fbpx
Menu

Nemendur

Tækni­teikn­arar í Dan­mörku

Í nem­endaferðum til Evrópu á vegum Era­smus+ kynnast nem­endur ólíkum aðferðum og menn­ingu. Nem­endur okkar í tækni­teiknun sátu í fyr­ir­lestrum í Next í Kaup­manna­höfn, sem er góður sam­starfs­skóli Tækni­skólans, og kíktu líka í heim­sókn í aðra skóla.

Ferðin opnaði sýn á ýmsa mögu­leika og aðra menn­ingu.

Auk þess að heim­sækja skóla fór hóp­urinn í ýmis fyr­ir­tæki og skoðaðar voru bygg­ingar sem eru sér­stakar vegna bygg­ing­ar­listar. Þar sem boðið var upp á slíkt var fengin sér­stök leiðsögn fyrir tækni­teikn­ara­nem­endur. Gaman er að segja frá því að í heim­sókn í eitt fyr­ir­tækið hittu nem­end­urnir fyrr­ver­andi nem­anda Tækni­skólans, Hrefnu Harðardóttur, sem vinnur hjá NCC (NCC Construction Dan­mark A/​S).

Markmiðið með svona ferðum er að veita öllum tæki­færi til að öðlast dýpri þekk­ingu á sínu starfssviði, opna sýn á fjöl­breytta mögu­leika og nem­endur verða betur und­ir­búnir fyrir fram­halds­menntun hvort sem er heima eða erlendis.

 

Alþjóðasamstarf Tækniskólans

Era­smus+ veitir nem­endum í starfs­mennta­skólum og nemum á samn­ingi tæki­færi til að fara í náms- og þjálf­un­arferðir og starfsnám hjá fyr­ir­tækjum, skólum og stofn­unum í Evrópu í 2 vikur til 12 mánuði. Námið/þ​​jálf­unin verður hluti af námi viðkom­andi nem­anda og metið sem slíkt að dvöl lok­inni. Hér eru upplýsingar um alþjóðasamstarf og Erasmus+ styrk hjá Tækniskólanum.

Verk­efni frá nem­endum

For­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna

Glæsilegur árangur nemenda

Útskriftarsýning hársnyrtideildar

Bíómyndaþema

T-ið í TÆKNÓ

Glænýtt skólablað