fbpx
Menu

Fréttir

09. nóvember 2018

Fræðslufundur um hlut­verk félags­mála­full­trúa

Fræðslufundur um hlutverk félagsmálafulltrúa

Þriðjudaginn 6. nóv­ember stóð Félag fagfólks í frítímaþjónustu fyrir hádeg­isverðarfundi þar sem starf félags­mála­full­trúa í fram­halds­skólum var kynnt.

Fram komu Þorvaldur Guðjónsson (Valdi), félags­mála­full­trúi Tækni­skólans, Jóhanna Ara­dóttir, félags­mála­full­trúi Mennta­skólans í Kópa­vogi og Eygló Árna­dóttir félags­mála­full­trúi Fjöl­brauta­skólans í Ármúla.

Í kjölfar kynn­inga frá frum­mæl­end­unum var opnað fyrir umræður.

Meðal umræðuefna voru áskor­anir í starfi, helstu verk­efni félags­mála­full­trúa og fjöl­breyti­leiki starfsins auk fyr­ir­komu­lags lýðræðisvinnu innan skól­anna. Rætt var um muninn milli skól­anna, sam­starfs­vett­vang innan skól­anna og milli þeirra og margt fleira. Alls sátu um 25 manns fundinn sem starfa á hinum ýmsu starfssviðum frí­tímans og úr fræðasam­fé­laginu.