Framtíðarstofan er hönnunar- og hátækniverkstæði Tækniskólans.
Nemendur skólans og aðrir áhugasamir geta komið og gert hugmyndir sínar að veruleika.
Komdu í heimsókn, kíktu inn og byrjaðu að skapa.
Panta þarf tíma í stofurnar: hljóðstúdíó, myndver, 3D vinnslu o.fl.
Hægt er að fá lánuð tæki og tól s.s. saumavélar, prentara, 3D prentara, skurðvélar, myndavél, upptökutæki o.fl.
Hægt er að bóka tíma í tölvupósti í gegnum netfangið 42@tskoli.is
Framtíðarstofan er fyrir alla nemendur og starfsmenn skólans.
Endilega fylgist með 42 Framtíðarstofu á Instagram.
Framtíðarstofan er opin alla virka daga.
Þú finnur okkur á 3. hæð fyrir ofan aðalskrifstofuna á Skólavörðuholti og á bókasafninu í Hafnarfirði.
Starfsfólk stofunnar er alltaf tilbúið að aðstoða. Ekki hika við að hafa samband!
Eðvarð Arnór Sigurðsson – Hulda Orradóttir – Ingi Björn Ingason
Notifications