Tækniskólinn tekur vel á móti nemendum úr grunnskóla ef þeir hafa áhuga á að skoða skólann, fá innsýn í skólastarfið og kynna sér námið sem þar er í boði. Miðað er við 10 til 25 einstaklinga í hverjum hóp og tekur hver heimsókn u.þ.b. eina klukkustund.
Heimsóknir þurfa að vera bókaðar af fulltrúa viðkomandi grunnskóla og/eða foreldri sem óskar eftir heimsókn fyrir ákveðinn hóp.
Hægt er að bóka heimsókn með því að hafa samband við Ólaf Svein Jóhannesson, deildarstjóra markaðs- og kynningardeildar, en hann veitir jafnframt allar nánari upplýsingar um heimsóknir í skólann. Aðrir hópar geta einnig haft samband við hann sé áhugi á að heimsækja skólann.
Kennsla í Tækniskólanum fer fram á nokkrum stöðum og er hægt að bóka heimsókn í eftirfarandi byggingar skólans:
Skólavörðuholt
Í húsnæði skólans á Skólavörðuholti eru m.a. námsbrautirnar: húsasmíði, húsgagnasmíði, rafvirkjun, gull- og silfursmíði, málaraiðn, veggfóðrun- og dúkalögn, tækniteiknun, hársnyrtiiðn, kjólasaumur, klæðskurður, íslenskubraut fyrir útlendinga, starfsbraut, náttúrufræðibrautir, K2 og hönnunar- og nýsköpunarbraut.
Háteigsvegur
Í húsnæði skólans við Háteigsveg – Sjómannaskólanum – eru m.a. námsbrautirnar: vélstjórn, skipstjórn, ljósmyndun, grafísk miðlun, prentiðn, bókband og tölvubraut.
Hafnarfjörður
Í húsnæði skólans í Hafnarfirði eru m.a. námsbrautirnar: húsasmíði, rafvirkjun, rafeindavirkjun, pípulagnir, vélvirkjun, stálsmíði, rennismíði og starfsbraut.
Við bendum áhugasömum fjölbreytt kynningarmyndbönd á youtube.
Skólinn er einnig virkur á samfélagsmiðlum og hvetjum við ykkur til þess að kíkja á Facebook og Instagram síður skólans.
Á vefsíðu skólans má svo finna má finna ýmsar upplýsingar um námið og starfið í Tækniskólanum.
Einnig er hægt að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa fyrir nánari upplýsingar um nám í Tækniskólanum.