fbpx
Menu

Innsýn í námið

Framsækið tækninám

Skapandi nám í leikjahönnun, þrívídd og eftirvinnslu kvikmynda.

Sta­fræn hönnun (RADE – Reykjavik Aca­demy of Digital Entertain­ment) er náms­braut sem er vel tækjum búin, með green screen stúdíó, hljóðstúdíó, Moti­onCapture og góðan búnað fyrir mynda­tökur.

Námið er verk­efna­drifið og líkist starfs­um­hverfi atvinnu­lífsins. Hröð þróun er í starfs­grein­inni og krefst símennt­unar en nem­endur eru þjálfaðir í því að temja sér þann hugs­un­ar­hátt.

Braut­ar­lýsing

MM15 Stafræn hönnun

Námið er tveggja ára viðbót­arnám á fjórða hæfniþrepi íslensks hæfniramma um menntun. Námið er fullt nám í dag­skóla, kennt á fjórum önnum. Námið er verk­efna­drifið þar sem reynir á sköp­un­ar­kraft nem­enda, sjálfstæði og úrræði. Einnig reynir á sam­vinnu, skipu­lags­hæfi­leika og verk­efna­stjórn. Námið byggir nær alger­lega á tölvu­vinnslu og eru nem­endur að mestu í skól­anum allan daginn þar sem þeir hafa öll þau tæki og tól sem þeir þurfa. Á braut­inni er gert ráð fyrir 24 klukku­stunda vinnu­fram­lagi nem­enda fyrir hverja ein­ingu. Nem­endur sem útskrifast úr náminu hafa margir farið í háskóla erlendis til að ljúka BA-námi og þá fengið þetta nám metið þar inn.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Inn­töku­skilyrði er útskrift úr fram­halds­skóla eða sam­bæri­legt. Góða kunn­áttu í tölvum og ensku. Hafir þú ekki viðeig­andi menntun en getur sýnt fram á framúrsk­ar­andi hæfni á til­teknu sviði er hægt að meta það sér­stak­lega.

Skólinn getur þó óskað eftir því að viðkom­andi bæti við sig und­ir­bún­ings­greinum.

Umsækj­endur þurfa að skila inn fer­il­möppu (e. port­folio) og staðfestum gögnum um náms­ár­angur frá öðrum skólum. Inn­töku­nefnd fer yfir umsóknir og getur kallað umsækj­endur til viðtals. Farið er með öll gögn sem trúnaðarmál.

Námið og möguleikar að því loknu

Á fyrstu og ann­arri önn færð þú grunn í helstu for­ritum og kenn­ingum grein­ar­innar. Á þriðju önn velur þú þér svið til að sér­hæf­ingar og fjórða önnin er hugsuð sem eitt stórt verk­efni sem unnið er sjálf­stætt með stuðningi kennara og aðila úr atvinnu­lífinu.

Skólinn leggur áherslu á að útskrifa nem­endur með frjóa hugsun og vilja til að fara nýjar leiðir.

Nám í sta­f­rænni hönnun tekur tvö ár og útskrifast nem­endur með diplóma. Mögu­leiki er á að taka viðbót­arár við erlenda háskóla til BA gráðu.

Skipulag náms

Samstarfsfyrirtækin

Náms­brautin vinnur náið með stórum fyr­ir­tækjum við að þróa námið og einnig koma gesta­fyr­ir­les­arar frá fyr­ir­tækj­unum. Sem dæmi um fyr­ir­tæki sem skólinn starfar með má nefna CCP, Caoz, RVX, Reykja­víkIO o.fl.

Sta­fræn hönnun er kennd í Sjó­manna­skóla­húsinu, húsi Tækni­skólans á Háteigs­vegi.

 

Skóla­stjóri Tækniaka­demí­unnar er:

Ragnhildur Guðjónsdóttir, net­fang: rag@tskoli.is, sími: 514 9601.

Áfangi sem sjálfstæð heild

Hver náms­áfangi er sjálfstæð heild en skipu­leggja má námið í heildstæðum viðfangs­efnum þvert á áfanga eða skipta efni til­tek­inna áfanga í smærri námsþætti allt eftir þörfum nem­enda­hópsins. Þess skal þó ávallt gætt að loka­markmiðum námsins og markmiðum ein­stakra áfanga sé haldið til skila og að heiti og númer áfanga séu rétt til­greind á próf­skír­teinum nem­enda.

Umsagnir

Shape
Shape

Guðmundur Örn Gunnarsson lauk námi í stafrænni hönnun

Ég var mjög sáttur með að fá kennslu í nokkrum mis­mun­andi fögum á fyrstu önn til að sjá hvað mér líkaði við og við hvað ég vildi vinna í framtíðinni. Það er alltaf gaman að vinna með fólki að verk­efni sem allir hafa áhuga á, jafnvel blanda áhugasviðum saman í eitt verk­efni.

Einar Orri Guðjónsson útskrifaðist úr stafrænni hönnun

Þetta er frá­bært nám sem gefur innsýn í hvernig það er að starfa við sta­f­ræna hönnun. Námið er skemmti­legt fyrir alla sem hafa áhuga á tölvu­leikjagerð, tækni­brellum í kvik­myndum, þrívídd­ar­vinnslu og teikni­myndagerð. Reynsla mín af náminu er mjög jákvæð og ég get heils­hugar mælt með náminu.

Ólafur Lárus Egilsson er á 1.önn í stafrænni hönnun.

Hefur aldrei liðið jafn vel í námi og get ekki hætt að læra heima, (vandamál sem ég hef ekki kannast við áður) finnst allt svo skemmti­legt þótt sumt geti verið flókið og nóg að gera. Strax á fyrstu önn hefur námið komið mér af stað í að geta búið til ein­falda tölvu­leiki og flottar tækni­brellur. Kenn­ar­arnir mjög skemmti­legir og góðir í því sem þeir gera.

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um nám í stafrænni hönnun?

Sækja um hnappur er hér á síðunni en umsóknir fara í gegnum Innu.

Er námið lánshæft hjá LÍN?

Lánasjóður íslenskra náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.

Hvað tekur nám í stafrænni hönnun langan tíma?

Námið tekur tvö ár, fjórar annir. Gert er ráð fyrir að nem­endur stundi námið sem hverja aðra vinnu og gilda almennar reglur Tækni­skólans um mæt­ingu.

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækni­skólans.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!