fbpx
Menu

Fréttir

09. nóvember 2023

Framúrsk­ar­andi mál­ara­braut

Málarabraut Tækniskólans hlaut Íslensku menntaverðlaunin fyrir framúrskarandi iðn- eða verkmenntun.

Verðlaunin hlýtur brautin fyrir þróun ein­stak­lingsmiðaðs náms í mál­araiðn. Braut­inni hefur á und­an­förnum árum verið umbylt með þeim hætti að nem­endur geta nú tekið námið á eigin hraða, með hliðsjón af hæfniviðmiðum. Kenn­arar braut­ar­innar hafa unnið frá­bært starf við að semja ítar­legar verk­efna­lýs­ingar, kennslu­mynd­bönd og annað efni til stuðnings. Fyrir vikið getur námið farið fram hvar sem er og nem­endum á lands­byggðinni er þannig gert kleift að stunda mál­aranám úr heima­byggð.

Þetta er náttúrulega gríðarlegur heiður, finnst mér, fyrir Tækniskólann og mikil hvatning fyrir okkur hér í málaradeildinni að halda áfram á sömu braut og bara bæta okkur.

Engilbert Valgarðsson, kennari í málaraiðn.

Við óskum öllum verðlauna­höfum til ham­ingju með þá glæsi­legu viðurkenn­ingu að hljóta Íslensku menntaverðlaunin.