Gagnlegar upplýsingar ætlaðar forráðamönnum.
Á vef skólans má finna upplýsingar um dagatal, þjónustu og viðburði.
Hlutverk foreldrafélags við Tækniskólann er að styðja skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda við skólann.
Dagatal og viðburðir
Upplýsingamiðstöð bókasafn og skrifstofa
Húsnæði
Mötuneyti
Félagslíf og nemendafélag
Veikindaskráning
Nemendur og forráðamenn nemenda yngir en 18 ára hafa aðgang að Innu upplýsinga- og kennsluvef. Sjá upplýsingar um Innu hér.
Tækniskólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna í tengingu nemenda við atvinnulífið. Kennarar skólans og náms- og starfsráðgjafar aðstoða nemendur eins og mögulegt er við afla sér vinnustaðanáms.
Gagnlegar upplýsingar um námssamninga og sveinspróf má finna m.a. hjá Iðunni – fræðslusetri og Rafmennt, fræðslusetri rafiðnaðarins.
Skólinn vill leggja áherslu á að efla tengsl skólans við atvinnulífið en eitt meginhlutverk skólans er að mennta fólk til starfa í atvinnulífinu og sterk tengsl því nauðsynleg.
Foreldrafélagið var stofnað 24. október 2008 á fyrsta starfsári Tækniskólans. Hlutverk þess er að styðja skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann að efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda við skólann. Félagið tilnefnir einn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.
Foreldrafélag Tækniskólans:
Nafn | netfang | gsm | stjórn |
Björn Ólafsson | [email protected] | 8400929 | Formaður |
Guðrún Tinna Thorlacius | [email protected] | 8943108 | Ritari |
Gyða Hrönn Einarsdóttir | [email protected] | 8686260 | Gjaldkeri |
Helga Guðmundsdóttir | [email protected] | 6619127 | Varaformaður |
Lilja Björg Gunnarsdóttir | [email protected] | 7797333 | Meðstjórnandi |
Nemendur, foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að hafa samband við foreldrafélagið og koma með ábendingar um málefni sem vert er að taka þar til umræðu.
Netfang foreldrafélagsins er [email protected].
Foreldrafélag Tækniskólans á Facebook