fbpx
Menu

Fréttir

10. maí 2022

Sam­starfs­verk­efni við
skóla í Tékklandi

Í byrjun maí lauk sam­starfs­verk­efni K2, Raf­tækni­skólans og třední škola prů­myslová, technická a automobilní sem staðið hefur yfir frá því snemma á síðasta ári og fjallar um sam­anburð á orku­málum land­anna tveggja.

Til verk­efn­isins völdust níu nem­endur af K2 og þrír úr Raf­tækni­skól­anum, ásamt hópi átta kennara. Íslenski hóp­urinn fór til Jihlava í Tékklandi síðastliðinn nóv­ember og skoðaði meðal annars kola­námur, kjarn­orkuver og vann verk­efni um orkumál.

 

Ferðalög og verkefnavinna

Tékk­neski hóp­urinn dvaldi í hálfan mánuð hér á Íslandi á vor­mánuðum og meðal dag­skrárliða voru heim­sóknir í Hell­isheiðarvirkjun, Svartsengi og Decode. Auk þess skoðaði nem­enda­hóp­urinn vatns­orku og jarðvarma á hinum ýmsu stöðum.

Menning lands og þjóðar var einnig skoðuð og hóp­urinn heim­sótti áfangastaði eins og Vest­manna­eyjar, Gull­foss, Geysi og Þing­velli. Auk þess fengu gest­irnir tæki­færi til að baðast úti í nátt­úr­unni, bæði í Reykjadal og affallslóni jarðvarma­virkj­un­ar­innar í Svartsengi.

Á meðan á dvöl þeirra stóð leystu nem­endur sömuleiðis fjöl­mörg verk­efni sem höfðu öll skýra teng­ingu við umhverfis- og orkumál.

 

Góðir gestir

Fjöldi góðra gesta kom í heim­sókn og fjallaði um umhverfis- og orkumál. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og lofts­lagsráðherra ræddi við hópinn um stefnu Íslands í orku­málum og sjálf­bæra orku. Þröstur Þorsteinsson, pró­fessor í umhverfis- og auðlindafræði í Háskóla Íslands ræddi um sjálf­bæra orku og vindorku. Gísli Sig­ur­geirsson og Úlfar Ormarsson, kenn­arar í Tækni­skól­anum, ræddu sína sýn á orku­málin. Svan­borg Hilm­ars­dóttir frá ON kom og spjallaði við hópinn og Erla Guðný Helga­dóttir frá Land­vernd kom og kynnti nýtt Nátt­úru­kort og þýðingu þess.

Tækni­skólinn óskar nem­endum og kenn­urum hópsins til ham­ingju með far­sælt verk­efni. Víst er að eftir situr góð vinátta og dýr­mætur skiln­ingur og þekking á mik­il­vægum mála­flokki til framtíðar.