fbpx
Menu

Fréttir

02. október 2019

For­varn­ar­dag­urinn 2. október

Forvarnardagurinn 2. október

Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands

Dag­urinn er haldinn í sam­vinnu við ýmsa aðila sem koma, með einum eða öðrum hætti, að málum ung­linga. Dag­skrá fer fram meðal 1. bekk­inga í fram­halds­skóla víðs vegar um landið og nem­endur eru beðnir um að taka virkan þátt í umræðum um for­varnir.

Stuttmyndakeppni um forvarnir

Fram fer stutt­mynda­keppni sem 1. bekk­ingum í fram­halds­skóla er boðið að taka þátt í og geta beðið um aðstoð innan fjöl­skyldu sinnar til að gera. Dóm­nefnd velur um skemmti­leg­asta, besta og frum­leg­asta stutt­mynd­bandið og vegleg verðlaun eru í boði. Skila­frestur fyrir stutt­mynd er til 11. nóv­ember.

Myndband um stuttmyndasamkeppnina

Skjal með upplýsingum um keppnina. Mynd­bandið þarf að senda inn fyrir miðnætti 11. nóv­ember 2019.

Land­læknisembættið þakkar kær­lega fyrir þátt­tökuna og hvetur nem­endur endi­lega til að nýta þetta tæki­færi til að láta ljós sitt skína og segja skoðun sína. Síða Embættis landlæknis 

Von­andi verður dag­urinn öllum ánægju­legur og áhugaverður!