fbpx
en
Menu
en

Bóklegar íþróttir

Fyr­ir­komulag í bók­legum íþróttum er hefðbundið og í eft­ir­far­andi íþrótta­áföngum mæta nem­endur í tíma skv. stunda­skrá.

  • ÍÞRÓ1GH02AT – Nemendur á Skólavörðuholti
  • ÍÞRÓ1GH02AT-Hát – Nemendur á Háteigsvegi
  • ÍÞRÓ1GH02AT-Hfj – Nemendur í Hafnarfirði

 

Verklegar íþróttir – haustönn 2024

Nýnemar fá íþróttir inn í stunda­töflu. Eldri nem­endur fá íþróttir inn í töflu á mánu­dögum en eiga að hitta íþrótta­kennara þegar hann er við í töflu og skipu­leggja sínar íþróttir yfir önnina. Íþróttir eru kenndar á einni önn en ekki á spönnum. Eft­ir­far­andi stunda­töflur sýna opn­un­ar­tíma í íþrótta­sölum.

Stundatafla – Skólavörðuholti

Kl. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
08:30–09:20
09:20–10:10
10:25–11:15
11:15-12:05
 
12:45–13:35
13:35–14:25
14:35–15:25
 

Stundatafla – Háteigsvegi 

ATH. Tækjasalur er niðrí kjallara hjá lyftunni í aðalandyri skólans.
Kl. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
08:30–09:20
09:20–10:10
10:25–11:15
11:15-12:05
–  Hádegishlé  –        
12:45–13:35
13:35–14:25
14:35–15:25
 

Stundatafla – Hafnarfirði

ATH. Tækjasalur HF er World class Dalshrauni 1 í Hafnarfirði
Kl. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
08:30–09:20
09:20–10:10
10:25–11:15
11:15-12:05
 
12:45–13:35
13:35–14:25
14:35–15:25

 

 

Lágmarksmæting og staðsetning íþróttatíma

Lág­mark­s­mæting er einu sinni í viku en nem­endur geta mætt oftar ef þeir vilja. Nem­andi getur mætt á alla þrjá staðina eftir því sem þeir vilja hverju sinni að því gefnu að íþrótta­kennari sé til staðar.

Nemendur þurfa að mæta:

  • Skólavörðuholt í íþróttasal kjallara.
  • Hafnarfjörð í World Class Dalshraun 1.
  • Háteigsveg í íþróttasal kjallara.

 

Íþróttasamningur

Ef nem­endi stundar skipulagða hreyf­ingu utan skóla a.m.k. 2x í viku þá getur nem­andinn farið á íþrótta­samning fyrir ákveðna dags­setn­ingu og þarf ekki að mæta í verk­legar íþróttir.

Nemandinn þarf hinsvegar að uppfylla ákveðin skilyrði sem eru:

  1. skila staðfestingu á að hann sé að æfa. Lokaskil A hluta til og með 6. sept.
  2. gera verkefni á Innu á miðri önn þar sem hann skilar inn æfingadagbók. Lokaskil B hluta til og með 4. okt.
  3. skila inn í lok annar að lágmarki staðfestingu á 30 æfingum yfir önnina. Lokaskil C hluta til og með 30. nóv.
  4. Til að ná samning þá þarf að skila inn öllum þáttum.

Nemendur undir 18 ára verða að fá undirskrift forráðamanna til að geta farið á samning.

Smellið hér á íþróttasamninginn til að fylla út. 

 

Athugið

ATH MJÖG VEL að til að sækja um að fara á samning þá verður að tala við íþróttakennara. Öll skilin fara fram rafrænt. Ef nemandi fær að fara á samning þá opnar íþróttakennari skilahólf fyrir nemandann inná INNU, þar sækir nemandi gögn og skilar inn á skilahólfið. 

Ath. vel. Ef nem­andi skilar of seint eða alls ekki matsþætti þá fær viðkom­andi fjar­vistir þar til matsþætti er skilað. Fjarvistir verða ekki afskrifaðar.

Ath. mjög vel. Ef nem­andi skilar ekki inn matsþætti fyrir skráðar dag­setn­ingar þá dettur ein­kunn viðkom­andi matsþáttar niður í 50% af fullri ein­kunn þess þáttar af því gefnu að matsþætt­inum sé skilað.

Nemandi getur náð 10 í áfanganum ef hann skilar inn 50 æfingum eða fleiri yfir önnina og vel útfylltri æfingadagbók.

 

Íþróttakennarar

Sjá kennara í íþróttum

 

 

Uppfært 3. janúar 2025
Áfangastjórn