fbpx
en
Menu
en

Fréttir

02. janúar 2022

Upphaf vor­annar 2022

Kennsla hefst 5. janúar (English below)

Hús skólans og merki.

Kennsla í Tækni­skól­anum hefst sam­kvæmt stunda­töflu miðviku­daginn 5. janúar en stunda­töflur munu birtast í Innu þriðjudaginn 4. janúar. Kennt verður í staðnámi að mestu en vera kann að ein­hverjir áfangar verði fluttir tíma­bundið, að hluta eða öllu leyti, yfir á teams til að létta aðeins á í húsum skólans meðan við göngum í gegnum núver­andi COVID bylgju. Ef um slíkt er að ræða mun viðkom­andi kennari láta nem­endur sína sér­stak­lega vita í Innu og tölvu­pósti. Annars mæta nem­endur sam­kvæmt stunda­töflu í þá stofu sem gefin er upp. Það ber að taka fram að lendi nem­andi í því að vera í teams tíma á milli staðbund­inna tíma getur hann alltaf farið í kennslu­stofuna sem tíminn átti að vera í og fylgst með þaðan eða farið á bóka­safn og fengið þar aðgang að tölvu ef þarf.

Það er afar brýnt að við förum eins var­lega og kostur er nú í upp­hafi nýrrar annar. Grímu­skylda gildir áfram og ekki er heimilt að taka grímuna niður nema þegar matast er. Þá er afar mik­il­vægt að mæta ekki í skólann sé maður með ein­kenni sem benda til COVID heldur drífa sig í tékk. Þess skal getið að við ákvörðun um að opna skólann 5. janúar horfum við til þess mats stjórn­valda að það sé þýðing­ar­mikið að fram­halds­skólar starfi með eins eðlilegum hætti og kostur er. Við skulum þó öll vera viðbúin því að þurfa að stunda nám að ein­hverju leyti á teams á kom­andi önn og því vil ég hvetja alla þá sem ekki hafa notað teams áður til að fara inn á leiðbeiningarsíðu tölvuþjónustunnar og gera sig klára. Hægt er að setja teams upp bæði á síma og tölvu.

Að lokum bendum við á COVID síðu skólans en upp­lýs­ingar þar verða yfir­farnar og uppfærðar áður en skóli hefst til sam­ræmis við gild­andi reglugerð.

Gleðilegt ár!

Hildur skóla­meistari

 


 

 

Classes begins on January 5th

Teaching in Tækni­skólinn will begin onsite according to timetable on Wed­nesday 5th of January. Stu­dents and guar­dians will be able to view timeta­bles in Inna on Tuesday January 4th. Most of the teaching will be on-site (staðnám), but some courses may be tempor­arily (partially or fully) trans­ferred online (teams) to reduce the number of stu­dents in the most occupied school build­ings as we move through the cur­rent COVID wave. If this is the case the teacher in question will notify their stu­dents about that through Inna/​e-mail. Otherwise, stu­dents are to attend class according to timetable in the given class­room. It should be noted that if a stu­dent happens to have classes both on site and online the same day, he can always go to the class­room where the class was supp­osed to be and study from there or go to the library and get access to a computer there if needed.

It is very important that we are as car­eful as possible in relation to COVID.  Obligatory mask wearing will cont­inue and the masks are not to be taken off unless when eating/​drinking. It is also very important not to attend school if you have any symptoms that could indicate COVID, but instead get a check as soon as possible. See fur­ther information on www.covid.is. It should be noted that the decision to start classes onsite on January 5th is in part based on the govern­ment’s assess­ment that it is important for upper secondary schools (fram­halds­skóli) to operate as norm­ally as possible. However, we should all be prepared to have to study to some extent online on teams  in the coming school term, and therefore we encourage all those who have not used teams before to go to this website and get ready. Teams can be set up both on your phone and computer.

Finally, we would like to point out the the school’s COVID page.

Happy new year!

Principal Hildur