Stefna Tækniskólans er að tryggja öllum nemendum og starfsfólki skólans öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi.
Markmið Tækniskólans er að vera slysalaus vinnustaður og að stuðla að aukinni öryggisvitund.
Tækniskólanum er umhugað um öryggi og heilsu nemenda skólans sem og starfsfólks. Í skólanum eru í gildi reglur sem hafa það markmið að stuðla að öruggu og heilsusamlegu starfsumhverfi þar sem virðing er borin fyrir einstaklingum og starfi þeirra. Slys, óhöpp og næstum slys eru skráði í atvikaskráningakerfi skólans og fara í ferli sem miðar að því að koma í veg fyrir óhöpp og slys eða endurtekningu slysa með t.d. fræðslu eða breyttu verklagi. Starfsfólk og nemendur eru eindregið hvattir til að koma á framfæri tillögum um bætt öryggi og vinnuumhverfi við stjórnendur eða öryggisnefnd skólans á póstfangið oryggisnefnd@tskoli.is. Eins er hægt að skrá ábendingu í ábendingakerfi skólans.
Starfsfólk er beðið um að kynna sér gildandi reglur, tileinka sér þær og virða, því saman náum við árangri í bættu öryggi og aukinni öryggisvitund. Nemendur, verktakar, birgjar og gestir eiga að hlíta sömu öryggisreglum og starfsfólk skólans.
Tækniskólanum er umhugað um öryggi og heilsu nemenda skólans sem og starfsfólks. Í skólanum eru í gildi reglur sem hafa það markmið að stuðla að öruggu og heilsusamlegu starfsumhverfi þar sem virðing er borin fyrir einstaklingum og starfi þeirra.
Sjá nánar STS-025
Sjá einnig Öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfisáætlun skólans.
Öllum fyrirtækjum með fleiri en einn starfsmann er skyldugt að gera áhættumat starfa fyrir sitt starfsfólk (lög nr. 46/1980). Áhættumat er tilraun til að reyna að sjá fyrir hættur í störfum, greina afleiðingar hættu og gera fyrir fram ráðstafanir til að koma í veg fyrir fyrrnefnda hættu.
Í reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum nr. 920/2006 grein 27 kemur eftirfarandi fram um áhættumat:
Áhættumat áfanga er unnið á sama hátt og áhættumat starfa.
Afraksturinn af þessari vinnu er svo færður í áhættumatsgrunn Tækniskólans.
Áfallaráð ber ábyrgð á að í gildi sé áætlun sem farið er eftir þegar áföll verða. Skólameistari fer með stjórn ráðsins. Áfallaráð fer með verkstjórn við válega atburði og ber ábyrgð á að viðbragðsáætlun þessari sé fylgt. Til áfalla teljast andlát, slys og bráð veikindi sem nemendur eða starfsfólk verða fyrir.
Sjá nánar LMS-011
Viðbragðsáætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða ef hættuástand kemur upp í Tækniskólanum. Hún er unnin af fulltrúum starfshóps um viðbragðsáætlun fyrir framhaldsskóla í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og aðrar viðeigandi stofnanir. Markmið viðbragðsáætlunarinnar er að tryggja skipulögð viðbrögð og að nauðsynleg aðstoð berist á sem skemmstum tíma ef hættuástand skapast. Viðbragðsáætlunin er til leiðbeiningar um fyrstu viðbrögð en lögreglustjóri getur ákveðið breytingu á skipulagi með tilliti til ástands og aðstæðna hverju sinni.
Sjá viðbragðsáætlun skólans.
Rýmingaráætlun Tækniskólans, sjá nánar VKL-413
Sjá hér:
Sjá hér:
Uppfært 6.12.2024