fbpx
Menu

Innsýn í námið

Grunn­námið er einnar annar nám sem þú byrjar á að klára ef þú ætlar að fara í nám í eft­ir­töldum iðngreinum.

  • Húsasmíði
  • Húsgagnasmíði
  • Málaraiðn
  • Múraraiðn
  • Pípulagnir
  • Veggfóðrun og dúklögn

Athugið að nemendur eldri en 20 ára eiga að sækja um beint á fagbraut.

Braut­ar­lýsing

GBM17 Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina

Grunnnámsbrautin (GBM17) er fyrsta önnin í sér­greinum Bygg­inga­tækni­skólans og í áfang­anum verktækni grunnnáms (VGRT1GN04AB) fá  fá nem­endur kynn­ingu á öllum bygg­inga­grein­unum. Nem­endur eldri en 20 ára eiga að sækja um beint á fag­braut. Nám í bygg­ing­ar­greinum er sérnám sem leiðir til starfs­rétt­inda og einnig er hægt að velja leiðir að háskóla­stigi. Sérnám í ein­stökum greinum tekur að jafnaði 2,5 ár auk 1,5 árs starfs­tíma hjá meistara.
https://gogn.tskoli.is//files/eplicapdf/Byggingataekniskolinn-namsskipulag-grunnnam-byggingagreina.pdf

 

Undirbúingsbrautin (AN-BYG19) er fyrir þá nem­endur sem ljúka grunn­skóla og ná ekki þeim kröfum sem settar eru fyrir grunn­náms­brautina. Und­ir­bún­ings­brautin er grunn­náms­brautin tekin á tveimur önnum. Ein­göngu er inn­ritað á und­ir­bún­ings­braut á haustönn.
https://gogn.tskoli.is//files/eplicapdf/Byggingataekniskolinn-namsskipulag-undirbuningsbraut.pdf

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Nem­endur sem inn­ritast í grunnnám í bygg­inga‐ og mann­virkja­greinum þurfa að hafa lokið skyldu­námi í sam­ræmi við ákvæði aðalnám­skrár grunn­skóla.

Að loknu námi

Grunnnám bygg­inga- og mann­virkja­greina veitir almenna og fag­lega und­irstöðumenntun fyrir sérnám í bygg­inga- og mann­virkja­greinum auk þess að gefa nem­endum und­irstöðuþekk­ingu á námsþáttum svo sem og efn­isfræði, vélum, áhöldum og örygg­is­málum.

Námið er að meðaltali ein önn í skóla og að því loknu velja nem­endur að sér­hæfa sig í húsasmíði, hús­gagnasmíði, mál­araiðn, múr­araiðn, pípu­lögnum eða veggfóðrun og dúk­lögnum.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækni­skólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efn­is­gjöld eru innifalin í skóla­gjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upp­lýs­ingar í skóladagatali Tækni­skólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í grunn­námi bygg­inga- og mann­virkja­greina fer fram á Skólavörðuholti og Hafnarfirði, Flata­hrauni 12.

Nánari upp­lýs­ingar um staðsetn­ingu og húsnæði Tækni­skólans.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Nem­endur sem hefja nám í bygg­inga- og mann­virkja­greinum verða að koma með eigin örygg­is­skófatnað, hlífðargler­augu og heyrna­hlífar sem hann skal ávallt nota í verk­legri aðstöðu Bygg­inga­tækni­skólans.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækni­skól­anum.

Er nemendafélag?

Nánari upp­lýs­ingar um félagslíf og nemendafélög Tækni­skólans.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!