Nám fyrir þá sem lokið hafa sveinsprófi í löggiltum iðngreinum. Í iðnmeistararnámi (Meistaraskólanum) fer fram öflugt nám í stjórnunar- og rekstrargreinum. Skoða námsleið
Nám sem hentar þeim sem hafa áhuga á þrívíddarvinnslu, tæknibrellum fyrir kvikmyndir, tölvuleikjagerð og teiknimyndagerð. Skoða námsleið
Nám fyrir þá sem vilja læra að skapa veflausnir frá hugmynd til veruleika. Sérhæfð námsleið í viðmóti, notendaupplifun og forritun veflausna.
„Námið er mjög verkefnadrifið og hvetur nemendur til að taka hugmyndir og verkefni lengra eftir kunnáttu þeirra. Það gerir það að verkum að námið hentar vel fyrir bæði byrjendur og lengra komna.“
Ég myndi mæla hiklaust með námi í stafrænni hönnun sem fyrsta skref inn í kvikmynda eða tölvuleikjabransann. Skemmtilegur skóli sem opnar marga möguleika fyrir fólk með allskyns bakgrunn og menntun. Í náminu er fín aðstaða sem nær að búa til gott andrúmsloft og var tíminn hér mjög eftirminnilegur.
„Nemendur skiptast í tvennt, annars vegar þá sem hafa áhuga á tölvuleikjum eða annarri afþreyingu í tölvum og síðan er kvikmyndahópurinn sem er í brellunum." segir Halldór Bragason fagstjóri í Margmiðlunarskólanum.
Tækniakademían býður nám á fagháskólastigi. Einingar sem teknar eru má meta sem einingar á háskólastigi.
Nemendur sem útskrifast úr stafrænni miðlun og vefþróun hafa marga víðtæka atvinnumöguleika innan tölvu og tæknigeirans.
Notifications