fbpx
Menu

Fréttir

04. apríl 2019

Ungir frumkvöðlar – nem­endur Tækni­skólans

Ungir frumkvöðlar – nemendur Tækniskólans

Vörumessa – mikil frumkvöðlahátíð

Helgina 5. og 6. apríl 2019 verða hópar ungra frumkvöðla í Smáralind að kynna og selja vörur sínar. Þetta eru um 120 fyr­ir­tæki sem 550 nem­endur hafa stofnað, til að vinna að viðskipta­hug­mynd sinni.

Sam­an­lagt eru 9 hópar frá Tækni­skól­anum sem taka þátt eða um 40 nem­endur af K2 tækni- og vís­indaleiðinni og Hönn­unar- og nýsköp­un­ar­braut.

Fyrirtæki stofnuð af nemendum Tækniskólans:

Eft­ir­talin fyr­ir­tæki voru stofnuð af nem­endum skólans sem eru á K2 tækni- og vísindaleiðinni eða á Hönnunar- og nýsköpunarbraut.
Fyr­ir­tæki sem selja og kynna vörur sínar föstu­daginn 5. apríl:

  • Heilsupési – Hönnunar og nýsköpunarbraut
  • Sjávarsúkkulaði – Hönnunar og nýsköpunarbraut
  • Jaki design – Hönnunar og nýsköpunarbraut
  • Icecoasters – K2 tækni- og vísindaleiðin

Fyr­ir­tæki sem selja og kynna vörur sínar laug­ar­daginn 6. apríl:

  • Skin – Hönnunar og nýsköpunarbraut
  • Yl ehf. – Hönnunar og nýsköpunarbraut
  • Ró-box – K2 tækni- og vísindaleiðin
  • Spilagaldrar –  K2 tækni- og vísindaleiðin
  • Rúmfræði – K2 tækni- og vísindaleiðin

Auk Tækniskólans taka eftirfarandi framhaldsskólar þátt:

Borg­ar­holts­skóli, Fjöl­brauta­skólinn við Ármúla, Fjöl­brauta­skólinn í Breiðholti, Fjöl­brauta­skólinn í Garðabæ, Flens­borg­ar­skólinn í Hafnarfirði, Fram­halds­skólinn í Vest­manna­eyjum, Kvenna­skólinn í Reykjavík, Mennta­skólinn við Hamrahlíð, Mennta­skólinn í Kópa­vogi, Mennta­skólinn við Sund, Verk­mennta­skólinn á Akur­eyri og Versl­un­ar­skóli Íslands.

Viðburðurinn á Facebook.
JA eru alþjóðleg, frjáls félaga­samtök sem starfa í 123 löndum. Um 10.5 milljón nem­enda taka þátt í verk­efnum á vegum sam­tak­anna víðs vegar um heiminn. Markmið JA er að und­irbúa ungt fólk fyrir framtíðina og auka færni þeirra til atvinnuþátt­töku og atvinnu­sköp­unar með því að stuðla að auk­inni nýsköp­unar-, frumkvöðla- og viðskipta­menntun í skólum.