Menu

Silfursmíði

Nám­skeið fyrir þá sem hafa áhuga á smíði eðalmálma. Þátt­tak­endur læra að beita helstu verk­færum gull- og silf­ursmíðinnar og að vinna með eldinn í mótun skart­gripa. Til­valið fyrir þá sem vilja fá innsýn í hvernig silf­ur­hlutur verður til.

Silfursmíði

Námskeiðsgjald

103.000 kr.

Dagsetning

10. mars 2025 - 02. apríl 2025

Fyrirspurnir

endurmenntun@tskoli.is

Nám­skeiðslýsing

Þátt­tak­endur  læra um helstu eig­in­leika silfurs, læra að móta silfur og kveikja saman, þ.e. að beita eldi vð kveik­ingar.  Þá eru kennd notkun á helstu verk­færum gull- og silf­ursmíðinnar.  Þátt­tak­endur vinna fyrst að grunn­verk­efnum og geta svo smíðað skart­gripi að sínum eigin hug­myndum.

Nám­skeiðið hefur gagnast þeim sem hafa hug á að sækja um skóla­vist í gull- og silf­ursmíði, sem und­ir­bún­ingur fyrir umsókn­ar­ferlið.  Það gagnast einnig þeim sem langar að skyggnast inn í þennan heim og útbúa sér sitt eigið skart. Nám­skeiðin hafa sótt byrj­endur sem og þeir sem lengra eru komnir.  Markmiðið er að hver og einn fái góða kennslu og leiðbein­ingu og því komast aðeins átta þátt­tak­endur að í hvert nám­skeið.

  • Leiðbeinandi

    Jóhannes Arn­ljóts Ottósson

  • Hámarksfjöldi

    8

  • Forkröfur

    Engar

  • Fréttabréf

    Skráðu þig á póstlista End­ur­mennt­un­ar­skólans.

Nánari upp­lýs­ingar

Alls 28 klst.

Námskeiðsgjald: 103.000 kr.
Efni: Innifalið er efni að andvirði 10.000 kr.

Nám­skeið End­ur­mennt­un­ar­skólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stétt­ar­fé­laga.

Jóhannes Arn­ljóts Ottósson kennari við gull- og silf­ursmíðabraut Tækni­skólans.

Gjald­fært er af greiðslu­kortum viku áður en nám­skeið hefst.

Nám­skeiðsgjöld eru óaft­ur­kræf nema for­föll séu til­kynnt með a.m.k. þriggja sóla­hringa fyr­ir­vara (virkir dagar) á endurmenntun@tskoli.is

Skrán­ing­ar­gjald er ekki ekki end­ur­greitt.

Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Frjálst verk­efnaval og frábær kennari

Skemmti­legast er ađ viđ ráđum algjör­lega hvađa gripi viđ smíđum og hönnum þá sjálf.

Lif­andi og skemmtileg kennsla.

Mjög góð aðstaða.

FAQ

Spurt og svarað

Þarf maður að koma með verkfæri með sér?

Nei öll verk­færi eru á staðnum.

Er þetta námskeið eingöngu fyrir byrjendur?

Nei nám­skeiðið hentar bæði byrj­endum og þeim sem hafa verið áður.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.