fbpx
Menu

Starfs­rétt­indaþjálfun kadetta skv. STCW byggir á því að veita nem­endum um borð í skipum viðeig­andi leiðbein­ingar og kennslu í sjó­mennsku, skip­stjórn og vél­stjórn, eftir því sem við á, á skiplagðan hátt af reynslu­miklum fag­mönnum sem eru um borð í skip­unum.

Markmiðið er að veita nem­endum sem lokið hafa bók­legu námi tæki­færi til að öðlast praktíska reynslu og þjálfun til að teljast hæfir til að starfa sem und­ir­stýri­menn og und­ir­vél­stjórar. Einnig að gera þá hæfari til að gegna þeim störfum sem alþjóðlegu rétt­indin sem þeir eru að afla sér bjóða upp á.

 

Skipstjórnar- og vélstjórnarnám

Hver sá sem lokið hefur grunn­skóla­prófi getur sest á skóla­bekk í Skip­stjórn­ar­skól­anum og Vél­tækni­skól­anum og lokið skóla­námi til fullra alþjóðlegra rétt­inda skip­stjórnar og vél­stjórnar án þess hafa nokkru sinni komið um borð í skip. Til að öðlast rétt­indi þarf nem­andi svo sigl­inga­tíma um borð í skipi, mis­langan eftir hvaða stöðu hann gegnir um borð og hvaða rétt­indum hann sækist eftir.

Fyr­ir­komu­lagið hefur verið með þeim hætti að nem­endur hafa verið ráðnir í vinnu sem hásetar á skip. Eins og gefur að skilja geta leiðbein­ingar og kennsla verið mis­jöfn á milli skipa, manna og útgerða, sumir hafa fengið framúrsk­ar­andi leiðsögn, leiðbein­ingar og þjálfun á meðan aðrir hafa ekki fengið næga leiðsögn og þurft að læra af því sem þeir unnu við og mis­tökum sínum. Af þessu leiðir að starfsþjálfun í sigl­inga­tíma hefur á margan hátt verið ómark­viss og margir hverjir klárað sinn sigl­inga­tíma með of tak­markaða þekk­ingu og reynslu.

Við þessari stöðu hefur verið ákveðið að bregðast og verður nú boðið upp á kadetta-kerfi sem tryggir þjálfun með skipu­legum, fag­legum og skjalfestum hætti. Þeir nem­endur sem eru að ljúka C-rétt­inda­námi skip­stjórnar- og vél­stjórnar munu geta fengið þjálfun í þessu kerfi að upp­fylltum öðrum skilyrðum.

Meginmarkmið kadetta-kerfis er að:

  • Mæta kröfum samtímans.
  • Mæta óskum og kröfum nemenda.
  • Uppfylla alþjóðlega staðla um skipstjórnar- og vélstjórnarmenntun.
  • Gera menntunina aðgengilegri.
  • Gera menntunina áhugaverðari.
  • Skapa aukin tækifæri fyrir ungt fólk.
  • Auka á fjölbreytileikann.

 

Kerfið – nemandinn

Nem­endur sækja um í gegnum skólann og gera samning við útgerðarfyr­ir­tæki. Nem­a­tíminn er fullir tólf mánuðir í launuðu starfs­námi um borð í skipi. Minnt er á að kadettinn er í starfsþjálfun, hann er ekki starfsmaður þó hann sé á launum.

Við vekjum athygli á því að ekki er nauðsyn­legt að nem­endur taki þjálf­unina sam­fellt heldur geta þeir skipt þjálf­un­ar­tím­anum upp.

Nánar má lesa um kadetta námið, sigl­inga­tíma og hag nem­enda í STCW samþykktinni í II. kafla.

Skólinn aug­lýsir laus pláss fyrir kadetta og þeir nem­endur sem eru að ljúka námi til C-rétt­inda í skip­stjórn (eða lengra komnir í námi) geta sótt um. Ef fleiri sækja um en komast að fer val­nefnd skólans yfir umsóknir og sendir fyr­ir­tækjum þær sem hún telur bestar. Fyr­ir­tækin taka síðan end­an­lega ákvörðun um hverjir komast í námið. Opið er fyrir umsóknir til 10. maí ár hvert og til að byrja með er eingöngu tekið við umsóknum í skipstjórn.

Þeir sem komast á kadetta­samning munu fá sér­staka fræðslu um kerfið og leggja svo fram þjálf­un­ar­áætlun um lengd þjálf­un­ar­tíma, upphaf og endi, í sam­starfi við skólann og viðkom­andi skip­stjóra.

 

Kerfið – leiðbeinandinn

Leiðbein­endur þurfa að hafa farið á nám­skeið hjá Tækni­skól­anum. Það er í boði reglu­lega yfir árið og er kennt í fjar­námi. Nánari upp­lýs­ingar hér á vefsíðu skólans og hjá End­ur­mennt­un­ar­skól­anum.

Markmiðið er að leiðbeinandinn:

  • Verði góð fyrirmynd.
  • Geti deilt með nemanum mistökum sem hann hefur lært af.
  • Geti deilt með nemanum afrekum í starfi sem hann hefur lært af.
  • Geti deilt með nemanum skynsamlegum viðbrögðum við áskorunum í starfinu.

 

Allar nánari upplýsingar um starfsréttindaþjálfun kadetta má fá hjá Víglundi Laxdal, skólastjóra Skipstjórnarskólans.