fbpx
Menu

Kafli 21 – Skólanámskrá


Samstarf við fyrirtæki

Tækni­skólinn á í sam­starfi við ýmis fyr­ir­tæki um nám nem­enda. Tími starfsþjálf­unar er mis­langur eftir iðngreinum en starfsþjálfun er hluti af námi til sveins­prófs. Sem dæmi má nefna flug­virkjun sem er í sam­starfi við viðhalds­fyr­ir­tæki í flugrekstri víða um land sem taka nem­endur í starfsþjálfun undir lok náms­tímans.

Kenn­arar í graf­ískri miðlun, ljós­myndun, prentiðn og bók­bandi eru í sam­starfi við fjöl­mörg fyr­ir­tæki í grein­unum. Sam­starfið hefur bæði verið í formi heim­sókna en einnig hefur hluti af náminu í prentun og bók­bandi farið fram í fyr­ir­tækjum. Nefna má nám í vefþróun og K2, tækni- og vís­indaleiðina sem dæmi um námsleiðir þar sem nem­endur vinna verk­efni í sam­starfi við ýmsar stofn­anir og fyr­ir­tæki.

 

Þróunarverkefni og alþjóðasamstarf

Erlent sam­starf er hluti af stefnu Tækni­skólans. Einkum er um að ræða sam­starf sem byggir á Era­smus+ styrkjum Evr­ópu­sam­bandsins. Nem­endur Tækni­skólans nýta sér Era­smus+ styrki og frá skól­anum fara bæði hópar og ein­stak­lingar í ferðir frá einni viku til 12 mánaða starfsþjálf­unar erlendis. Starfs­fólk skólans getur einnig sótt um styrki til að kynna sér skóla og kennslu­hætti í Evrópu.

Margir erlendir gestir heim­sækja Tækni­skólann á hverju ári, bæði aðilar sem eru í sam­starfs­verk­efnum með skól­anum sem og skóla­fólk sem vill kynna sér starf­semi skólans.

Sjá nánar um alþjóðlegt samstarf

 

Samstarf við aðra skóla innanlands

Tækni­skólinn er með sam­starfs­samning við Háskólann í Reykjavík um kennslu á náms­braut­inni K2 Tækni- og vís­indaleið.

 

 


Uppfært 9. desember 2024
Áfangastjórn