fbpx
Menu

Fréttir

10. október 2019

Tækni-færi

Tækni-færi

Evrópska starfsmenntavikan

Í til­efni Evr­ópsku starfs­mennta­vik­unnar verðum við með opið hús dagana 15. – 16. – og 17. október.  Markmiðið með viðburðinum er að kynna Era­smus+ og mögu­leika nem­enda á að fara í námsferðir, sækja nám­skeið eða taka hluta af starfsþjálfun sinni erlendis. Nem­endur fá auk þess innsýn í námið sem boðið er upp á í Tækni­skól­anum og fá mögu­leika á að kynna sér náms­framboð og vinnuaðstöðu sam­nem­enda.

Kynning á námsferðum erlendis

Alþjóðafull­trúi verður með kynn­ingar í Hafnarfirði, á Háteigs­vegi og á Skólavörðuholti á mögu­leikum nem­enda á að sækja um styrki til að stunda nám, sækja nám­skeið eða fara í námsferðir erlendis.

Lítum okkur nær

Skóla­stjórar, námsráðgjafar og kenn­arar verða með kynn­ingar á náminu sem fram fer í skól­anum og nem­endur bjóða sam­nem­endum sínum og öðrum áhuga­sömum að kynna sér námið, sýna sérhæfðar kennslu­stofur og þá vinnu sem þar fer fram. Þetta er upp­lagt tæki­færi til að kynnast öllum þeim mögu­leikum sem nem­endum Tækni­skólans standa til boða.

Í Hafnarfirði og á Háteigsveginum hittumst við í mötuneyti nemenda en á Skólavörðuholtinu í Framtíðarstofunni 3. hæð.

Hafnarfirði 15. október frá 10:15 til 12:00

Þar er hægt að heim­sækja verðandi pípara, flug­virkja, trésmiði, málmsmiði, tölvu­braut og starfs­braut svo eitthvað sé nefnt.
Farið verður í vett­vangsferðir um hinar ýmsu deildir. Gengið af stað kl. 10:30.

Háteigsvegi, 16. október frá 10:15 til 12:00

Þar er hægt að heim­sækja verðandi skip­stjóra, vél­stjóra og ljós­myndara og kynnast námi í sta­f­rænni hönnun, graf­ískri miðlun, tölvu­greinum og til iðnmeist­ara­rétt­inda.
Farið verður í vett­vangsferðir um hinar ýmsu deildir. Gengið af stað kl. 10:30.

Skólavörðuholti 17. október frá 10:15 til 12:00

Þar er hægt að heim­sækja m.a. verðandi klæðskera og kjóla­meistara, húsa-, hús­gagna-, og gullsmiði, raf­virkja og rakara svo eitthvað sé nefnt.
Farið verður í vett­vangsferðir um hinar ýmsu deildir. Gengið af stað kl. 10:30.

Svo skemmti­lega vill til að í sömu viku er val­vika nem­enda og því upp­lagt fyrir þá nem­endur sem langar að skipta um braut að kynna sér það sem er í boði.

Hér er hægt að lesa meira um Evrópsku starfsmenntavikuna og mögu­leika á náms­styrkjum gegnum Erasmus+