fbpx
Menu

Tækniskólinn

Tækni­skólinn er einka­rekinn skóli, rekstr­ar­félag, með þjón­ustu­samning við Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið um rekstur fram­halds­skóla. Í þjón­ustu­samn­ingnum eru ákvæði um að rekstr­ar­félag skólans geti ekki tekið arð úr rekstr­inum og allur ábati skili sér í skóla­starfið. Markmið eig­enda rekstr­ar­fé­lagsins er að skólinn skili færum starfs­mönnum út í atvinnu­lífið. Skipurit skólans sýnir und­ir­skólana og stjórn­sýslu.

Tækni­skólinn hefur sam­eig­in­lega yfir­stjórn en kennslan skiptist milli átta und­ir­skóla sem hafa fag­legt sjálfstæði. Það eru Bygg­inga­tækni­skólinn, Hönn­unar- og hand­verks­skólinn, Raf­tækni­skólinn, Skip­stjórn­ar­skólinn, Tækniaka­demía, Tækni­mennta­skólinn, Upp­lýs­inga­tækni­skólinn og Vél­tækni­skólinn. Skóla­meistari stýrir Tækni­skól­anum en skóla­stjóri er yfir hverjum und­ir­skól­anna. Tækni­skólinn starfar eftir áfanga­kerfi. Námslok við skólann miðast við að nem­endur hafi lokið til­skildum áföngum og ein­inga­fjölda eins og til­greint er í braut­ar­lýs­ingum skóla­nám­skrár.

 

Stjórnskipan skólans

Tækni­skólinn er einka­rekinn skóli og er rekstr­ar­fé­lagið í eigu aðila atvinnu­lífsins, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Samtaka iðnaðarins (SI), Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík (IMFR)

 

Stjórn

Stjórn skólans er skipuð fulltrúum eigenda af eftirtöldum aðilum:

  • Egill Jónsson – SI
  • Arna Arnardóttir – SI
  • Vignir Steinþór Halldórsson – SI
  • Hrefna Margrét Karlsdóttir – SFS
  • Einar Sigurðsson – SFS
  • Katrín Þorkelsdóttir – IMFR
  • Finnur Geir Beck – Samorka

 

Stjórnendur

Stjórnendur Tækniskólans:

Sjá skipurit Tækniskólans

 

Starfslýsingar

Starfs­menn skólans eru um 270. Þeir hafa skil­greindar starfs­lýs­ingar sem er að finna í gæðahandbók skólans.

 

 

 

Uppfært
17.01.2024