fbpx
Menu

Heimsóknir

Nemendahópur í heimsóknTækni­skólinn tekur vel á móti nem­endum úr grunn­skóla ef þeir hafa áhuga á að  skoða skólann, fá innsýn í skóla­starfið og kynna sér námið sem þar er í boði. Miðað er við 10 til 25 ein­stak­linga í hverjum hóp og tekur hver heim­sókn u.þ.b. eina klukku­stund.

Heimsóknir þurfa að vera bókaðar af fulltrúa viðkomandi grunnskóla og/eða foreldri sem óskar eftir heimsókn fyrir ákveðinn hóp.

Hægt er að bóka heim­sókn með því að hafa sam­band við Ólaf Svein Jóhannesson, deild­ar­stjóra markaðs- og kynn­ing­ar­deildar, en hann veitir jafn­framt allar nánari upp­lýs­ingar um heim­sóknir í skólann. Aðrir hópar geta einnig haft sam­band við hann sé áhugi á að heim­sækja skólann.

 


 

Húsnæði

Kennsla í Tækni­skól­anum fer fram á nokkrum stöðum og er hægt að bóka heim­sókn í eft­ir­far­andi bygg­ingar skólans:

 

Skólavörðuholt

Stýrimannaskólinn

Í húsnæði skólans á Skólavörðuholti eru m.a. náms­braut­irnar: húsasmíði, hús­gagnasmíði, raf­virkjun, gull- og silf­ursmíði, mál­araiðn, veggfóðrun- og dúka­lögn, tækni­teiknun, hársnyrtiiðn, kjólasaumur, klæðskurður, íslensku­braut fyrir útlend­inga, starfs­braut, nátt­úrufræðibrautir, K2 og hönn­unar- og nýsköp­un­ar­braut.

 

Háteigsvegur

Í húsnæði skólans við Háteigsveg – Sjó­manna­skól­anum – eru m.a. náms­braut­irnar: vél­stjórn, skip­stjórn, ljós­myndun, grafísk miðlun, prentiðn, bók­band og tölvu­braut.

 

Hafnarfjörður

Í húsnæði skólans í Hafnarfirði eru m.a. náms­braut­irnar: húsasmíði, raf­virkjun, raf­einda­virkjun, pípu­lagnir, vél­virkjun, stálsmíði, renn­ismíði og starfs­braut.

 


 

Kynningarefni

Við bendum áhuga­sömum fjöl­breytt kynningarmyndbönd á youtube.

Skólinn er einnig virkur á sam­fé­lagsmiðlum og hvetjum við ykkur til þess að kíkja á Facebook og Instagram síður skólans.

Á vefsíðu skólans má svo finna má finna ýmsar upp­lýs­ingar um námið og starfið í Tækni­skól­anum.

Einnig er hægt að hafa sam­band við náms- og starfsráðgjafa fyrir nánari upp­lýs­ingar um nám í Tækni­skól­anum.