fbpx
Menu

Fréttir

01. júní 2018

Kvika veitir styrki til iðnnáms

Kvika veitir styrki til iðnnáms

Kvika auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Hvatningarsjóði Kviku vegna skólaársins 2018-2019.

Umsóknarfrestur er til 15. júní 2018.

Umsóknir skulu sendar á net­fangið hvatningarsjodur@kvika.is.

Sér­stök úthlut­un­ar­nefnd fer yfir umsóknir og tekur ákvörðun um styrk­veit­ingar. Úthlut­un­ar­nefndina skipa Íris Arna Jóhanns­dóttir frá Kviku, Ingi­björg Ösp Stef­áns­dóttir frá Sam­tökum iðnaðarins og Jón Pétur Zimsen skóla­stjóri Rétt­ar­holts­skóla.

Um úthlut­un­ar­reglur sjóðsins er vísað á vefsíðuna kvika.is

Nánari upp­lýs­ingar veitir Íris Arna Jóhanns­dóttir, forstöðumaður skipu­lagsþróunar samstæðu, í síma 540 3200.

Um Hvatningarsjóðinn

Hvatn­ing­arsjóðurinn er sam­starfs­verk­efni Kviku og Sam­taka iðnaðarins sem hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mik­il­vægi iðn- og starfs­náms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf.

Styrkja þarf ímynd iðnnáms og starfa sem því tengjast og efla áhuga og vitund grunn­skóla­nema, for­eldra, atvinnu­rek­enda og almenn­ings á mik­il­vægi iðnnáms. Skortur er á iðnmenntuðu fólki og er sá skortur víða orðinn hamlandi fyrir starf­semi fyr­ir­tækja. Með Hvatn­ing­arsjóði Kviku viljum við bregðast við þessu með styrkjum til nema í iðnnámi. Sér­stök áhersla er lögð á að auka hlut­fall kvenna og eru konur því sér­stak­lega hvattar til að skoða þau tæki­færi sem bjóðast.

Styrktar­fjárhæð sjóðsins er 5 millj­ónir króna árlega í þrjú ár. Heild­ar­styrkir munu því nema 15 millj­ónum króna á tíma­bilinu 2018-2021. Ávallt verður litið til kynja­hlut­falla við mat á umsóknum og úthlutun styrkja og leitast við að hafa þau jöfn. Við úthlutun styrkja að fjárhæð 500.000 krónum eða meira verður a.m.k. helm­ingi slíkra styrkja úthlutað til kvenna.

Það er engin rétt leið – bara þín leið

Vissir þú af þeim fjöl­mörgu iðngreinum sem eru í boði og að nem­endur fá starfs­rétt­indi strax að loknu náminu? Ef þú hefur lokið iðnnámi og náð þér í praktíska reynslu þá hefur þú betri grunn fyrir mörg störf sem bjóðast í fram­haldinu. Það er síðan auðvelt að bæta við sig bók­námi ef það vantar eitthvað uppá til að fá inn­göngu í það háskólanám sem þig langar í. Þú getur farið þína eigin leið.

Hvatningarsjóður Kviku stendur með þér

Kvika aug­lýsir eftir umsóknum um styrki í sjóðinn á tíma­bilinu mars – maí ár hvert vegna kom­andi skólaárs. Aug­lýs­ingar verða birtar í dagblöðum eða með öðrum sann­an­legum hætti. Þá verða aug­lýs­ingar birtar á heimasíðum Kviku og Sam­taka iðnaðarins.

Ein­göngu nemar sem hafa, að lág­marki, lokið fyrsta ári í námi í lög­giltum iðngreinum sem heyra undir Samtök iðnaðarins geta sótt um styrk. Styrkir geta numið á bilinu 200.000 – 1.000.000 króna.