fbpx
Menu

Fréttir

22. maí 2019

Risa-LAN

Risa-LAN

Dagana 31. maí – 2. júní stendur Nem­enda­sam­band Tækni­skólans fyrir stærsta LANi skólans frá upp­hafi, en alls eru 500 pláss á viðburðinum sem hingað til hefur ein­ungis hýst 100 manns hverju sinni (og alltaf selst upp).

LAN Tækni­skólans er rót­gróinn viðburður sem haldinn er einu sinni á önn. Fram til þessa hefur viðburðurinn verið haldinn í matsal skólans og hafa færri komist að en vilja.

Miðasala og leyfisbréf

Að þessu sinni verður viðburðurinn fimm­falt stærri og haldinn í íþrótta­húsinu Digra­nesi. Miðasala er í fullum gangi á miðasöluvef NST. Rétt eins og á fyrri LAN-mótum skólans þurfa þátt­tak­endur sem ekki eru orðnir 18 ára að skila leyf­is­bréfi. Leyf­is­bréfum er skilað þegar mætt er á viðburðinn.
Viðburðurinn er að sjálfsögðu vímu­efna- og tób­ak­slaus og verður þeim sem brjóta reglur vísað á dyr.

Vegleg verðlaun

CS:GO, League of Leg­ends, PUBG og Rocket League eru leikir sem keppt verður í á LANinu og eru frá­bærir vinn­ingar í boði.
Frá­bært sam­starf hefur náðst við styrktaraðila á borð við Origo, Hringdu og Lenovo. Með þeirra stuðningi verður boðið upp á vegleg verðlaun í hinum ýmsu keppnum og ber þá helst að nefna 100.000 kr. pen­ingaverðlaun fyrir sig­urliðið í CS:GO og 50.000 kr. pen­ingaverðlaun fyrir sig­urliðið í League of Leg­ends.

Nánari upp­lýs­ingar má nálgast á Facebook viðburði LANsins eða hjá Mar­geiri F. Páls­syni, for­manni LAN nefndar:
margeirf@gmail.com
S: 696-6726