúst 2021 og óska eftir að fara hefja vinnustaðanám sækja um á innritunarvef Raftækniskólans.

End­ur­menntun rafiðnaðarins rekur rafbok.is sem hefur það að markmiði að allt kennslu­efni í rafiðngreinum verði aðgengi­legt á vefnum ókeypis.

Straumlina.is er kynn­ing­ar­efni á störfum í rafiðnaði. Viðtöl, svip­myndir og skýr­ingar. Frá­bært kynn­ing­ar­efni fyrir þá sem eru að kynna sér fjöl­breytt störf í rafiðnaði.

Safn tengla á rafbok.is 

Íslensk framleiðsla á vindrafal – Icewind.is

Velkomin

Vel­komin í Raf­tækni­skólann

Valdemar G. Valdemarsson

Spennandi nám í rafrænu umhverfi

Störf rafiðnaðarmanna eru marg­vísleg og skiptast í nokkrar greinar og er raf­virkjun fjöl­menn­asta greinin. Með námi í raf­tækni ertu komin með góðan grunn sem býður fjöl­breytni í starfi.

Námið er mjög verk­efn­a­stýrt og geta nem­endur haft áhrif á hraða námsins.

Vertu vel­komin/​n í nám sem eflir þig og marg­faldar mögu­leika þína.

Valdemar G. Valdemarsson

  • Skólastjóri Raftækniskólans
  • vgv@tskoli.is
  • s. 514 9251

FAQ

Spurt og svarað

Hvar fer kennslan fram?

Raf­tækni­skólinn býður upp á nám í raf­virkjun í dagnámi á Skólavörðuholti en raf­veitu­virkjun og raf­véla­virkjun eru í boði í dreif­námi.

Einnig býður Raf­tækni­skólinn upp á nám í raf­einda­virkjun sem fer fram í Hafnarfirði að Flata­hrauni 12.

Kennsla í hljóðtækni fer fram í Stúdío Sýrlandi í Vatnagörðum 4, 104 Reykjavík.

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Hvernig kemst ég á samning?

Finna má gagn­legar upp­lýs­ingar á síðunni vinnustaðanám og á eft­ir­far­andi síðu er hægt að sækja um vinnustaðanám í Raftækniskólanum.

Einnig er hægt að leita upp­lýs­inga um vinnustaðanám hjá skóla­stjóra Raf­tækni­skólans, kenn­urum og námsráðgjöfum skólans.

Þar að auki veitir Rafmennt upp­lýs­ingar um náms­samn­inga nem­enda.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!