fbpx
Menu

Kafli 10 – Skólanámskrá


Stoðþjónusta

Tækni­skólinn leggur mikið upp úr öflugi stoðþjón­ustu sem ætlað er að styðja við nem­endur og starfs­fólk skólans. Þjón­ustan er fjöl­breytt og nær meðal annars yfir aðstoð í námi, sér­kennslu, stuðning, náms- og starfsráðgjöf, sálfræðiaðstoð, for­varnir, tölvuþjón­ustu og aðstoð í félags­málum.

 

Upplýsinga- og alþjóðadeild

Bókasafn, Framtíðarstofa, skrifstofa skólans og alþjóðamál heyra undir Upplýsinga- og alþjóðadeild.

Meg­in­hlut­verk deild­ar­innar er að veita nem­endum og starfs­fólki Tækni­skólans greiðan aðgang að upp­lýs­ingum, aðstoða við nám og kennslu í Framtíðarstofu og á bóka­safni, auk þess að sjá um alþjóðamál skólans, sækja um Era­smus+ styrki og hafa umsjón með nýt­ingu þeirra.

Framtíðarstofan er hönn­unar- og hátækni­verkstæði Tækni­skólans og þangað geta nem­endur og starfs­fólk komið og fengið aðstoð við að vinna úr hug­myndum sínum og gera þær að veru­leika.

Á skrif­stofu skólans tekur starfs­fólk m.a. á móti fyr­ir­spurnum frá nem­endum jafnt sem almenn­ingi og veitir almennar upp­lýs­ingar um nám og kennslu.

Á bóka­safninu er veitt fjölþætt þjón­usta, s.s. aðstoð við upp­lýs­inga­öflun, heim­ilda­leit og kennsla í notkun heim­ilda, útlán, upp­setn­ingu verk­efna og prentun auk per­sónu­legrar aðstoðar við tölvu­notkun. Safnið stendur fyrir kennslu í upp­lýs­inga­læsi fyrir fyrsta árs nem­endur og starfs­fólk kennir jafn­framt hvernig fara skal með heim­ildir í ritgerðum og loka­verk­efnum.

Þjón­usta Upp­lýs­inga- og alþjóðadeildar er veitt í öllum aðalbygg­ingum Tækni­skólans.

 

Tölvuþjónusta

Tölvuþjón­usta er staðsett á Skólavöðuholti, Háteigs­vegi og í Hafnarfirði. Hún er opin alla virka daga frá 8:00-16:00, sjá nánar https://​tskoli.is/​tolvut­hjonusta/

 

Námsver

Hlut­verk nám­sversins er að þjón­usta þá nem­endur sem eiga við námserfiðleika af ein­hverju tagi. Í nám­sveri fá nem­endur aðstoð við prófa­töku og stuðning við heimanám sem og almenna aðstoð í grunn­greinum. Einnig er hægt að leita til nám­sversins við verk­efna- og ritgerðasmíð.

 

Náms- og starfsráðgjöf

Við Tækni­skólann starfa náms- og starfsráðgjafar. Markmið ráðgjaf­ar­innar er að veita nem­endum þjón­ustu í málum sem tengjast per­sónu­legum högum þeirra, námi og náms- og starfs­vali. Þá er námsráðgjafa ætlað að veita for­eldrum, forráðamönnum, kenn­urum og öðru sam­starfs­fólki ráðgjöf í málum ein­stakra nem­enda. Náms- og starfsráðgjafar eru bundnir trúnaði við skjólstæðinga sína. Innan skólans eru þeir mál­svarar nem­end­anna.

 

Sálfræðingur

Við Tækni­skólann starfar sálfræðingur og veitir sálfræðiþjón­ustu við nem­endur, for­eldra,  forráðamenn og starfs­fólk. Nem­endur geta meðal annars leitað til sálfræðings vegna til­finn­inga­legra erfiðleika, svo sem kvíða eða þung­lyndis, vegna félags­legrar ein­angr­unar, sam­skipta, félags­færni, vina­mála, sam­bandserfiðleika, fjöl­skyldu­mála, náms­tækni, skipu­lags, markmiðssetn­ingar, vegna gruns um ADHD eða annarra raskana.  Sálfræðiviðtal getur verið fyrsta skrefið varðandi nánast öll vandamál og hugðarefni nem­enda, sjá nánar á vef skólans.

 

Hjúkrunarfræðingur

Nem­endum Tækni­skólans býðst þjón­usta hjúkr­un­arfræðings, sjá nánar á vef skólans.

 

Verkefnastjóri forvarnar- og félagsmála

Stefna Tækni­skólans er að styðja nem­endur í að setja sér skýr markmið í lífinu og vinna mark­visst að því að ná þeim. Við leggjum áherslu á lífs­hætti sem leiða til sjálfsvirðingar, sjálfs­stjórnar og árangurs. Starf verk­efna­stjóra for­varna- og félags­mála er hluti af fram­kvæmd þess­arar stefnu.

Sjá nánar um forvarnarstefnu skólans og verk­efna­stjóra forvarnar- og félagsmála.

 

Farsældarlög – Farsæld barna og samþætt þjónusta

Unnið er að innleiðingu farsældarlaga í Tækni­skól­anum. Meg­in­markmið lag­anna er að tryggja börnum og for­eldrum, aðgang að samþættri þjón­ustu við hæfi án hindrana.

 

Viðbrögð og meðferð eineltis, áreitis og ofbeldismála

Í Tækni­skól­anum er lögð áhersla á góðan starfs­anda, þar sem ríkir traust, trúnaður, jafnræði og hrein­skilni milli alls starfs­fólks. Starfs­fólki ber að temja sér kurt­eisi og hátt­vísi í fram­komu og sýna hvort öðru tilhlýðilega virðingu og jákvætt viðmót.

Stefna Tækni­skólans er að einelti, kynferðisleg áreitni, kyn­bundin áreitni, ofbeldi og ótilhlýðileg hátt­semi í hvaða mynd sem er, sé ekki liðið. Leita skal allra ráða til að fyr­ir­byggja slíkt og leysa þau mál sem upp koma á sem far­sæl­astan hátt. Í skól­anum skal lögð áhersla á að efla vitund starfs­fólks og nem­enda um mik­il­vægi jákvæðra sam­skipta og gera þau ein­kenn­andi í skóla­sam­fé­laginu, t.d. með fræðslu um jafn­rétti.

Viðbrögð við og meðferð EKKO mála eru nánar skil­greind í VKL-473.

 

Vefur skólans

Aðalhlut­verk vef Tækni­skólans er að vera upp­lýs­inga­veita sem gefur skýra mynd af starfi skólans. Honum er og ætlað að veita not­enda­væna þjón­ustu til nem­enda, for­eldra/​forráðamanna, starfs­fólks og annarra not­enda. Vefnum er ætlað að spegla marg­breyti­legt hlut­verk skólans, þjón­ustu og náms­framboð hans sam­kvæmt aðalnám­skrá og skal vefsíðan þjóna hlut­verki sínu til miðlunar upp­lýs­inga, um innri og ytri starf­semi með áherslu á gildi Tækni­skólans.

 

 

 

Uppfært 6. desember 2024

Áfangastjórn