fbpx
en
Menu
en

Fréttir

29. nóvember 2022

Lok haustannar 2022

Kæru nemendur

Senn líður að annarlokum og viljum við benda nemendum á nokkur mikilvæg atriði sem gott er að hafa í huga áður en önninni lýkur.

 

Annarlok

Síðasti starfs­dagur sam­kvæmt námsáætlun og stunda­skrám er birtur í skóladagatali nemenda en kennslulok geta verið mis­mun­andi eftir áfanga. Nánari upplýsingar um skipulag hvers áfanga má finna á Innu.

Dagarnir 13.–14. desember eru náms­mats­dagar og fer það eftir skipu­lagi áfanga hvort nem­endur þurfa að mæta í próf, vinna í verk­efnum eða skila síðustu verk­efn­unum en hver nem­andi fær upp­lýs­ingar um það hjá sínum kennara.

 

Próf og verkefni

Kenn­arar setja próf og verk­efni í Innu þannig að nem­endur sjá nákvæm­lega hvenær á að skila öllum verk­efnum og taka öll próf. Nem­endur eru hvattir til að yfir­fara þetta vand­lega í öllum áföngum og vera í sam­bandi við kennara ef þeir hafa spurn­ingar eða athuga­semdir.

 

Lokaeinkunnir, námsmat og endurgjöf

Loka­ein­kunnir verða birtar í Innu þann 16. desember og eru nem­endur hvattir til að skoða námsmat og fara yfir ein­kunnir. Einnig er þetta tæki­færi til að end­urskoða val næstu annar með umsjón­ar­kennara sem verður til viðtals kl. 10–12 á lokanámsmatsdegi.

 

Brautskráning Tækniskólans

Brautskráning Tækniskólans verður haldin í Eldborgarsal Hörpu þriðjudaginn 20. desember kl. 13:00.

 

Skóladagatal

Mik­il­vægar dag­setn­ingar eru í skóladagatali nem­enda, í Innu og í viðburðardagatali á vef skólans.

 

Aðstoð í námi

Áhersla er lögð á að veita nem­endum góða aðstoð í námi og viljum við benda ykkur á þá þjón­ustu sem skólinn býður upp á:

Námsver
Þar geta nemendur m.a. fengið hjálp við próf­töku og aðstoð við verk­efna- og ritgerðarsmíð.

Bókasafn
Á bókasöfnum geta nemendur fengið greiðan aðgang að upp­lýs­ingum og heim­ildum vegna náms og kennslu.

Ritver
Þar er m.a. boðið upp á aðstoð við ritgerðarskrif, heim­ilda­leit og heim­ilda­skrán­ingar.

Aukatímar
Boðið er upp á ýmsa aukatíma í skólanum og eru nemendur hvattir til að nýta sér þá.

Náms- og starfsráðgjafar
Náms- og starfsráðgjafar aðstoða nem­endur við ýmis­legt sem lýtur að námi og náms­fram­vindu.

 

Gangi ykkur sem allra best á lokasprettinum!