Menu

Hönnun heimilisins

Kennd verða grunn­atriði við hönnun heim­il­isins. Skoðaðir verða straumar og stefnur í inn­an­húss­hönnun ásamt efnis- og lita­vali.

Nám­skeiðið miðast við að þátt­tak­endur verði betur í stakk búnir að gera ein­faldar breyt­ingar á heim­ilinu og sjá umhverfi sitt í nýju ljósi.

Hönnun heimilis

Nám­skeiðslýsing

Farið verður yfir grunn­atriði við uppröðun hús­gagna, skoðaðar verða aðferðir við lita- og efn­isval. Einnig hvað hafa ber í huga þegar lýsing rým­isins er metin. Sýnd verða dæmi um sam­setn­ingar sem hægt er að nýta sér ásamt uppröðun mynda og glugga­lausnir svo eitthvað sé nefnt.

Þátt­tak­endur geta sent myndir af rýmum sem þarfnast breyt­inga og verða þær ræddar í seinni tím­anum.

  • Leiðbeinandi

    Guðrún Atla­dóttir

  • Hámarksfjöldi

    12

  • Forkröfur

    Engar

  • Fréttabréf

    Skráðu þig á póstlista End­ur­mennt­un­ar­skólans.

Nánari upp­lýs­ingar

Alls 6 klst.

Guðrún Atla­dóttir er inn­an­húss­hönnuður og menn­ing­armiðlari.

Námskeiðsgjald: 

Nám­skeið End­ur­mennt­un­ar­skólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stétt­ar­fé­laga.

Gjald­fært er af greiðslu­kortum viku áður en nám­skeið hefst.

Nám­skeiðsgjöld eru óaft­ur­kræf nema for­föll séu til­kynnt með a.m.k. þriggja sóla­hringa fyr­ir­vara (virkir dagar) á endurmenntun@tskoli.is

Skrán­ing­ar­gjald er ekki ekki end­ur­greitt.

Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Góð uppsetning og skýr gögn. Ég hafði mikla ánægju af námskeiðinu.

Mjög gott námskeið.

Maður er vel upplýstur um stíla o.fl. sem tengist innanhússhönnun.

Kennarinn kom með margar góðar uppl. og gat svarað öllum spurningum.

Mjög gott að ræða við hana um ýmsa hluti t.d. tengda námi í útlöndum og hér heima.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.