fbpx
Menu

Nemendur

Vef­skólinn á Las Palmas Gran Can­aria

Kenn­arar og nem­endur í veþróun fóru í tveggja vikna Era­smus+ ferð með nem­endum úr Tech Col­lege í Álaborg að heim­sækja skóla sem heitir I.E.S. El Rincón. Þar unnu nem­endur í hópum með aðferðafræði sem kallast Design Thinking eða Design Sprint.

Samstarf á Kanarý

Smári kennari í vefþróun sagði frá ferðinni og sendi okkur nokkrar myndir:

Hóp­urinn fór í tveggja vikna Era­smus+ ferð með nem­endum úr Tech Col­lege í Álaborg að heim­sækja skóla sem heitir I.E.S. El Rincón. Þar unnu nem­endur í fjög­urra manna hópum sem sam­settir voru af a.m.k. einum nem­enda frá hverju landi. Hinir skól­arnir gera ýmis­legt öðruvísi en við og því lærðu allir helling á ferðinni, bæði kenn­arar og nem­endur. Þetta er árlegur viðburður hjá Dön­unum en þetta var í fyrsta skipti sem við tókum þátt í verk­efninu og það sem helst breyttist með aðkomu okkar skóla var að við höfðum eina und­ir­bún­ingsviku áður en verk­efnið byrjaði þar sem nem­endur hittust í 4 tíma á dag. Tíminn á netinu var notaður til þess að und­irbúa verk­efnið með aðferðafræði sem kallast Design Thinking eða Design Sprint sem Anna Signý úr Kolibri og Vala frá Reykja­vík­ur­borg hafa hjálpað okkur að þróa. Það töluðu margir sér­stak­lega um að það hefði gert mikið fyrir verk­efnið.

Síðasta daginn voru loka­kynn­ingar og viðstaddir voru tveir starfs­menn frá Era­smus+ í Dan­mörku og formaður Era­smus+ á Gran Can­aria. Hér fylgja nokkrar myndir.

Verk­efni frá nem­endum

For­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna

Glæsilegur árangur nemenda

Útskriftarsýning hársnyrtideildar

Bíómyndaþema

T-ið í TÆKNÓ

Glænýtt skólablað