fbpx
Menu

Tækni­skólinn leggur áherslu á að tryggja að öll meðferð per­sónu­upp­lýs­inga sé í sam­ræmi við ákvæði laga um per­sónu­vernd og meðferð per­sónu­upp­lýs­inga. Markmið per­sónu­vernd­ar­stefn­unnar er að auðvelda ein­stak­lingum að átta sig á hvaða upp­lýs­ingum skólinn safnar, hvers vegna og hvað er gert við þær. Eins er því lýst hver er þinn réttur varðandi per­sónu­upp­lýs­ingar og hvert þú getur leitað ef þú óskar eftir upp­lýs­ingum eða ef þér þykir á þér brotið.

Persónuupplýsingar og meðferð þeirra

Þær per­sónu­upp­lýs­ingar sem skráðar eru í Tækni­skól­anum hafa allar laga­legan eða þjón­ustu­legan til­gang.  Per­sónu­upp­lýs­ingar er varða nem­endur eru allar til þess gerðar að veita nem­endum þá þjón­ustu er þeir hafa laga­legan rétt til.

 

Tækni­skólinn mun gera allt sem í hans valdi er til að tryggja að farið verði með ýtr­ustu gætni með per­sónu­upp­lýs­ingar í skól­anum og  að meðferð þeirra sé í sam­ræmi við lög og reglur. Starfs­menn Tækni­skólans eru bundnir þagnareið og ber skylda til að fara með per­sónu­upp­lýs­ingar sam­kvæmt lögum og reglum.

 

Við höfum sett okkur nokkrar grund­vall­ar­reglur sem stjórna því hverning við meðhöndlum þínar per­sónu­legar upp­lýs­ingar sem skulu vera:

  • Löglegar, sanngjarnar og réttar
  • Meðhöndlaðar af trúnaði og tryggðar gegn óheimilum breytingum
  • Vera skráðar í sérstökum tilgang og ekki síðar notaðar í öðrum óskyldum tilgangi
  • Vistaðar eins lengi og þörf er á eða lög gera kröfur um
  • Vera uppfærðar og aðgengilegar
  • Persónuupplýsingar séu aðeins notaðar í upprunalegum tilgangi og eru ekki afhentar öðrum nema að beiðni hlutaðeigandi, með ótvíræðu samþykki hans eða að skólanum beri lagaleg skylda til

Hvað eru persónuupplýsingar?

Per­sónu­upp­lýs­ingar eru hvers kyns upp­lýs­ingar um per­sónu­greindan eða per­sónu­grein­an­legan ein­stak­ling. þ.e. upp­lýs­ingar sem á ein­hvern hátt má tengja við ein­stak­ling.

Hvaða persónuupplýsingar skráir eða geymir Tækniskólinn?

Til þess að gegna skyldum sínum og geta boðið nem­endum skólans sem besta þjón­ustu þurfum við að skrá og meðhöndla per­sónu­legar upp­lýs­ingar um þig bæði raf­rænt og á pappír.

Tækni­skólinn er í sam­starfi við Advania sem er rekstraraðili Innu. Aðgangi að Innu er stýrt með per­sónu­legum aðgangi og skal enginn hafa aðgang að per­sónu­upp­lýs­ingum sem ekki hefur til þess heimild.  Heim­ildir til aðgangs að upp­lýs­ingum i Innu eru ein­skorðaðar við þá ein­stak­linga sem starfs síns vegna þurfa aðgengi að upp­lýs­ingum um nem­endur, s.s. skóla­stjórar, kenn­arar, námsráðgjafar og þjón­ustuaðilar við nem­endur.  Ekki hafa allir aðilar sama aðgang að upp­lýs­ingum, heldur aðeins aðgang að þeim upp­lýs­ingum sem aðilar þurfa til að geta sinnt þjón­ustu við nem­endur.
Dæmi um per­sónu­upp­lýs­ingar um nem­endur sem Tækni­skólinn skráir eða notar í starf­sem­inni:

  • Nafn og kennitala nemenda
  • Heimilisfang nemenda
  • Netpóstfang nemenda
  • Símanúmer nemenda
  • Nafn forráðamanna
  • Netfang forráðamanna
  • Símanúmer forráðamanna
  • Mætingar nemenda
  • Verkefnaskil
  • Einkunnir
  • Upplýsingar um sérþarfir nemanda sem nemandi eða forráðamaður lætur skólanum í té.

Hvaðan koma upplýsingarnar?

Skráningar í Innu

Upp­lýs­ing­arnar koma frá nem­anda sjálfum, forráðamanni hans, skóla­stjóra, kennara, námsráðgjafa eða öðrum starfs­mönnum skólans sem til þess hafa heimild.

 

Netpóstur

Ef þú sendir starfs­manni Tækni­skólans tölvu­póst varðveitist hann í tölvu­póst­kerfi skólans eins ef þú sendir skól­anum ábend­ingu í ábend­inga­kerfi skólans.

 

Upplýsingar um sérþarfir

Upp­lýs­ingar um sérþarfir nem­anda koma frá nem­anda eða forráðamanni hans.

 

Myndir

Mynd til birt­inga á aug­lýs­inga­efni skólans, á heimsíðu hans eða á sam­fé­lagsmiðlum á vegum hans er aðeins birt að fyr­ir­fram óyggj­andi heimild frá nem­anda og (ef við á) forráðamanni hans. Enda skal á jafn auðveldan hátt og heim­ildin var veitt vera hægt að draga hana til baka. Ætíð skal orðið við beiðni nem­anda eða (ef við á) forráðamanni hans um að fjar­lægja mynd af heimasíðu eða sam­fé­lagsmiðlum á vegum skólans. Undanþága frá kröfum um heimild til mynd­birt­inga er þegar hóp­mynd er tekin í skól­anum eða á atburðum honum tengdum og enginn einn er fókus mynd­ar­innar.  Nem­andi og eða (ef við á) forráðamaður hans getur þó farið fram á að slíkar myndir verði fjarlægðar af vef skólans eða sam­fé­lagsmiðlum á hans vegum án þess að gefa upp ástæðu þess.

Tilgangur með skráningu persónuupplýsinga

Þær per­sónu­upp­lýs­ingar sem skráðar eru í Tækni­skól­anum hafa allar laga­legan eða þjón­ustu­legan til­gang.

Afhending upplýsinga til þriðja aðila

Tækni­skólinn afhendir ekki þriðja aðila aðila upp­lýs­ingar um þig nema honum beri lagaleg skylda til, þú hafir óskað eftir því eða hafir fyr­ir­fram gefið óyggj­andi samþykki fyrir því. Slík samþykki skal vera hægt að aft­ur­kalla á eins auðveldar hátt og samþykkið var gefið.

Hver er þinn réttur?

Hver er þinn réttur?

  • Þú hefur rétt til þess að fá upplýsingar um allar þær persónulegu upplýsingar sem um þig eru skráðar hvort sem þær upplýsingar eru á rafrænu eða pappírsformi, hvaðan upplýsingarnar komi og til hvers þær eru notaðar.
  • Þú hefur rétt til að krefjast þess að rangar eða ófullkomnar skráningar verð leiðréttar
  • Þú getur farið fram á að ónauðsynlegum upplýsingum um þig verði eytt nema skólanum beri skylda til að varðveita upplýsingarnar samkvæmt lögum eða eyðing upplýsinganna á einhvern hátt brjóti á rétti annarrar persónu um persónuvernd

Þegar þú ferð fram á upp­lýs­ingar um skrán­ingar um þig skal beiðnin vera skrifleg á þar til gerðu eyðublaði og vera þér að kostnaðarlausu. Umsóknina skal senda á net­fangið personuvernd@tskoli.is

Persónuverndarfulltrúi

Hjá Tækni­skól­anum er starf­andi per­sónu­vernd­ar­full­trúi sem hefur það hlut­verk að að upp­lýsa starfs­menn um þeirra um skyldur sam­kvæmt per­sónu­vernd­ar­lögum, sinna þjálfun starfs­fólks, fram­kvæma úttektir, veita ráðgjöf og vera til staðar komi upp álita­efni á sviði per­sónu­verndar. Per­sónu­vernd­ar­full­trúi tekur jafn­framt á móti fyr­ir­spurnum og beiðnum frá þeim ein­stak­lingum sem verið er að vinna með upp­lýs­ingar um. Þá skal per­sónu­vernd­ar­full­trúinn vera tengiliður við Per­sónu­vernd og vinna með henni, sem og fylgjast með því að farið sé að per­sónu­vernd­ar­lögum. Per­sónu­vernd­ar­full­trúi Tækni­skólans er Lilja Guðný Jóhannesdóttir og hægt er að hafa sam­band við hana í síma 514 9033 eða senda tölvu­póst á personuvernd@tskoli.is

Eftirlitsaðili

Per­sónu­vernd annast eft­irlit með fram­kvæmd laga um per­sónu­vernd, reglugerða og sérákvæða í lögum sem fjalla um vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga. Sér­hver skráður ein­stak­lingur eða full­trúi hans hefur rétt til að leggja fram kvörtun hjá Per­sónu­vernd ef hann telur að vinnsla per­sónu­upp­lýs­inga um hann brjóti í bága við lög eða reglugerð. Per­sónu­vernd úrskurðar um hvort brot hafi átt sér stað. Frekari upp­lýs­ingar um per­sónu­vernd er að finna á vef stofn­un­ar­innar personuvernd.is

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.