fbpx
Menu

Stefna Tækni­skólans er að tryggja öllum nem­endum og starfs­fólki skólans öruggt og heilsu­sam­legt vinnu­um­hverfi.

Markmið Tækni­skólans er að vera slysa­laus vinnustaður og að stuðla að auk­inni öryggis­vitund.

 

Öryggi og heilsusamlegt starfsumhverfi

Tækni­skól­anum er umhugað um öryggi og heilsu nem­enda skólans sem og starfsf­ólks. Í skól­anum eru í gildi reglur sem hafa það markmið að stuðla að öruggu og heilsu­sam­legu starfs­um­hverfi þar sem virðing er borin fyrir ein­stak­lingum og starfi þeirra. Slys, óhöpp og næstum slys eru skráði í atvikaskráningakerfi skólans og fara í ferli sem miðar að því að koma í veg fyrir óhöpp og slys eða end­ur­tekn­ingu slysa með t.d. fræðslu eða breyttu verklagi. Starfs­fólk og nem­endur eru ein­dregið hvattir til að koma á fram­færi til­lögum um bætt öryggi og vinnu­um­hverfi við stjórn­endur eða örygg­is­nefnd skólans á póst­fangið orygg­is­nefnd@tskoli.is. Eins er hægt að skrá ábend­ingu í ábendingakerfi skólans.

Starfs­fólk er beðið um að kynna sér gild­andi reglur, til­einka sér þær og virða, því saman náum við árangri í bættu öryggi og auk­inni öryggis­vitund. Nem­endur, verk­takar, birgjar og gestir eiga að hlíta sömu örygg­is­reglum og starfs­fólk skólans.

 

Öryggis-, heilbrigðis- og umhverfisstefna

Tækni­skól­anum er umhugað um öryggi og heilsu nem­enda skólans sem og starfs­fólks. Í skól­anum eru í gildi reglur sem hafa það markmið að stuðla að öruggu og heilsu­sam­legu starfs­um­hverfi þar sem virðing er borin fyrir ein­stak­lingum og starfi þeirra.

Sjá nánar STS-025

Sjá einnig Öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfisáætlun skólans.

 

Áhættumat

Öllum fyr­ir­tækjum með fleiri en einn starfs­mann er skyldugt að gera áhættumat starfa fyrir sitt starfs­fólk (lög nr. 46/​1980). Áhættumat  er til­raun til að reyna að sjá fyrir hættur í störfum, greina afleiðingar hættu og gera fyrir fram ráðstaf­anir til að koma í veg fyrir fyrr­nefnda hættu.

Í reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum nr. 920/2006 grein 27 kemur eft­ir­far­andi fram um áhættumat:

  • Greining – að vinnuaðstæður séu skoðaðar á kerfisbundinn hátt og áhættuþættir í vinnuumhverfi, vinnuskipulagi og við framkvæmd vinnu greindir og skráðir.
  • Mat – að allir áhættuþættir séu metnir, þ.e. eðli, alvarleiki, umfang og orsök hættunnar.
  • Samantektað gerð sé samantekt á niðurstöðum áhættumatsins.

Áhættumat áfanga er unnið á sama hátt og áhættumat starfa.

Afraksturinn af þessari vinnu er svo færður í áhættumatsgrunn Tækniskólans.

 

Viðbrögð við áföllum

Áfallaráð ber ábyrgð á að í gildi sé áætlun sem farið er eftir þegar áföll verða. Skóla­meistari fer með stjórn ráðsins. Áfallaráð fer með verk­stjórn við válega atburði og ber ábyrgð á að viðbragðsáætlun þessari sé fylgt. Til áfalla teljast andlát, slys og bráð veik­indi sem nem­endur eða starfs­fólk verða fyrir.

Sjá nánar LMS-011

 

Viðbragðsáætlun – Viðbrögð við ógnunum, náttúruvá, smitsjúkdómum, efnaslysum o.fl.

Viðbragðsáætl­unin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða ef hættu­ástand kemur upp í Tækni­skól­anum. Hún er unnin af full­trúum starfs­hóps um viðbragðsáætlun fyrir fram­halds­skóla í sam­starfi við almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og aðrar viðeig­andi stofn­anir. Markmið viðbragðsáætl­un­ar­innar er að tryggja skipulögð viðbrögð og að nauðsynleg aðstoð berist á sem skemmstum tíma ef hættu­ástand skapast. Viðbragðsáætl­unin er til leiðbein­ingar um fyrstu viðbrögð en lög­reglu­stjóri getur ákveðið breyt­ingu á skipu­lagi með til­liti til ástands og aðstæðna hverju sinni.

Sjá viðbragðsáætlun skólans.

 

Rýmingaráætlun Tækniskólans

Rým­ingaráætlun Tækni­skólans, sjá nánar VKL-413

 

Tenglar á vinnuverndarefni

Sjá hér:

 

Stefna og áætlanir í gæðahandbók skólans

Sjá hér:

 

 

Uppfært 6.12.2024