fbpx
en
Menu
en

Að sýna teikningu á Teams

31. ágúst 2021

Að sýna teikn­ingu á Teams

Sýna teikningu á Teams í tölvu

Að sýna nem­endum teiknað form í kennslu er hægt með til dæmis OneNote aðgangi sem kennari fær í gegnum tskóla net­fangið, þar er hægt að opna note sem hægt er að teikna inn á. Því er svo hægt að deila með nem­endum með því að deila skjánum á Teams.

Þegar opnað er OneNote þá er skráð sig inn með @tskoli.is net­fanginu. Þegar það er komið þá er hægt að ýta á „New note­book“ og nefnt það því nafni sem best útskýrir það sem þú ert að fara að gera, (það er gott að nefna note­book eftir áfanga.)  og ýtir svo á „Create“.

Þegar þangað er komið þá er fyrir framan ykkur tómt skjal sem hægt er að skrifa inn á, þar þarf að búa til svo­kallað section með því að ýta á enter takkann á lyklaborðinu eða klikka á tóma skjalið, þá er hægt að nefna þetta section með því efni sem þú ert að fara í þá stundina.

Hægt er að skrifa inn á skjalið um leið og það er búið að gera nýtt section en ef þú vilt nota þetta til að teikna þá er ýtt á „Draw“, valið pennann og þá er hægt að teikna beint inn á skjalið með mús­inni. Einnig ef þú ert með þannig tölvu að hægt er að teikna á skjáinn þá er einnig mögu­legt að nota pennann sem fylgdi tölv­unni til að teikna á skjalið.

Til þess að nem­endur sjái það sem verið er að gera inn á skjalið í gegnum Teams er hægt að deila skjánum á fund­inum með því að ýta á takkann á teams sem lýtur út eins og skjár með ör inn í og valið þann skjá sem verið er að nota undir „Desktop“, þá myndast rauður rammi utan um þann skjá sem er verið að sýna.

 

Sýna teikningu á Teams í gegnum spjaldtölvu eða síma

Að sýna teikn­ingu á Teams í gegnum spjald­tölvu er hægt með því að ná í app í App Store eða Google Play. Síðan er deilt skjánum á spjald­tölv­unni og sýnt það sem er verið að teikna í appinu á þann hátt. Hægt er að vera skráður inn á Teams á tveim stöðum í einu og vera á sama fund­inum í báðum tækjum ef þú vilt tala við nem­endur á Teams í tölv­unni, getur þá einnig fylgst með því sem þú ert að deila.

Appið sem við mælum með að sé notað heitir Autodesk Sketch­Book og er frítt teikni­forrit sem er bæði hægt að fá í App Store og Google Play.

Appið er ein­falt og er hægt að nota strax eftir að það er sótt. Til að sjá betur úrvalið á pennum og strokleðri sem hægt er að nota, er hægt að ýta á merkið vinstra megin við miðju sem lítur út eins og blý endinn á blý­anti með línu undir.

Einnig er hægt að bæta texta við skjalið með því að ýta á „T“ í list­anum efst, skrifað er inn textann sem maður vill nota og síðan er ýtt á „done“, þá er hægt að teikna inn á textann ef það er vilji fyrir því

Deila skjá á Android tæki

Þegar að skjá er deilt í spjald­tölvu þarf að ýta á punktana þrjá sem eru við miðju neðst á skjánum.

Síðan er ýtt þar á „Share“ og síðan „Share Screen“

Eftir það kemur upp gluggi sem stendur í „Allow permission“, þar þarf að haka við til að þetta virki og fara síðan aftur í Teams appið.

Ýta þarf á „Start Now“ til að byrja að deila skjánum

Þegar að skjánum er deilt svona sjá aðilar á fund­inum á Teams allt sem er í gangi á spjald­tölv­unni þannig gott er að loka öllu sem ekki er verið að nota í kennslu áður en skjánum er deilt. Ef skjánum er læst þá lokast á deil­inguna þannig það þarf að passa að það sé ekki gert á meðan þú ert að deila skjánum, annars þarf að byrja að deila skjánum aftur. Til að hætta að deila skjánum er opnað fundinn aftur og ýtt þar á „Stop presenting“.

Deila skjá á iOS tæki

Þegar að skjá er deilt í spjald­tölvu þarf að ýta á punktana þrjá sem eru við miðju neðst á skjánum, ýta síðan þar á „Share“ og síðan „Share Screen“. Ýtt er síðan á „Start broa­dcast“ til að byrja að deila skjánum.

Þegar að skjánum er deilt þá sjá aðilar á fund­inum á Teams allt sem er í gangi í spjald­tölv­unni þannig gott er að loka öllu sem ekki er verið að nota í kennslu áður en skjánum er deilt. Ef skjánum er læst þá lokast á deil­inguna þannig það þarf að passa að það sé ekki gert á meðan þú ert að deila skjánum, annars þarf að byrja að deila skjánum aftur. Til að hætta að deila skjánum er opnað fundinn aftur og ýtt þar á „Stop presenting“.