fbpx
Menu

Tækni­skólinn hefur sett sér gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi og rekstri skólans. Mik­il­vægt er að starf innan skólans sé á grund­velli þessara gilda og að sífellt sé leitast við að mæta þeim kröfum sem sam­tíminn gerir til skóla­starfs.

 

Alúð

Við sýnum hvert öðru góða fram­komu, vin­semd og virðingu. Starfs­fólk og nem­endur sinna verk­efnum af natni og fag­mennsku. Nem­endur læra vinnu­brögð sem stuðla að öryggi, gæðum og skil­virkni.

 

Framsækni

Tækni­skólinn er fram­sækinn í kennslu­háttum og þróun náms­greina. Við fylgj­umst með nýj­ungum og temjum okkur lausnamiðuð vinnu­brögð. Nýsköpun og útsjón­ar­semi skal vera í fyr­ir­rúmi. Nem­endur til­einka sér skap­andi hugsun og fagleg vinnu­brögð.

 

Fjölbreytileiki

Tækni­skólinn er skóli marg­breyti­leika með fjöl­breyttum námsleiðum og grósku­sömu félags­lífi. Við berum virðingu fyrir mis­mun­andi menn­ingu og upp­runa, þvert á kyn og stöðu ein­stak­linga. Við sýnum skilning og leggjum okkur fram við að efla og þroska nem­endur sem best við getum.