Menu

Akrýlmálun

Farið verður í hinar ýmsu aðferðir sem akrýl­litir hafa upp á að bjóða og málað verður þykkt og þunnt, með áferð og þunnum flæðandi lit.

Námskeiðsgjald

57.000 kr.

Dagsetning

06. mars 2025 - 20. mars 2025

Fyrirspurnir

endurmenntun@tskoli.is

Nám­skeiðslýsing

Á nám­skeiðinu er farið í grunn­atriði litfræðinnar, lita­hring­urinn málaður og gerðar lita­blönd­un­aræf­ingar. Síðan eru gerðar til­raunir með hinar ýmsu aðferðir sem akrýl litir hafa upp á að bjóða. Málað í mörgum lögum, með mis­mun­andi áferð, þykkt og þunnt, með spaða og pensli á striga og pappír. Heima­verk­efni verða lögð fyrir svo þátt­tak­endur fái sem mest út úr nám­skeiðinu.

Innifalið: Efni í fyrsta tíma og tvenns konar ámál­un­ar­pappír

Efni: Inn­kaupalisti afhentur í fyrsta tíma.

Sjá viðtal við Önnu í skólablaði Fréttablaðsins

  • Leiðbeinandi

    Anna Gunn­laugs­dóttir

  • Hámarksfjöldi

    12

  • Forkröfur

    Engar

  • Fréttabréf

    Skráðu þig á póstlista End­ur­mennt­un­ar­skólans

Nánari upp­lýs­ingar

Anna Gunn­laugs­dóttir. Anna er list­málari og kennari og lærði mynd­list hér heima og í París.

Námskeiðsgjald: 57.000 kr.

Innifalið: Efni í fyrsta tíma og tvenns konar ámál­un­ar­pappír.

Inn­kaupalisti afhentur í fyrsta tíma.

Nám­skeið End­ur­mennt­un­ar­skólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stétt­ar­fé­laga.

Gjald­fært er af greiðslu­kortum viku áður en nám­skeið hefst.

Nám­skeiðsgjöld eru óaft­ur­kræf nema for­föll séu til­kynnt með a.m.k. þriggja sóla­hringa fyr­ir­vara (virkir dagar) á endurmenntun@tskoli.is

Skrán­ing­ar­gjald fæst ekki end­ur­greitt.

Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Góður verklegur grunnur.

Fjölbreytt og skemmtileg nálgun.

Opnaði nýjan heim fyrir eldri borgara, sem hefur nógan tíma.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað er innifalið í námskeiðsgjaldi?

Efni í fyrsta tíma og tvenns konar ámál­un­ar­pappír.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.