fbpx
Menu

Nemendur

Heim­ild­ar­mynd um kol­efn­is­spor á netinu

Mengun með miðlum er vinn­ings­verk­efni í keppn­inni Ungt umhverf­is­frétta­fólk sem er alþjóðleg keppni sem fram fer í 45 löndum. Land­vernd er umsjónaraðili verk­efn­isins á Íslandi og sam­starfsaðili K2.

Mengun með miðlum

Mengun með miðlum er vinn­ings­verk­efni í keppn­inni Ungt umhverfisfréttafólk sem er alþjóðleg keppni sem fram fer í 45 löndum. Land­vernd er umsjónaraðili verk­efn­isins á Íslandi og sam­starfsaðili K2. Höf­undar þessa vinn­ings­fram­lags sem bar sigur úr býtum í keppn­inni hér á landi, ásamt því að vinna til verðlauna á alþjóðavett­vangi í sínum ald­urs­flokki, eru Axel Bjarkar Sig­ur­jónsson, Hálfdán Helgi Matth­íasson og Sölvi Bjartur Ing­ólfsson. Verk­efnið var unnið sem loka­verk­efni á fyrsta námsári á braut­inni.

Mengun með miðlum er heim­ild­ar­mynd sem að rann­sakar áhrif sam­fé­lagsmiðla og streymi­veita á umhverfið. Stár­karnir Axel Bjarkar, Hálfdán Helgi og Sölvi Bjartur voru 16 ára þegar þeir gerðu heim­ild­ar­myndina sína og hug­myndina að mynd­inni má rekja til þess að einn þeirra fór að spá í því hversu mikil mengun væri á bak við eitt „like“ á Face­book.

Heim­ild­ar­myndin tengist 13 markmiði heims­markmiðanna, aðgerðir í lofts­lags­málum og með mynd­inni vonast strák­arnir til þess að vekja fólk til meðvit­undar um mengun sam­fé­lagsmiðla.

Í heim­ild­ar­mynd­inni, sem sjá má hér að neðan, gefa strák­arnir ýmis ráð varðandi það hvernig ein­stak­lingar geta minnkað kol­efn­is­spor sitt á netinu á raun­hæfan hátt.

Verk­efni frá nem­endum

For­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna

Glæsilegur árangur nemenda

Útskriftarsýning hársnyrtideildar

Bíómyndaþema

T-ið í TÆKNÓ

Glænýtt skólablað