fbpx
Menu

Kafli 7 – Skólanámskrá 


Almennar inntökureglur

Sótt er um skóla­vist í Tækni­skól­anum á inn­rit­un­arvef Miðstöðvar mennt­unar og skólþjón­ustu eða Innu. Umsókn­ar­frestir eru aug­lýstir á vef skólans. Á hverri önn velja nem­endur áfanga fyrir næstu önn í samráði við umsjón­ar­kennara sína. Frestur til að ljúka því er aug­lýstur á vef skólans.

  • Allir sem lokið hafa grunnskóla geta sótt um inngöngu í Tækniskólann.
  • Nemendur verða að innritast í einhvern af skólunum, eftir áhugasviði hvers og eins.
  • Skólar Tækniskólans eru margvíslegir og gilda ekki sömu reglur um innritun í þá alla.
  • Til viðmiðunar við val á nemendum er stuðst við einkunnir á skólaprófum, sérstaklega stærðfræði, raungreinum, ensku og íslensku, einkunnir í öðru námi og mætingu og aðra þætti sem máli skipta.
  • Þeir sem ekki hafa fullgilda einkunn úr grunnskóla fá aðstoð við að ná upp þeim greinum.

 

Atvinnuréttindi í skipstjórn og vélstjórn

Atvinnu­rétt­indi í skip­stjórn og vél­stjórn er ekki hægt að fá nema að upp­fylltum ákveðnum, heilsu­fars­legum skilyrðum. Auk þess er vísað til reglugerðar um ákvæði er varða lág­marks­aldur fyrir atvinnu­rétt­indi í skip­stjórn og vél­stjórn.

 

Dreifnám

Dreifnám er nám sem sam­einar kosti fjar- og kvöld­náms. Í dreif­námi getur áfangi verið kenndur að öllu leyti í fjar­námi, en þá fer kennsla fram í gegnum kennsluvef skólans eða að öllu leyti í staðbundnu námi. Einnig geta áfangar verið kenndir að hluta í fjar­námi og hluta í staðbundnum lotum.

 

Iðnmeistaranám

Til að geta hafið iðnmeist­aranám verður nem­andi að hafa lokið sveins­prófi í viðkom­andi iðngrein.

 

Mat á þekkingu nemenda

Mat úr fyrra námi miðast við að metnir eru sam­bæri­legir áfangar á þeirri braut sem stefnt er að, ef nem­andi er inn­ritaður í skólann. Ef óskað er eftir mati á námi áður en til umsóknar kemur þá þarf að senda  beiðni um slíkt á skrif­stofu skólans, sjá nánar um mat á vef skólans.

 

Reglur Tækniskólans um endurgreiðslu skólagjalda

Almennt eru skóla­gjöld Tækni­skólans ekki end­ur­greidd. Í sér­stökum til­fellum er hægt að sækja um end­ur­greiðslu til skóla­meistara og skulu þá færð góð rök fyrir beiðninni. Ef um end­ur­greiðslu er að ræða er skrán­ing­ar­gjaldi alltaf haldið eftir. Allar slíkar beiðnir skulu berast áður en að skóli hefst. Eftir að skóli er hafinn eru skóla­gjöld ekki end­ur­greidd.

 

 

Uppfært 6. desember 2024
Áfangastjórn