fbpx
Menu

Kafli 18 – Skólanámskrá


ISO 9001 gæðavottun

Grunn­hugs­unin á bak við gæðakerfi er að unnið sé að stöðugum umbótum á allri starf­semi skólans. Einnig gera alþjóðasamþykktir frá Alþjóðasigl­inga­mála­stofn­un­inni (Internati­onal Maritime Org­an­isation – IMO), sem Ísland og þar með skólinn er aðili að, og lög frá Alþingi, sömu kröfur. Rök­rétt er því að Tækni­skólinn vinni eftir slíku kerfi. Gæðakerfið er tekið út á þriggja ára fresti með vottunarúttekt og þess á milli fer fram árleg viðhaldsúttekt.

Gæðastjórnun tekur til allrar starf­semi skólans, tryggir þekk­ingu starfs­manna á innri ferlum skólans, stuðlar að sífelldum umbótum á allri starf­semi hans og að unnið sé eftir ferlum gæðakerf­isins. Lilja Guðný Jóhannesdóttir er gæðastjóri Tækni­skólans. Gæðastjóri hefur umsjón með og vinnur að gæðamálum skólans auk gæðaráðs, sem skipað er full­trúum stjórn­enda, starfs­manna og kennara. Gæðaráð heldur fasta mánaðarlega fundi sam­kvæmt boðaðri dag­skrá, en getur kallað til fundar hvenær sem til­efni er til eða þurfa þykir.

Í starf­semi Tækni­skólans er kerf­is­bundin skjala­stjórn í sam­ræmi við lög um opinber skjala­söfn nr. 77/​​2014 og reglur Þjóðskjala­safns. Svanhvít Sif Th. Sigurðardóttir er skjala­stjóri Tækni­skólans.

 

Innri rýni

Skóla­meistari í sam­vinnu við aðra stjórn­endur skólans ber ábyrgð á og hefur frumkvæði í vinn­unni með rýni stjórn­enda, að unnið sé að stöðugum umbótum á allri starf­semi skólans og að unnið sé eftir ferlum gæðahand­bókar. Þar sem rekstr­arráð fer yfir fund­argerðir gæðaráðs skólans þá tvinnast gæðamál og önnur dagleg rekstr­armál skólans saman.

Rýni stjórn­enda er sér­stakur rekstr­arráðsfundur sem er boðaður í lok hvers skólaárs. Til að und­irbúa rýni stjórn­enda tekur gæðastjóri saman skýrslu með sam­an­tekt og grein­ingu á öllum frá­brigðum, ábend­ingum/​kvört­unum, úrbótum og for­vörnum sem fram hafa komið eða gerðar hafa verið á önn­inni. Einnig er farið yfir gæðastefnu og markmið og metin þörf á umbótum. Nauðsyn­legar aðgerðir og verk­efni eru ákveðin og sett á verk­efna­lista ein­stakra stjórn­enda.

 

Kennslumat

Tvisvar á önn er fram­kvæmt kennslumat meðal nem­enda í skól­anum þar sem nem­endur svara spurn­ingum um áfanga og kennslu. Unnið er með úrtak og þvi gefst nemendum kostur á að svara spurningum um hluta þeirra áfanga sem þeir sátu. Samhliða kynningu á kennslumati til nemenda er ábendingakerfi skólans kynnt fyrir þeim en þar er hægt að koma á framfæri ábendingum, kvörtunum og hrósi á öllum tímum.

 

 

 

Uppfært 9. desember 2024
Áfangastjórn