fbpx
Menu

Fréttir

02. nóvember 2018

Alþjóðamessa í evr­ópskri starfs­mennta­viku

Alþjóðamessa í evrópskri starfsmenntaviku

Alþjóðamessa fimmtudaginn 8. nóvember

Þennan dag mun Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra heim­sækja skólann í til­efni af evr­ópskri starfs­mennta­viku.

Alþjóðlegt samstarf skólans verðu kynnt í framtíðarstofu á 3. hæð Skólavörðuholti frá kl. 10:00-14:00

Tækniskólinn hefur staðið vel að alþjóðlegu samstarfi

Nem­endur og kennara fara reglu­lega til annarra landa til að taka þátt í verk­efnum og nám­skeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra. Tækni­skólinn er með VET Mobility Charter vottun sem er gæðavottun á góð náms- og þjálf­un­ar­verk­efni.

Langar þig í hópferð með samnemendum þínum, fara á námskeið eða taka hluta af starfsnámi þínu erlendis? Komdu við í framtíðarstofunni og kynntu þér möguleikana.

Tækni­skólinn sækir um Era­smus+ ferða og uppi­halds­styrki fyrir nem­endur og starfs­menn sem hafa áhuga á að fara til Evrópu í lengri eða skemmri námsferðir. Þeir nem­endur eða starfs­menn sem hafa áhuga á að sækja styrk geta byrjað á að fylla út form sem útbúið hefur verið.  Umsóknarform

Alþjóðafull­trúi skólans hefur í fram­haldinu sam­band. Alþjóðafull­trúi, nem­endur og starfs­menn sitja fyrir svörum og fræða gesti og gang­andi um ferðir, ferðatil­högun og annað sem gott er að vita.

Upplýsingasíða um alþjóðlegt samstarf Tækniskólans og umsóknarferlið.

Upplýsingar á vef Erasmus+ um evrópska starfsmenntaviku.