fbpx
en
Menu
en

Fréttir

11. september 2023

ÞÚ og ÉG & ATVINNULÍFIÐ

Tækniskóladagurinn 2023

Tækni­skóla­dag­urinn verður haldinn miðviku­daginn 20. sept­ember næst­kom­andi. Þema dagsins að þessu sinni er atvinnulífið og mál­efni tengd þeirri vegferð að stíga sín fyrstu skref á vinnu­markaði í sínu fagi.

Hefðbundin stundatafla gildir ekki þennan dag heldur skrá nem­endur sig á viðburði.

 

Dagskrá

Á Tækni­skóla­deg­inum mun nem­endum gefast kostur á að sækja bæði kynn­ingar og fyr­ir­lestra í húsnæði Tækni­skólans en einnig heim­sækja all­mörg fyr­ir­tæki. Dæmi um fyr­ir­tæki sem leggja okkur lið með fræðslu og kynn­ingum þennan dag eru Héðinn, Secu­ritas, AGUSTAV, Blámi, Landsnet, IRMA studio, Sætækni, Össur, Smith & Nor­land, Jökulá, Veitur, Raf­mennt og Marel.

Hér má sjá dagskrá Tækni­skóla­dagsins.

 

Skráning

Búið er að opna fyrir skráningar og nem­endur eru beðnir um að skrá sig fyrir hádegi á þriðjudag. Skráning lokar þegar viðburðir fyllast.

Miðað er við að nem­endur skrái sig á tvo viðburði og verða þeir að koma sér sjálfir á viðkom­andi staði.