fbpx
Menu

Nemendur geta sótt um Erasmus+ styrk til að fara í námsferðir og námskeið og hægt er að taka lögbundið starfsnám erlendis. Einnig hafa nemendahópar farið í heimsóknir í skóla, fyrirtæki og á námskeið.

Nem­endur og kenn­arar fara til útlanda til að taka þátt í verk­efnum, sækja nám­skeið eða starfsþjálfun tengdri námi þeirra og störfum. Tækni­skólinn sækir um náms- og þjálf­un­ar­styrki og er í sam­starfi við skóla í mörgum löndum Evrópu. Nem­endur geta t.d. farið í skiptinám og starfsþjálfun til Dan­merkur, Belgíu, Svíþjóðar og Spánar svo eitthvað sé nefnt. Hér er að finna lista yfir erlenda samstarfsaðila skólans.

 

Erasmus+ styrkur

Styrk­irnir eru fyrir ferðakostnaði, gist­ingu og uppi­haldi. Tekið er við umsóknum allt skólaárið. Hér getur þú tekið fyrsta skrefið og verkefnisstjóri fyrir erlent samstaf veitir upplýsingar.

 

Undirbúningur fyrir brottför

Það sem nem­endur þurfa að hafa í huga áður en farið er erlendis:

  • Nemandi þarf að vera orðinn 18 ára
  • Nemendur gera samning við Tækniskólann
  • Nemendum  (í skipti- eða starfsnámi) er boðið að taka próf til að kanna stöðuna á tungumálakunnáttu sinni áður en farið er út og svo aftur eftir heimkomu.
  • Nemendur fá Europass sem fylgir þeim út og segir til um verkefnið og markmiðin.
  • Nemendur þurfa að hafa evrópskt sjúkratryggingakort.
  • Nemendur í verknámi og starfsþjálfun hjá fyrirtækjum þurfa að kaupa aukatryggingu, ábyrgðartryggingu vegna þriðja aðila fyrir brottför.

 

Eftir ferðina

Nem­endur skila skýrslu um árang­urinn af ferðinni og dvöl­inni í formi skoðunar­könn­unar frá Evr­ópu­sam­bandinu eftir að þeir koma heim.

 

 

Frásögn af ferðinni og ávinningi

Þess er óskað að nem­endur skrifi smá frétt eða grein til að birta hér á vefsíðu skólans eftir að dvöl­inni erlendis lýkur. Hér má sjá umsagnir um ferðir og verkefni nemenda sem hafa farið út á Era­smus+ styrk.