fbpx
Menu

Fréttir

29. maí 2020

Hátíðardagur í Hörpu

Glæsi­legur hópur útskrift­ar­nem­enda mætti til útskriftar í Eld­borg­arsal Hörpu, föstu­daginn 29. maí, en vegna Covid 19 var útskrifað í tveimur athöfnum.

Alls voru braut­skráðir 388 nem­endur af 81 fag­braut frá eft­ir­far­andi skólum/​deildum skólans: Bygg­inga­tækni­skól­anum, Hand­verks­skól­anum, Raf­tækni­skól­anum, Skip­stjórn­ar­skól­anum, Tækni­mennta­skól­anum, Upp­lýs­inga­tækni­skól­anum, Vél­tækni­skól­anum og Meist­ara­skól­anum. Einnig var útskrifað úr Tækniaka­demí­unni sem er nám á fag­há­skóla­stigi en þar er kennd vefþróun og starfræn hönnun.

Hugvit og umhyggja

Hildur Ingvars­dóttir skóla­meistari fjallaði eins og margur um sérstöðu þess­arar annar vegna veirunnar sem hefur breytt heim­inum. ,,Það er eitthvað alveg sér­stakt við það að upp­lifa þá upp­skeru sem ann­arlok og und­ir­bún­ingur útskriftar og svo útskrift­araf­höfnin sjálf er.  Og að þessu sinni er það enn sér­stakara – því á bak við hvert ein­asta nafn á hverju ein­asta skír­teini liggur sterkur ein­stak­lingur-  ein­stak­lingur sem kláraði þrátt fyrir að skóla­lífið eins og við þekkjum það hafi snúist á hvolf á miðri önn.“  Hildur sagði frá því hvernig nem­endur, kenn­arar og annað starfs­fólk skólans hefðu í sam­ein­ingu umbreytt náminu á auga­bragði og sýnt mikla þraut­seigju, jákvæðni, hugvit, útsjóna­semi, vilja og umhyggju til að láta allt ganga.  Þessir eig­in­leikar munu nýtast útskrift­ar­nem­endum vel í því sem framundan er.

Yngstur til að ljúka D-réttindum í skipstjórn

Einar Berg­mann, útskrift­ar­nem­andi í skip­stjórn, hélt ræðu við fyrri athöfnina þar sem hann þakkaði kenn­urum sér­stak­lega fyrir útsjón­ar­semi og góða kennslu á tímum Covid- 19. Einar er jafn­framt yngsti nem­andinn sem hefur náð þeim árangri að útskrifast með D- rétt­indi til skip­stjórnar, en hann er 18 ára.

Tveir dúxar Tækniskólans

Reyn Alpha Magnúsar af tölvu­braut og Njáll Hall­dórsson af nátt­úrufræðibraut flug­tækni eru dúxar Tækni­skólans á vorönn 2020 . Eins og gefur að skilja þá sópuðu þau til sín verðlaunum fyrir framúrsk­ar­andi náms­ár­angur.

Hannaði skartið og sumaði búninginn sjálf

Anna Guðlaug Sigurðardóttir útskrift­ar­nem­andi í gull- og silf­ursmíði hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á stúd­ents­prófi samhliða fag­grein. Anna Guðlaug er einn af yngstu nem­endum skólans sem lokið hafa námi í gull- og silf­ursmíði. Hún er mikil hand­verks­kona og til gamans má geta að hún mætti í þjóðbúning sem hún saumaði sjálf, auk þess að hafa smíðað glæsi­legt skart sem hún bar.  Þá bar Hildur skól­meistari glæsi­legan hring sem Anna Guðlaug hannaði og smíðaði.

Frá Afganistan á íslenskubraut

Einn verðlauna­hafa Tækni­skólans er Ali Akbar Rasouli  en hann kom til Íslands ásamt eingin­konu sinni Zörha árið 2017.  Þá höfðu þau verið í 2 ár á flótta frá Afgan­istan.  Ali útskrifaðist af íslensku­braut með góðum árangri og hlaut bjart­sýn­isverðlaun Tækni­skólans. Í haust mun Ali hefja nám á mál­ara­braut skólans.

Myndir

Myndir frá athöfninni má sjá á flickr síðu Tækniskólans HÉR

Ath. myndir af öllum útskrift­ar­nem­endum koma inn á vef skólans á næstu dögum.