Menu

Til foreldra

Foreldrar – forráðamenn

Gagnlegar upplýsingar ætlaðar forráðamönnum.
Á vef skólans má finna upplýsingar um dagatal, þjónustu og viðburði.
Hlutverk foreldrafélags við Tækniskólann er að styðja skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda við skólann.

Gagnlegir tenglar:

Dagatal og viðburðir
Upplýsingamiðstöð bókasafn og skrifstofa
Húsnæði
Mötuneyti
Félagslíf og nemendafélag

Inna

Nemendur og forráðamenn nemenda yngir en 18 ára hafa aðgang að Innu  upplýsinga- og kennsluvef. Þar er hægt að  fylgast með námsferli, viðveruskráningu og einkunnum. Nemendur (og foreldrar nemenda sem eru undir 18 ára aldri) fá aðgangsorð að Innu og leiðbeiningar um notkun forritsins í upphafi annar.

Þegar nemandi verður 18 ára lokast fyrir aðgang aðstandenda að Innu en nemandinn getur opnað fyrir aðganginn og/eða gefið samþykki fyrir því að skólinn veiti upplýsingar um sig til aðstandenda með því að setja “já” í stað “nei” í valmyndinni aðstandendur í Innu.

Á kennsluvef Innu geta nemendur nálgast kennslugögn, verkefni og fyrirmæli frá kennurum. Aðgangs- og lykilorð að kennsluvef/námsneti eru þau sömu og að Innu.

Námssamningar og sveinspróf:

Gagnlegar upplýsingar um námssamninga og sveinspróf má finna hjá Iðunni – fræðslusetri

Aðstoð við nemendur í verknámi

Nemendur í verk- og iðnnámi eru hvattir til þess að kynna sér þjónustu atvinnulífstengils við skólann, en Tækniskólinn er eini framhaldsskólinn á landinu sem býður uppá slíka þjónustu við nemendur.

 

Foreldrafélag

Foreldrafélagið var stofnað 24. október 2008 á fyrsta starfsári Tækniskólans. Hlutverk þess er að styðja skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann að efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda við skólann. Félagið tilnefnir einn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.

Foreldrafélag Tækniskólans:

Nafn netfang gsm stjórn
Björn Ólafsson bjossio@internet.is 8400929 Formaður
Guðrún Tinna Thorlacius tinna@thorlacius.com 8943108 Ritari
Gyða Hrönn Einarsdóttir gydahr@simnet.is 8686260 Gjaldkeri
Helga Guðmundsdóttir helgag67@visir.is 6619127 Varaformaður
Lilja Björg Gunnarsdóttir liljagunn@gmail.com 7797333 Meðstjórnandi

 

Nemendur, foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að hafa samband við foreldrafélagið og koma með ábendingar um málefni sem vert er að taka þar til umræðu.

Netfang foreldrafélagsins er foreldrarad@tskoli.is.

Foreldrafélag Tækniskólans á facebook