Fjarkennsla á Teams – Nemendur
Hvernig get ég unnið í fjarnámi?
Fyrst þarft þú að fá aðgang að tölvukerfi skólans, þá hefurðu jafnframt aðgang að Teams ásamt Office og tölvukerfi skólans.
Til þess þarftu að nota skólanetfangið þitt og notendanafn. Ef þú veist það ekki nú þegar þá er besta leiðin að fara inn á www.lykilord.tskoli.is Þar er sett inn persónulega netfangið þitt (t.d. gmail eða live email, það sem er skráð í Innu sem persónulegur tölvupóstur) og svo ýtt á senda hnappinn. Þá færðu sendan póst á persónulega tölvupóstinn þinn með notendanafninu þínu og skólanetfangi og þarft að endursetja lykilorðið þitt.
ATH. Hlekkurinn virkar bara i 15 mínútur.
Næsta skref er að fara í tölvupóstinn á skólanetfanginu þínu. Besta leiðin er að fara á tskoli.is, neðst á síðunni er takki sem heitir vefpóstur. Í tölvupóstinum ætti núna að vera talsvert af pósti og þar er póstur sem býður þér að koma í áfangana þína í Teams umhverfinu.
Hvernig á breyta persónuupplýsingum á Innu og endursetja lykilorð i skólakerfinu
Hvað er Microsoft Teams?
Microsoft Teams er það forrit sem Tækniskólinn notar til að kenna í fjarnámi og því afar mikilvægt að fylgjast vel með þar. Inna verður samt aðalupplýsingaleið kennara til nemenda, þar munu kennarar setja inn verkefni áfram. Í raun allt sem var áður gert í Innu heldur sér og má horfa á Teams bara sem viðbót – leið fyrir kennara að hafa bein samskipti við nemendur sem eru heima.
Næsta skref er að læra aðeins á hvernig Teams virkar og þá er best að fara inn á leiðbeiningarsíðu tölvudeildar og horfa á myndböndin sem eru þar. Þetta eru stutt myndbönd og fara ágætlega yfir byrjunaratriðin í hvernig Teams virkar.
Einnig er tölvudeildin með nokkuð ítarlegar leiðbeiningar á sinni síðu en þar má finna flestar leiðbeiningar um vandamál og svör við algengum spurningum. Endilega byrjið á því að fara þangað ef það eru spurningar eða vandamál en svo má senda okkur tölvupóst á tolvuthjonusta@tskoli.is ef það eru vandamál sem þið teljið ykkur ekki geta leyst.
Hvernig á að setja upp Microsoft Teams
Hægt er að sækja Microsoft Teams hér: https://www.microsoft.com/en/microsoft-365/microsoft-teams/download-app