Menu

Innsýn í námið

24 m skipstjórnarréttindi

Með náminu aflar þú þér atvinnu­rétt­inda til starfa á skipum styttri en 24 metrar (að loknum sigl­inga­tíma).

Náms­braut til A-rétt­inda er fyrst og fremst fagnám til að öðlast þessi til­teknu skip­stjórn­ar­rétt­indi og ekki hugsuð fyrir nem­endur sem ætla í lengra nám (þeir velji náms­braut til B eða C rétt­inda). Ald­urstak­mark er 20 ár og gert er ráð fyrir að atvinnuþátt­taka hafi veitt nem­anda þann grunn sem þarf til að takast á við námið. Jafn­framt er vakin athygli á atvinnu­rétt­inda­nám­skeiði til að starfa á skipum styttri en 15 m (smáskipapróf) og svo skemmtibátaprófi sem veitir heimild til að sigla skipum allt að 24 m lengd en þó ekki í atvinnu­skyni (mótor- og segl­bátar, má sigla með farþega en ekki gegn gjaldi).

Námið er bæði bóknám og verknám og er kennt í Reykjavík (Háteigs­vegi). Lág­marks náms­tími í skóla er 2 annir. Ein­göngu er opið fyrir umsóknir í dagnám fyrir haustönn en opið er fyrir umsóknir í dreifnám báðar annir. Allir áfangar braut­ar­innar eru í boði í dreifnámi.

Sjá áfanga- og annarskipulag á námsskipulagssíðu.

Braut­ar­lýsing

SA20 Skipstjórn A - skip að 24 metrum

Skip­stjórn­arnám skiptist í meg­in­atriðum í sjö náms­stig sem að námi loknu veita hvert um sig, að öðrum skilyrðum upp­fylltum, rétt til að fá útgefið skír­teini til starfa sem skip­stjórn­armaður. Þetta náms­stig (þriðja) er til rétt­inda til að gegna stöðu skip­stjóra eða stýri­manns á skipum sem eru styttri en 24 metrar að skrán­ing­ar­lengd og stöðu und­ir­stýri­manns á skipum að 45 metrum að skrán­ing­ar­lengd í inn­an­lands­sigl­ingum.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Umsækj­endur þurfa að hafa náð 20 ára aldri við inn­ritun. Gert er ráð fyrir að atvinnuþátt­taka fram að því veiti nem­anda þann grunn sem þarf til að takast á við námið og því er reynsla af sjó­mennsku mjög æskileg.

Athuga að náms­braut til A-rétt­inda er fyrst og fremst fagnám til að öðlast þessi til­teknu skip­stjórn­ar­rétt­indi og ekki hugsuð fyrir nem­endur sem ætla í lengra nám. Þeir velja náms­brautir til B eða C rétt­inda.

 

Mat á námi:

Verklagsregla um námsmat og skráningu einkunna
Sérreglur um námsmat í tilteknum áföngum í skipstjórn
Mat á fyrra námi og námi úr öðrum skólum

Að loknu námi

Þú öðlast rétt til að fá útgefið skír­teini sem ýmist stýrimaður eða skip­stjóri að loknum sigl­inga­tíma og örygg­isfræðslu – fyrir þetta rétt­inda­stig geta rétt­indin verið stýrimaður og skip­stjóri á skipum styttri en 24 m að skrán­ing­ar­lengd í strand­sigl­ingum og inn­an­lands­sigl­ingum, og und­ir­stýrimaður á skipum styttri en 45 m í inn­an­lands­sigl­ingum.

Vakin er athygli á atvinnuréttindanámskeiði til að starfa á skipum styttri en 12 m (smáskipapróf) og svo skemmtibátaprófi sem veitir heimild til að sigla skipum allt að 24 m lengd en þó ekki í atvinnuskyni (mótor- og seglbátar, má sigla með farþega en ekki gegn gjaldi) – viltu kannski byrja þar?

Verk­efni nem­enda

FAQ

Spurt og svarað

Er hægt að taka stúdentspróf með náminu?

Náms­braut til A-rétt­inda er fyrst og fremst fagnám til að öðlast skip­stjórn­ar­rétt­indin og ekki hugsuð fyrir nem­endur sem ætla í lengra nám. Þeir nem­endur ættu frekar að velja náms­braut fyrir B-rétt­indi (með stúd­entsleið) eða C-rétt­indi sem lýkur með stúd­ents­prófi.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Hvar fer kennslan fram?

Kennsla í skip­stjórn fer fram í Sjó­manna­skól­anum Háteigs­vegi.

Þarf ég að vera með verkfæri eða annan útbúnað?

Nem­endur sem hefja nám í Skip­stjórn­ar­skól­anum verða að koma með eigin örygg­isskó, hlífðargler­augu og heyrna­hlífar sem skylt er nota í verk­legu vél­tækni­námi skólans og við aðra vinnu þar sem kenn­arar krefjast þess að nem­endur noti hlífðarbúnað.

Er mætingarskylda?

Er nemendafélag?

Í Tækni­skól­anum er öflugt og fjöl­breytt félagslíf. Innan hvers skóla er starf­andi skóla­félag sem heldur utan um félagslíf skólans, klúbba, keppni innan og utan skólans og aðrar uppá­komur. Þannig hafa nem­endur í skip­stjórn á Háteigs­vegi með sér félag sem heldur uppi félags­lífi. Nem­endur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp þetta starf.

Net­fang félagsins er styrimennstjorn@gmail.com.

Saman mynda nem­enda­félög í Tækni­skól­anum – Nem­enda­sam­band Tækni­skólans, NST.

Hér má lesa nánar um félagslíf Tækniskólans.

Hvað kostar nám í skipstjórn?

Fyrir dagnámið er greitt fast gjald fyrir eina önn í einu, sjá gjaldskrá Tækni­skólans. Fyrir áfanga í dreif­námi er greitt ein­inga­gjald fyrir sér­hvern áfanga og eitt skrán­ing­ar­gjald á umsókn.

Er nám úr öðrum skólum metið, t.d. áfangar eða stúdentspróf?

Já, almennir fram­halds­skóla­áfangar eru almennt metnir og ein­hverjum til­vikum nám úr háskólum og sér­skólum sem tengjast fagáföngum námsins (fagáfangar). Í skip­stjórnar­rétt­indum A eru þó engir almennir áfangar, en fagáfanga er mögu­lega hægt að meta úr öðru sam­bæri­legu námi, t.d. sjáv­ar­út­vegsfræðum. Sjá nánar hér.

Er hægt að fá áfanga metna í raunfærnimati?

Já, þeir sem hafa náð 23 ára aldri og hafa 3 ára starfs­reynslu í faginu geta sótt um að fara í raun­færnimat, en það nær fyrst og fremst til fyrstu áfanga (kenndir á A, B og mögu­lega C stigi). Sjá nánar hér.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!