fbpx
Menu

Fréttir

29. júní 2021

Seigl­urnar á sigl­ingu

Skóla­meistari Tækni­skólans, Hildur Ingvars­dóttir, slóst í för með hópi kvenna, sem kalla sig Seiglurnar, á sigl­ingu þeirra kringum landið á skút­unni Esju.

Alls taka 35 konur á öllum aldri þátt í sigl­ing­unni og eru þetta bæði reyndar sigl­inga­konur sem og nýgræðingar sem vilja kynnast ævin­týra­heimi sigl­inga.

Markmið verk­efn­isins er að virkja konur til sigl­inga við Ísland, vekja athygli á heil­brigði hafsins og hvetja alla til ábyrgrar umgengni við hafið og auðlindir þess.

Skip­stjóri skút­unnar er Sigríður Ólafs­dóttir, kennari í skip­stjórn­ar­greinum við Tækni­skólann. Þá er skútan með sinn eigin vél­stjóra í fastri àhöfn – enga aðra en hina 17 ára gömlu Töru Ósk Markús­dóttur sem er nem­andi í vél­stjórn í Tækni­skól­anum.

Hægt er að  fylgjast með streymi frá ferð Seigl­anna kringum landið.