fbpx
Menu

Hér má sjá gagnleg svör varðandi vinnustaðanámið.

Á vefsíðu Mennta­mála­stofn­unar má einnig finna svör við ýmsum spurn­ingum um vinnustaðanám og raf­rænar fer­il­bækur.

Hvað er vinnustaðanám?

Vinnustaðanám eða starfsþjálfun fer almennt fram á vinnustað undir handleiðslu meistara þar sem neminn þarf að öðlast hæfni sem skil­greind er í raf­rænni fer­ilbók. Vinnustaðanám er hluti af náms­brautum sem veita rétt til sveins­prófs.

Hvað er ferilbók?

Rafræn fer­ilbók er skráning á námi nem­anda á vinnustað. Nem­andi hakar við ein­staka þætti fer­il­bókar þegar hæfni er náð, auk iðnmeistara/ til­sjón­ar­manns fyr­ir­tækis sem er með nemann. Umsjón­armaður skóla staðfestir hæfni í lokin. Fer­ilbók er því gott tæki fyrir nemann, meist­arann/​fyr­ir­tækið og skólann til að fylgjast með náms­fram­vindu. Hér er hægt að sjá rafrænar ferilbækur ein­stakra greina.

Húsasmíði/húsgagnasmíði – námssamningar – kynningarglærur

   

Pípulagnir - námssamningar – kynningarglærur

   

Raftækniskólinn – námssamningar – kynningarglærur

Hvernig get ég fundið vinnustað? Þarf ég að útvega mér vinnustað?

Almenna reglan er sú að nem­endur sækja sjálfir um náms­samning hjá þeim iðnmeist­urum/​fyr­ir­tækjum/​stofn­unum sem mega taka nema í vinnustaðanám. Þannig hefur nem­andinn áhrif á hvar hann tekur vinnustaðanámið. Hér er birtingaskrá sem er listi yfir þá sem mega taka nema. Kenn­arar og starfs­fólk skólans búa einnig oft yfir upp­lýs­ingum um fyr­ir­tæki/​meistara sem eru til í að taka nema á samning.

Hvað á ég að gera þegar ég er búin að finna fyrirtæki sem vill taka mig á samning?

Þá er næsta skref að sækja um á námssamning undir viðeig­andi skóla. Þegar umsókn hefur verið samþykkt er opnuð rafræn fer­ilbók, samn­ingur gerður raf­rænt og sendur til und­ir­rit­unar á nemann, meist­arann og full­trúa skólans.

Hvað er vinnustaðanámið langt?

Hæfni nem­anda ræður tíma­lengd vinnustaðanáms. Hæfni nem­anda er metin sam­kvæmt hæfni­kröfum starfsins og hæfniþáttum í raf­rænni fer­ilbók. Vinnustaðanám getur því verið mis­mun­andi langt á milli ein­stakra nem­enda. Vinnustaðanám getur þó aldrei orðið lengra en kemur fram í braut­ar­lýs­ingu viðkom­andi greinar.

Get ég verið á sama tíma í vinnustaðanáminu og í skólanum?

Það er hægt ef fyr­ir­tækið/​meist­arinn sem tekur nemann samþykkir slíkt. T.d. ef nem­andi er þrjá daga í skól­anum og tvo daga á vinnustaðnum.

Get ég fengið aðstoð við að sækja um vinnustaðanám?

Skólinn mun aug­lýsa reglu­lega nám­skeið fyrir nem­endur ein­stakra und­ir­skóla þar sem aðstoð verður veitt fyrir þá sem þurfa á því að halda. Einnig verður hægt er að fá aðstoð hjá verk­efna­stjóra vinnustaðanáms Tækni­skólans eða hjá námsráðgjöfum s.s. aðstoð við gerð fer­il­skrár. Mörg fyr­ir­tæki eru með staðlað form umsókna á vefsíðu. Á vef Vinnu­mála­stofn­unar er t.d. að finna góð ráð við gerð ferilskráa og sniðmát og Europass ferilskráin er þekkt­asta fer­il­skrá­arsniðið í Evrópu.

Hvernig finn ég vinnustað í minni grein? Hvernig veit ég hvaða fyrirtæki/meistarar eru til í að taka nema á samning?

Birt­inga­skrá er listi yfir fyr­ir­tæki sem mega taka nema á samning í viðkom­andi iðngreinum. Þó fyr­ir­tæki sé á birtingaskrá er ekki víst að það sé með laust pláss fyrir nema í augna­blikinu.

Hvenær má ég sækja um vinnustaðanám? Hvenær er tímabært að huga að vinnustaðanáminu?

Almenna reglan er sú að nem­andi þarf að vera skráður í nám eða hafa verið skráður í nám á viðkom­andi náms­braut í skól­anum. Það er mis­jafnt eftir náms­brautum hvar í náms­ferlinu vinnustaðanám getur hafist. Því þarf að skoða reglur ein­stakra brauta um náms­fram­vindu.

Ég hef útskrifast frá Tækniskólanum en ekki lokið vinnustaðanámi, hvað get ég gert?

Útskrifaðir nem­endur Tækni­skólans sem hafa staðfest samn­ingspláss og óska eftir að hefja vinnustaðanám sam­kvæmt raf­rænni fer­ilbók sækja um á innritunarvef  Tækni­skólans.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.