fbpx
Menu

Nemendur

Era­smus+ styrkur veitir góð tæki­færi

Nem­enda­hópur af hönn­unar- og nýsköp­un­ar­braut var við nám í eina viku í hönn­un­ar­skóla í Kol­ding á Jótlandi.

Hóp­urinn fór út á Era­smus+ styrk en margir nem­endur Tækni­skólans hafa tæki­færi til að taka hluta náms eða starfsnám erlendis.

Lær­dómsrík ferð og vel heppnuð í alla staði.

Námsdvöl í hönnunarskóla í Danmörku

Ferð sem opnaði augu mín og ég fann hvað ég var búin að læra mikið á hönn­unar- og nýsköp­un­ar­braut

Hrafn­hildur Karls­dóttir fór ásamt sex öðrum nem­endum á 5. önn á hönn­unar- og nýsköp­un­ar­braut á Era­smus+ styrk til Dan­merkur í tvær vikur. Auk hennar fóru þau Aldís Eva Geirharðsdóttir, Elísabet Pra­owp­hilai Torp, Katrín Árna­dóttir, Mary Jemrio Soriano Malana, Ólavía Rún Gríms­dóttir og Seifur Logi Sig­ur­björnsson í ferðina.

 

Dvelja við nám, skoða skóla, söfn og hönnun

„Markmið verk­efn­isins var að dvelja við nám í eina viku í hönn­un­ar­skól­anum í Kol­ding á Jótlandi ásamt því að skoða skóla, söfn og hönnun bygg­inga og umhverfis í Kaup­manna­höfn. Ferðin opnaði augu mín gagn­vart umhverfinu og nýjum hug­myndum. Mér finnst ég hafa lært að horfa á hluti og umhverfi með hönnun og nýsköpun í huga. Ferðin fékk mig til að hugsa á annan hátt og vera meðvitaðri um það sem ég sá. Ég áttaði mig líka á því hve mikið ég hef lært hér í Tækni­skól­anum og sá grunnur nýttist mér vel þarna úti.“ segir Hrafn­hildur.

 

Fá góðan grunn í náminu í Tækniskólanum

„Mér fannst æðislegt að sjá hluti og hönnun sem ég gat tengt við, hafði lært um og þekkti. Ég skildi líka betur strauma og stefnur sem hafa áhrif á hönnuði. Ég hefði ekki haft jafn gaman af þessu fyrir um tveimur árum þegar ég hafði ekki sama grunn sem ég hef nú eftir námið í skól­anum. Ég þekkti enga hönnuði og vissi lítið sem ekkert um hönnun yfir höfuð. Ég lærði mikið á því að vera í hönn­un­ar­skól­anum í Kol­ding sem er á háskóla­stigi. Ég kynntist skól­anum, tók sjálf þátt og upplifði hvernig næsta skóla­stig lítur út fyrir okkur. Það var æðislegt að vera þarna, sjá hvað fólk var að gera og fá inn­blástur. Það var líka áhuga­vert að sjá hvernig námið er byggt upp, hverjar áhersl­urnar eru og hvernig nem­endur vinna. Námið þar er í raun og veru mjög líkt náminu hjá okkur og ég áttaði mig á því hvað við höfum öðlast góðan grunn hér á hönn­unar- og nýsköp­un­ar­braut Tækni­skólans. Ég fylltist eldmóði við dvöl mína í Dan­mörku þegar ég sá hvaða tæki­færi ég hef að loknu náminu hér í Tækni­skól­anum og ég sé að við erum full fær um að takast á við nám af þessu tagi. Ég hlakka því mikið til áfram­hald­andi náms.“

„Ferðin gekk vel og ég er mjög þakklát fyrir þetta tæki­færi og er full af hug­myndum, inn­blæstri og eldmóði. Ég hvet alla sem hafa tæki­færi til að taka þátt í verk­efni eins og þessu að gera það.“

Verk­efni frá nem­endum

For­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna

Glæsilegur árangur nemenda

Útskriftarsýning hársnyrtideildar

Bíómyndaþema

T-ið í TÆKNÓ

Glænýtt skólablað