Kafli 7 – Skólanámskrá
Sótt er um skólavist í Tækniskólanum á innritunarvef Miðstöðvar menntunar og skólþjónustu eða Innu. Umsóknarfrestir eru auglýstir á vef skólans. Á hverri önn velja nemendur áfanga fyrir næstu önn í samráði við umsjónarkennara sína. Frestur til að ljúka því er auglýstur á vef skólans.
Atvinnuréttindi í skipstjórn og vélstjórn er ekki hægt að fá nema að uppfylltum ákveðnum, heilsufarslegum skilyrðum. Auk þess er vísað til reglugerðar um ákvæði er varða lágmarksaldur fyrir atvinnuréttindi í skipstjórn og vélstjórn.
Dreifnám er nám sem sameinar kosti fjar- og kvöldnáms. Í dreifnámi getur áfangi verið kenndur að öllu leyti í fjarnámi, en þá fer kennsla fram í gegnum kennsluvef skólans eða að öllu leyti í staðbundnu námi. Einnig geta áfangar verið kenndir að hluta í fjarnámi og hluta í staðbundnum lotum.
Til að geta hafið iðnmeistaranám verður nemandi að hafa lokið sveinsprófi í viðkomandi iðngrein.
Mat úr fyrra námi miðast við að metnir eru sambærilegir áfangar á þeirri braut sem stefnt er að, ef nemandi er innritaður í skólann. Ef óskað er eftir mati á námi áður en til umsóknar kemur þá þarf að senda beiðni um slíkt á skrifstofu skólans, sjá nánar um mat á vef skólans.
Almennt eru skólagjöld Tækniskólans ekki endurgreidd. Í sérstökum tilfellum er hægt að sækja um endurgreiðslu til skólameistara og skulu þá færð góð rök fyrir beiðninni. Ef um endurgreiðslu er að ræða er skráningargjaldi alltaf haldið eftir. Allar slíkar beiðnir skulu berast áður en að skóli hefst. Eftir að skóli er hafinn eru skólagjöld ekki endurgreidd.
Uppfært 6. desember 2024
Áfangastjórn