fbpx
Menu

Fréttir

03. febrúar 2024

Ókeypis for­rit­un­ar­nám­skeið

Forritunarkeppni grunnskólanna

Tækni­skólinn býður nem­endum í 9. og 10. bekk á for­rit­un­ar­nám­skeið fyrir byrj­endur og að taka þátt í For­rit­un­ar­keppni grunn­skól­anna.

Forritunarnámskeið
Laug­ar­daginn 17. febrúar kl. 10:00–16:00

Forritunarkeppni
Laug­ar­daginn 24. febrúar kl. 12:30–17:00

Bæði nám­skeiðið og keppnin fara fram í húsnæði Tækni­skólans á Háteigsvegi.

Tölvu­braut Tækni­skólans stendur fyrir keppn­inni og er markmið hennar að kynna for­ritun fyrir grunn­skóla­nem­endum og skapa vett­vang þar sem þeir geta komið saman og leyst skemmtileg verk­efni.

Skráning hefst 24. janúar inn á kodun.is en þar má einnig sjá nánari upp­lýs­ingar um viðburðinn.